Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 26.–29. september 201454 Fólk
Eyjólfur Kristjánsson missti húsið
Húsnæðislánið stökkbreyttist
Þ
ann 10. september síðast
liðinn var hús Eyjólfs Krist
jánssonar tónlistarmanns
tekið til gjaldþrotaskipta. Í
viðtali við DV í ágúst 2013,
sagðist hann hafa fundið mikið
fyrir hruninu og yrði ekki hissa ef
hann missti húsið. „Ég reyndi að
vera skynsamur og tók íslenskt lán,
það hefur stökkbreyst og er engin
leið að ég ráði við afborganirnar af
því. Hús er bara hús og það mun
örugglega fara á endanum en ég
hræðist það ekki,“ sagði hann í við
talinu. Eins sagði hann að þeir sem
tóku innlend lán sætu eftir með sárt
enni og tómar buddur, á meðan
þeir sem tóku erlend lán fengu leið
réttingu strax. Nokkrum mánuðum
eftir viðtalið var tekið boðaði ríkis
stjórnin miklar skuldaleiðréttingar
og einmitt fyrir fólk sem ekki hafði
fengið leiðréttingar áður. Virðist
leiðréttingin hafa komið of seint
fyrir Eyjólf. Hann vildi ekki tjá sig
um málið þegar DV hafði samband
við hann.
Eyjólfur er einn ástsælasti tón
listarmaður landsins og hefur átt
marga vinsæla smelli eins og Álf
heiði Björk sem hann söng með
Birni Jörundi, Draum um Nínu sem
hann söng með Stefáni Hilmars
syni og Danska lagið með Bítlavina
félaginu. Hann hefur ætíð unnið að
tónlist en hann segir að það sé nær
ómögulegt að lifa af þeirri vinnu
á Íslandi. „Það er mikið hark, mér
var boðið að selja höfundarrétt
inn að lögunum mínum, en ég
hafði engan áhuga á því. Þetta voru
ekki háar fjárhæðir og mér þótti
skemmtilegra að innheimta mín
stefgjöld 10. desember ár hvert,“
sagði hann í fyrrgreindu viðtali. n
helgadis@dv.is
Eyjólfur
Kristjánsson
Söngvarinn
hefur misst
húsið sitt.
Orðinn faðir
Hamingjuóskum rignir yfir
íþróttafréttamanninn Hauk
Harðarson og fjölskyldu hans
þessa dagana, en hann er orðinn
faðir. Haukur og kærasta hans,
Bryndís Ýrr Pálsdóttir lögfræði
nemi, eignuðust son síðastliðinn
mánudag. Hann er fyrsta barn
þeirra beggja.
Haukur hefur starfað sem
íþróttafréttamaður hjá RÚV frá
árinu 2010. Þá hefur hann einnig
komið að þáttagerð og meðal
annars verið annar umsjónar
manna Skólahreysti.
Þess má geta að Haukur er
einnig barnabarn Guðrúnar
Helgadóttur rithöfundar og eign
aðist einn ástsælasti barnabóka
höfundur landsins því einnig
barnabarnabarn í vikunni.
„Við erum hérna líka“
n Hanna Rún heimsótti tengdafjölskylduna n Kennir konum dans í Baðhúsinu
M
ér finnst bara eins og ég
fari aftur í tímann þegar
ég fer þangað. Hvernig
fólk klæðir sig, hús
in og allt – þetta minnir
á myndir frá því þegar mamma og
pabbi voru ung,“ segir Hanna Rún
Óladóttir dansari sem er nýkomin
heim frá Rússlandi þar sem hún
heimsótti tengdafjölskyldu sína.
Eiginmaður Hönnu Rúnar er
rússneski dansarinn Nikita en hann
er frá smábænum Penza. „Penza
flokkast sem smábær en þarna búa
um 700 þúsund manns. Þetta var
frábær ferð,“ segir Hanna Rún en
fjölskyldan dvaldi í landinu í fjórar
vikur.
Góður í fluginu
Hanna Rún segir soninn, Vladimir
Óla, hafa notið sín á ferðalaginu.
„Það er samt voðalega gott að koma
heim aftur enda mikill farangur sem
fylgir því að ferðast með svona lítið
kríli. Hann var svo góður í fluginu,
bara svaf og drakk. Flugfreyjurnar
dáðust alveg að honum.“
Hún segir tengdafjölskyldu sína
strax hafa fallið fyrir nýjasta fjöl
skyldumeðlimnum. „Við Nikita
gleymdumst svolítið. Þau sáu bara
hann svo við vorum bara: „Við erum
hérna líka“. Það falla allir fyrir hon
um enda svo yndislegur og mikill
draumur,“ segir hún brosandi.
Kennir dans
Litla fjölskyldan er búsett á Ís
landi þessa stundina en að sögn
Hönnu Rúnar stefna þau á að setj
ast að annars staðar í framtíðinni.
„Við erum svona að spá í að flytja
á næsta ári. Út frá dansinum væri
best að búa annars staðar. Við erum
svona að velta þessu fyrir okkur. Það
er svo margt sem þarf að íhuga, eins
og tungumál, skólar, leikskólar og
barnapíur.“
Nikita er á fullu að kenna dans
og Hanna Rún mun hefja nýtt nám
skeið í Baðhúsinu innan skamms.
„Ég er að fara að kenna dansfit
ness hjá Lindu. Þetta er námskeið
fyrir allar konur sem vilja prófa eitt
hvað skemmtilegt og hafa gaman af
dansi. Sjálfri finnst mér svo leiðin
legt í ræktinni og vildi því bjóða upp
á eitthvað öðruvísi. Aðalatriðið er
nefnilega að manni finnist hreyf
ingin skemmtileg,“ segir hún og
bætir við að hún sé óðum að komast
í form eftir fæðinguna. „Þetta er búið
að vera hrikalega erfitt, ég viður
kenni það alveg. Ég var líka óheppin,
fékk sýkingu í brjóstin og var mjög
veik. Þetta tekur sinn tíma. Það þýðir
hins vegar ekkert elsku mamma. Við
erum byrjuð að dansa aftur og ég
ætla að koma mér í form og þá geri
ég það bara,“ segir hún ákveðin.
Fleiri börn seinna
Aðspurð segir hún frekari barn
eignir ekki á dagskrá í nánustu fram
tíð. „Okkur langar í fleiri börn en
ekki alveg strax. Vladimir Óli mun
eignast systkini en fyrst fær hann að
njóta þess að vera einkabarn í ein
hvern tíma.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Falleg mæðgin Hanna
Rún og Vladimir Óli nutu
tímans í Rússlandi en þau
dvöldu þar í fjórar vikur.
Mynd Úr EInKasaFnI
Fjölskyldan Hanna Rún og Nikita ætla ekki að setjast að á Íslandi til frambúðar. Mynd Úr EInKasaFnI
„Við erum byrjuð
að dansa aftur
og ég ætla að koma
mér í form og þá geri
ég það bara
Snúinn aftur
til Búlgaríu
Knattspyrnumaðurinn Garðar
Gunnlaugsson og kærastan
hans, verslunarstjórinn Alma
Dögg Torfadóttir, njóta nú lífsins
í Búlgaríu. Garðar bjó á sínum
tíma í höfuðborginni þegar hann
spilaði fótbolta með CSKA Sofia
og getur því veitt sinni heittelsk
uðu leiðsögn um borgina. Garð
ar og Alma Dögg eiga von á sínu
fyrsta barni saman en Alma Dögg
er komin rúmar 13 vikur á leið.
Endurfundir
D2: Mighty
Ducks
Leikarar D2: Mighty Ducks hitt
ust nýverið vegna tuttugu ára
afmælis myndarinnar. María
Ellingsen lét sig ekki vanta þó
Emilio Estevez, Kenan Thomp
son og Joshua Jackson gerðu það.
Þrátt fyrir það þá endurgerðu þau
hið fræga Flying V og er augljóst
að þau hafa haft mjög gaman af
endurfundunum. D2: Mighty
Ducks er af mögum talin besta
mynd þríleiksins en enn sem
komið er hefur ekki fengist stað
fest hvort fjórða myndin verði
gerð. Framleiðandi myndanna,
Jordan Kerner, segir kvikmynda
ver hafa áhuga á að gera enn eina
mynd þó að engar samningavið
ræður hafi formlega hafist.