Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 52
52 Fólk Helgarblað 26.–29. september 2014 Ný plata í vinnslu Söngkonan Kelly Clarkson vinnur nú að nýrri plötu sem mun koma út snemma á næsta ári. Þetta staðfesti hún á samskiptavefnum Twitter um síðustu helgi. Í fyrstu sendi hún út óræð og djúp skila- boð en síðar kom í ljós að þau innihalda laglínu af næstu plötu. Þegar aðdáandi spurði hana nán- ar út í plötuna svaraði hún: „Ég er svo stolt af næstu plötu. Mögulega inniheldur hún sérstakan gest … kannski :) Hún kemur ekki út fyrr en snemma á næsta ári.“ Clarkson hefur ekki sent frá sér nýtt efni síðan árið 2011, ef frá er talin jólaplata árið 2012, og er því óhætt að segja að aðdá- endur hennar bíði í ofvæni eftir næstu plötu. Sáttar í barnleysi n Stjörnurnar nefna margar ástæður fyrir að eignast ekki börn Alheimspressan virðist afskaplega upptekin af því hvort að nafntogaðar konur séu að eignast börn eða ekki. Allir miðlar fluttu fréttir af því þegar Vilhjálmur krónprins og Katrín kona hans tilkynntu að þau ættu von á sínu öðru barni. En upp á síðkastið hafa konur farið að tala meira um það að eiga ekki börn. helgadis@dv.is  Jennifer Aniston „Við höfum ekki áhyggjur af því að eignast börn, ég er bara spurð að þessu í viðtölum eða á rauða dreglinum. Þetta eru óþarfa spurningar því ástæður þess að fólk eignast ekki börn geta verið margar. Það er val hvers og eins hvort viðkomandi vilji börn í lífi sínu eða ekki.“ – Jennifer Aniston, ágúst, 2013  Cameron Diaz „Það er mun meiri vinna að eiga börn, að hafa annað líf en þitt eigið sem þú berð ábyrgð á. Ég ákvað að eignast ekki börn og lífið varð auðveldara fyrir vikið, þó að það hafi ekki verið einföld ákvörðun. Börn þurfa athygli á hverjum degi í allavega 18 ár. Ég vil vernda fólk en ég hef aldrei fundið þörf til að verða móðir. Ég er sú sem ég er og lífið er gott akkúrat núna. Ég hef gert ýmislegt og mér er alveg sama.“ – Cameron Diaz, ágúst, 2014.  Kim Cattrall „Ég er kona á ákveðnum aldri sem hef aldrei eignast börn eða ílengst á einum stað. Ég hef gaman af börnum en ekki lengi í einu. Mér finnst þau krúttleg, fyndin og ljúf en svo fæ ég hausverk.“ – Kim Cattrall, apríl, 2008.  Anjelica Huston „Mig hefur oft langað í börn en ég hef líka verið þakklát fyrir að eiga þau ekki. Ég fer í keng ef ég þarf að fara frá hundinum mínum í meira en fimm daga. Ég veit ekki hvernig ég gæti kvatt börnin mín á morgnana til að fara að vinna. Það eru konur sem geta það en ég er ekki viss um að ég gæti það.“ – Anjelica Huston, nóvember, 2011  Betty White „Ég hef aldrei séð eftir því að eignast ekki börn. Ég veit að ef ég hefði orðið ólétt þá hefðu barneignir átt hug minn allan. En ég ákvað að eignast þau ekki því ég vildi einbeita mér að ferlinum mínum og ég veit að ég hefði ekki getað haldið athyglinni við bæði barneignir og ferilinn.“ – Betty White, maí, 2011.  Katharine Hepburn „Ég hefði verið hræðileg móðir því ég er í rauninni afskaplega sjálfselsk manneskja. Ekki að það hafi stoppað fullt af fólki í að eignast börn.“ – Katharine Hepburn, í ævisögu hennar, 2003.  Dolly Parton „Ég ólst upp í stórri fjölskyldu þar sem átta krakkar voru yngri en ég. Nokkur systkina minna komu svo og bjuggu hjá mér þegar ég flutti að heiman. Ég elska börn systkina minna líkt og mín eigin barnabörn og nú á ég jafnvel langömmubörn! Ég hugsa oft að það hafi ekki verið mín örlög að eignast börn en í staðinn get ég átt eitthvað í öllum börnum.“ – Dolly Parton, maí, 2014  Oprah Winfrey „Ef ég ætti börn þá myndu þau hata mig … Þau hefðu endað í svipuðum þætti og mínum, að tala um mig; eitthvað í lífi mínu hefði orðið undir og það hefði örugglega verið börnin.“ – Oprah Winfrey, desember, 2013  Gloria Steinem „Ég er fullkomlega sátt við að eiga ekki börn. Ég meina, það þurfa ekki allir að lifa sama lífinu. Eins og einhver sagði: „Allir þeir sem eru með móðurlíf þurfa ekki að eignast börn, ekki frekar en allir þeir sem eru með raddbönd þurfa að vera óperusöngvarar“.“ – Gloria Steinem, október, 2011  Helen Mirren „Það voru ekki örlög mín að eignast börn. Ég hélt alltaf að það myndi gerast einn daginn, en það gerðist aldrei og mér var alveg sama hvað fólki fannst. Það voru bara leiðinlegir, gamlir karlar sem spurðu mig hvort ég ætti börn. Þegar ég sagði „nei“ þá sögðu þeir alltaf: „Ha? Engin börn? Jæja, þú verður að fara að flýta þér, gamla!“, ég sagði þeim bara að fara þangað sem sólin skín aldrei!“ – Helen Mirren, febrúar, 2013 Safakúrar óþarfir Safakúrar eru afar vinsælir hjá stjörnum fyrir verðlaunaaf- hendingar, en leikkonan Julianne Moore segir þá algjörlega til- gangslausa. „Ég fór á safakúr fyrir eina Golden Globe-hátíð- ina, ég var á honum í þrjá daga og eina þyngdin sem ég missti var úr hausnum á mér!“ Í nýjasta tölublaði New Beauty Magazine prýðir Julianne forsíðuna en í blaðinu talar hún meðal annars um hvernig hún heldur sér ung- legri og segir hún sólarvörn, vatn, andlitsolíur frá L‘Oreal og litla saltneyslu hjálpa til. Til að halda sér í formi hleypur hún og lyftir léttum lóðum heima hjá sér. Jeremy Renner kvæntur Jeremy Renner, sem leikur Hawkeye í Avengers-myndun- um, hefur staðfest við netmið- ilinn Capitol File að hann hafi kvænst kærustu sinni, kanadíska módelinu Sonni Pacheco, en þau eiga 17 mánaða dóttur saman. Ástæða þess að hann hélt þessu leyndu er að hann vildi vernda einkalíf fjölskyldu sinnar. „Það er pirrandi þegar ég er eltur þegar ég er með fjölskyldunni. Það hef- ur mikið verið talað um mig en því minna sem ég segi því minna veit fólk og það virðist gera mig áhugaverðari.“ Hann sagði bestu ákvörðun sína hafa verið að bíða með að eignast barn, en hann er 43 ára að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.