Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 26.–29. september 2014 Ég gefst aldrei upp Hann var sannkallaður eldhugi Fegin að hann er farinn Óli Geir gerir myndband og segir lífið ekki alltaf dans á rósum. – DV Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ekkja Jóhanns Péturs Sveinssonar, minnist Jóhanns. – DVAnna Guðjónsdóttir var í níu daga á sjúkrahúsi. – DV Strákarnir okkar í hvalnum A lllengi og við ýmis tæki- færi hafa hugtökin Við Ís- lendingar og réttur okkar Íslendinga verið notuð til að fylkja þjóðinni að baki tilteknum málstað oft byggðum á tilfinningum og sem valdhafar hafa viljað afla þjóðarfylgis við. Margir fjölmiðlar hafa svo notað sömu hugtök í fréttaflutningi sínum af viðkomandi málum. Hvalur hf. var stofnað 1948, og var fyrsta og eina hvalveiðiútgerðin í eigu íslenskra aðila sem gerði út á stórhvalaveiðar. Tveimur áratugum síðar var ofveiði á flestum hvala- tegundum staðreynd sem helstu hvalveiðiþjóðir heims tóku að horf- ast í augu við. Aukins þrýstings fór að gæta um allan heim um allsherj- arbann við viðskiptaveiðum á hval og tók það gildi með samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Nú er svo komið að aðeins eitt fyrirtæki í heiminum stendur í milliríkjaviðskiptum með afurðir af hvalategund á válista, Hvalur hf. sem rekið er og stjórnað af að- aleiganda þess Kristjáni Loftssyni. Kristján erfði fyrirtækið af föður sínum sem fékk aðstöðuna afhenta að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Takmarkaður áhugi Fram að þeim tíma var áhugi Ís- lendinga á hvalveiðum mjög tak- markaður. Reyndar er óhætt að fullyrða að óvíða í heiminum hafi andstaða við iðnaðarveiðar á hval verið meiri en einmitt á Íslandi. Frá 1880 og vel fram á tuttugustu öldina voru haldnir borgarafund- ir allt frá Eskifirði til Siglufjarðar þar sem veiðunum var mótmælt og smám saman mótaðist krafa um hvalveiðibann. Það var loks sam- þykkt árið 1913 af Alþingi sem fór þá með heimastjórnarvald. Það er engum blöðum um það að fletta að andstaðan við hvalveið- ar erlendra aðila við Ísland spilaði inn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga þótt þeim þætti hafi ekki verið gert hátt undir höfði. Hin djarfa ákvörðun Alþingis var til marks um sjálfstraust þjóðar sem var til- búin að bjóða gömlu herraríkjun- um, Noregi og Danmörku, birginn. Norðmenn voru enda æfir og beittu bæði Dani og Íslendinga miklum þrýstingi að fá að hefja veiðar við landið að nýju. Íslendingar stóð- ust þann þrýsting allt til ársins 1928 en gáfu þá eftir. Fljótlega eftir að Ís- lendingar afléttu banninu kom í ljós að Íslandssléttbaknum hafði verið útrýmt. 35 ríki mótmæla Mánudaginn 15. september mót- mæltu 35 ríki með formlegum hætti viðskiptaveiðum við Ísland. Í þess- um hópi eru nær öll helstu vina- og viðskiptaríki Íslands. Þetta er í fjórða sinn frá árinu 2006 sem veiðun- um er mótmælt með þessum hætti en aldrei fyrr hafa öll hin 28 ríki Evrópusambandsins verið í hópn- um ásamt með Bandaríkjunum. Þetta er óneitanlega til marks um að krafan um að íslensk stjórnvöld virði alþjóðalög og samþykktir fer vaxandi. Viðbrögð sjávarútvegs- og utanríkisráðherra gefa þó ekki til- efni til bjartsýni en helst má á þeim skilja að þeir telji frjáls félagasam- tök stýra utanríkisstefnu þessara 35 ríkja. Það hefur verið klókur leikur hjá þeim sem vilja nota hvalveiðarn- ar til að auka eigin áhrif og völd að tala stöðugt um þær sem hvalveið- ar okkar Íslendinga og rétt okkar Ís- lendinga til veiða á hval. Strákarnir okkar Strákarnir okkar í hvalnum hafa náð að skapa þá vænisýki að ef lát verði á hvalveiðum þá verði það þorsk- urinn næst eða eitthvað annað þótt nákvæmlega ekkert samband sé þar á milli. Þegar tugir hvalveiðiþjóða ákváðu að stöðva veiðar á hval á ofanverðri 20. öld hafði það engin áhrif á nýtingu annarra auðlinda innan lögsögu viðkomandi ríkja. Þannig verður það auðvitað líka hér þegar komist verður að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að láta hvalveiðarnar víkja fyrir stærri og mikilvægari hagsmunum. Og talandi um strákana okkar. Nú þegar hvalaskoðun hefur sannað sig svo um munar sem arð- bær atvinnugrein og jákvæð nýting hvalastofna við landið þá væri kannski ekki úr vegi að stjórnmála- menn færu að tala um hvalaskoðun okkar Íslendinga og rétt okkar Ís- lendinga til sjálfbærrar hvala- skoðunar í friði fyrir hvalveiðum. n Sigursteinn Másson fulltrúi IFAW á Íslandi skrifar Aðsent „Norðmenn voru enda æfir og beittu bæði Dani og Íslendinga miklum þrýstingi að fá að hefja veiðar við landið að nýju. Mest lesið á DV.is 1 Var nýflutt til Spánar Unga konan sem lést í borginni Algeciras á Spáni 16. september var rúmlega tvítug. Hún hafði nýlega flutt til Spánar og ætlaði að setjast að í borginni. 56.817 hafa lesið 2 Misskildi kosningar í Skotlandi Þingkonan Vigdís Hauksdóttir sýndi Skotum samstöðu á dögunum og mætti í Skotapilsi í vinnuna, en þeir kusu um hvort landið ætti að vera sjálfstætt frá Bretlandi á fimmtudag. Eitthvað virðist Vigdís þó hafa misskilið kosningarnar því miðað við stöðuuppfærslu hennar taldi hún að Skotar vildu sjálfstæði frá ESB. 46.542 hafa lesið 3 „Ég brást henni“ Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón Magnús Egilsson slasaðist alvarlega þegar hann féll af vélhjóli á dögunum en er staðráðinn í að ná bata. Hann segist hafa brugðist dóttur sinni. 42.916 hafa lesið 4 Gerðu grín að ummælum um múslima og mosku „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, horfið á hana. Engir múslimar og [… ógreinilegt orð …] fatl- aðir [?],“ sagði Guðfinna Jóhanna Guð- mundsdóttir, í samkvæmi hagfræði- og stjórnmálafræðinema þar sem hún birt- ist óboðin ásamt Vigdísi Hauksdóttur og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, síðastliðið föstudagskvöld. 38.958 hafa lesið 5 Skeljagrandabróðir flúinn til Algeciras Kristján Markús Sívarsson flutti til Algeciras á Spáni í upphafi mánaðar, stuttu eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að Voga- málinu. 36.942 hafa lesið 6 Arna Bára með Playboy á Jamaíku Hin 26 ára gamla Arna Bára Karlsdóttir er stödd þessa dagana á hinni fallegu eyju Jamaíku þar sem hún situr fyrir á ljósmyndum fyrir Playboy. 33.697 hafa lesið Myndin Green Cooler Flutningaskipið Green Cooler, sem strandaði í Fáskrúðsfirði í vikunni, liggur nú laskað við festar í Sundahöfn og bíður þess sem verða vill. Mynd SIGTryGGur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.