Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 26.–29. september 201420 Fréttir Erlent Löfven teygir sig til vinstri S tefan Löfven, formaður Sós­ íaldemókrataflokksins í Sví­ þjóð og forsætisráðherraefni, hóf á fimmtudag samninga­ viðræður við Vinstriflokkinn um stuðning við tveggja flokka ríkis­ stjórn með flokki Græningja. Vinstri­ flokkur Jónasar Sjöstedt mun ekki verða hluti af ríkisstjórninni en vænt­ anleg minnihlutastjórn Stefans Löf­ ven þarf að tryggja sér stuðning eins margra annarra flokka og hann getur. Í dag, föstudag, fyrir klukkan 12 að hádegi mun Löfven hitta forseta sænska þingsins, Per Westerberg, og kynna fyrir honum hvernig stjórnar­ myndunarviðræðurnar ganga. Mikil­ vægasta forgangsmál Löfvens er að sjá til þess að hann komi væntanlegu fjárlagafrumvarpi í gegnum sænska þingið og til þess að tryggja það þarf hann stuðning annarra flokka, meðal annars Vinstriflokksins. Ágreiningur um kosningaloforð Sænska dagblaðið Dagens Nyheter greindi frá því á vefsíðu sinni fimmtu­ daginn að samningaviðræður væru hafnar á milli Sósíaldemókrataflokks­ ins, Græningja og Vinstriflokksins. Í prentaðri útgáfu Dagens Nyheter sem út kom á fimmtudagsmorgun sagði hins vegar að Löfven myndi halda á fund forseta þingsins án þess að hafa komist að samkomulagi við Vinstri­ flokkinn. Viðræðurnar við Vinstri­ flokkinn á fimmtudaginn komu því nokkuð á óvart og sýna ágætlega þann atgang sem á sér stað í þessum viðkvæmu stjórnarmyndunarviðræð­ um Stefans Löfven. Jonas Sjöstedt hefur frá því fyrir þingkosningarnar um þar síðustu helgi, og eins eftir þær, verið harð­ ur á því að hann muni ekki hvika frá helsta kosningaloforði Vinstri­ flokksins í viðræðum við Stefan Löf­ ven. Sjöstedt keyrði kosningabar­ áttuna áfram á þessu loforði sem snýst um að banna arðgreiðslur út úr einkareknum fyrirtækjum sem starfa í velferðargeiranum í Svíþjóð – einkareknum skólum og öldr­ unarheimilum til dæmis. Strax eftir kosningarnar tilkynnti Stefan Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki hluti af nýrri ríkisstjórn og komu þau skilaboð flatt upp á Sjö­ stedt. Ástæðan fyrir þessum skýru skilaboðum er fyrst og fremst talin vera ágreiningurinn sem er á milli flokkanna um að banna arðgreiðslur út úr þessum velferðarfyrirtækjum. Sósíaldemókrataflokkurinn vill tak­ marka slíkar arðgreiðslur meira en gert er í dag en Sjöstedt vill banna þær. Opnað fyrir viðræður Í veffrétt Dagens Nyheter á fimmtu­ daginn kom hins vegar fram að við­ fangsefni viðræðnanna á milli Sósíal­ demókrataflokksins, Græningja og Vinstriflokksins væri enn sem komið er ekki væntanlegt fjárlagafrumvarp heldur einmitt spurningin um hvern­ ig nýja ríkisstjórnin muni taka á arð­ greiðslunum út úr einkareknu vel­ ferðarfyrirtækjunum. Afar ólíklegt er talið að Sjöstedt nái því markmiði sínu að slíkar arð­ greiðslur verði bannaðar með öllu. Til þess er andstaða Sósíaldemókrata og Græningja of mikil. Hins vegar er talið líklegt að flokkarnir þrír geti kom­ ist að einhvers konar samkomulagi um aðgerðirnar til að sporna við og takmarka slíkar arðgreiðslur. Þá þarf Vinstriflokkurinn að draga úr sínum kröfum um blátt bann við þeim en á sama tíma þurfa Sósíaldemókratar og Græningjar hugsanlega að ganga lengra í þá átt að takmarka slíkar arð­ greiðslur en flokkarnir hefðu viljað. Löfven mun því hitta forseta þingsins í dag, föstudag, eftir að hafa hafið viðræður um arðgreiðsluspurn­ inguna við Vinstriflokkinn. Þær við­ ræður eru skilyrði fyrir að hefja viðræður við Vinstriflokkinn um fjár­ lagafrumvarp Löfvens. Töldu sig ekki þurfa stuðning Vinstriflokksins Stjórnarmyndunarviðræðurnar í Sví­ þjóð eru því á afar viðkvæmu stigi. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur teygt sig yfir á hægri vænginn til frá­ farandi stjórnarflokka en þar er tak­ markaður áhugi á beinu samstarfi. Vinstriflokkurinn er því mikilvægt, hugsanlega nauðsynlegt, púsl fyrir minnihlutastjórn Sósíaldemókrata og Græningja og kann viðleitni hægri flokkanna í garð samstarfs við vænt­ anlega ríkisstjórn að skýra af hverju Löfven leitar nú til Vinstriflokksins. „Óvenjuleg staða“ Í Dagens Nyheter á föstudaginn var sagði Jan Björklund, formaður Flokks fólksins sem verið hefur í ríkisstjórn í átta ár, að flokkur hans myndi ekki styðja ríkisstjórn sem Sósíaldemókratar færu fyrir. Til þess telur Björklund að of langt sé á milli flokkanna í stefnu þeirra í efnahags­ málum. Svo útilokaði Björklund ekki að ný ríkisstjórn kynni að falla á kjör­ tímabilinu. „Staðan á þinginu sem upp er komin er mjög óvenjuleg. Sambærileg staða hefur ekki komið upp áður. Þannig að nýjar kosningar eru vissulega raunhæfur möguleiki. Þess vegna er mikilvægt að ríkis­ stjórnarflokkarnir geri sér grein fyr­ ir því að hugsanlega verði boðað til annarra kosninga fyrir árið 2018,“ sagði Björklund. n n Fundaði um grundvallarmál Vinstriflokksins n Þarf stuðning þaðan Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Þurfa stuðning Vinstriflokksins Sósíaldemókrataflokkurinn og Græningjar þurfa stuðning Vinstriflokks Jónasar Sjöstedt í stjórnarmyndunarviðræðunum í Svíþjóð. Líklegt er að þetta leiði stjórnina meira til vinstri. „Staðan á þinginu sem upp er komin er mjög óvenjuleg. Erfið staða Staðan í sænskum stjórnmálum er erfið um þessar mundir þar sem Stefan Löfven reynir að mynda minnihlutastjórn með stuðningi Vinstriflokksins. Milljarða- mæringum fjölgar í Noregi Milljarðamæringar í Noregi hafa aldrei verið fleiri samkvæmt nýj­ um lista sem opinberaður var í tímaritinu Kapital í vikunni. Listinn nær til 400 ríkustu Norðmannanna sem allir eiga 500 milljónir norskra króna eða meira, upphæð sem samsvarar 9,4 milljörðum íslenskra króna. Efstur á blaði að þessu sinni er skipakóngurinn John Fredriksen en eignir hans eru metnar á 1.900 milljarða íslenskra króna. Í öðru sæti er hótelmógúllinn Olav Thon. Karlar skipa efstu 17 sæti list­ ans en ríkasta konan er Helene Odfjell í 18. sætinu. Eignir henn­ ar eru metnar á 6,5 milljarða norskra króna, 122,7 milljarða íslenskra króna. 500 milljónir tölva í hættu Talið er að um 500 milljónir tölva séu í hættu vegna hugbúnaðar­ galla sem hægt er að nota til að ná algjörri stjórn á tölvunum. Macintosh­tölvur frá Apple og tölvur sem nota Linux­stýrikerfið eru í hættu vegna þessa galla, sem er kallaður Shellshock. Hann er alvarlegri en gallinn sem fannst í apríl og nefndist Heartbleed. Gallinn fannst í hugbúnaði sem kallast Bash, sem er lykilfor­ rit í keyrslu netþjóna sem halda uppi að minnsta kosti helmingi internetsins. Forritið er á tölvum Apple og þeim sem keyra stýri­ kerfið Linux, og getur verið í notk­ un í bakgrunni án þess að not­ andinn geri sér grein fyrir því. Þá er forritið einnig í mörgum heim­ ilistækjum sem tengjast netinu, eins og snjallljósaperum, netbein­ um og jafnvel dyralásum. Talið er að forritið hafi inni­ haldið þennan galla allt frá árinu 1989 og jafnvel lengur, en hann uppgötvaðist þó ekki fyrr en ný­ lega. Gallinn gerir það að verkum að tölvuþrjótar geta lesið upp­ lýsingar, afritað og eytt skjölum og jafnvel keyrt forrit án þess að notandinn geri sér grein fyrir því. Allar viðkvæmar upplýsingar not­ anda eru því í hættu, hvort sem það eru lykilorð, persónuleg skjöl, bankaupplýsingar eða fleira. Enn sem komið er hefur Apple ekki gefið út nýja uppfærslu vegna gallans, en talið er að hún verði gefin út von bráðar. Jafnframt skal bent á að fái fólk tölvupóst vegna gallans getur þar verið um annars konar árás að ræða, þar sem hlaða þarf niður skjali eða gefinn er tengill á einhverja vefsíðu. Því þarf að hafa allan vara á, því hefð­ bundnar tölvuárásir geta átt sér stað á sama tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.