Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 26.–29. september 201438 Lífsstíll Tækni Litla Uber-þúfan veltir þungu hlassi Á rið 2009 höfðu þeir Travis Kalanick og Garrett Camp fengið nóg af því hve erfitt var að finna leigubíl í mið- borg San Francisco. Báðir höfðu þeir starfað sem frumkvöðl- ar í tölvu- og tæknigeiranum og Camp hafði nýlega selt leitarvélina Stumble Upon til eBay. Hann var því í leit að nýju verkefni og ákvað að tækla vandamálið – að finna leigu- bíl á skömmum tíma. Smáforritið Uber varð til í byrjun ársins 2010 og síðan þá hefur það vaxið á ótrúleg- um hraða. Í dag er fyrirtækið metið á yfir tvo milljarða króna og stofnandi Plain Vanilla, Þorsteinn B. Friðriks- son, sagði í fyrirlestri á dögunum að verðmæti stórútgerðarinnar HB Granda væri aðeins 1/40 af virði Uber. Hvað veldur því að fyrirtækið verður svona stórt og hvernig hef- ur lagaumhverfið haft áhrif á fram- gang fyrirtækisins Uber, sem í dag er svo miklu meira en bara smá- forrit í síma. Að undanförnu hefur DV fjallað um leigu á einkabílnum til einstaklinga, þar sem hugtak- ið jafningjaleiga hefur verið til um- fjöllunar. Það er nokkuð ólíkt hug- mynd Uber, þar sem sú hugmynd snýst um að einkabíllinn sé leigður til annarra án bílstjóra. Þannig má komast hjá því að þurfa að eiga bíl, en í tilfelli Uber snýst hugmyndin um að gera leigu á bíl með bílstjóra sem skilvirkasta. Vildu geta leigt limmósínu með hraði Það var á ráðstefnu í París árið 2008 sem stofnendurnir Kalanick og Camp fengu hugmyndina fyrst. Camp vildi geta leigt lúxusbíla með hraði og datt í hug að búa til þjón- ustu þar sem hægt var að leigja lim- mósínu með bílstjóra og deila henni með öðrum á sem auðveldastan máta. Sú hugmynd þróaðist fljótt yfir í UberCab og í janúar árið 2010 var forritið komið í prófanir hjá þeim félögum og vinum þeirra. Það var svo í júlí sama ár sem forritið var opinberlega komið inn í Appstore hjá Apple og notendur gátu náð í það. Þóknun byggir á einkunn viðskiptavinar Forritið virkar þannig að notandinn sendir inn beiðni í gegnum smá- forritið UberCab. Snjallsíminn finn- ur staðsetningu notandans og út frá henni fer beiðni til ökumanna í ná- grenninu. Sá sem samþykkir beiðn- ina keyrir síðan til notandans, sem er búinn að merkja inn áfangastað sinn á meðan hann bíður eftir bíln- um. Ökumaðurinn lætur svo vita þegar hann er kominn og þegar not- andinn sest inn í bílinn ýtir hann á takka í smáforritinu, sem segir að hann sé lagður af stað. Ökumaður- inn er líka með smáforritið hjá sér, og ýtir á takka sem segir að ferðinni sé lokið þegar áfangastað er náð. Þá fer greiðslan fram í gegnum for- ritið, þegar UberCab gjaldfærir á kreditkort sem notandinn er búinn að setja inn upplýsingar um. Kostn- aðurinn er mældur út frá kílómetra- fjölda og tímalengd ferðarinnar. Þóknun ökumannsins frá Uber er svo einnig byggð á umsögn not- andans, sem gefur honum einkunn að ferðinni lokinni. Þannig fær hann betur borgað sé einkunnin hærri og leggur sig því meira fram við að veita góða þjónustu. Verðið hækkar einnig eftir því sem eftirspurn eykst, en það kemur þá skilmerkilega fram þegar bíll er pantaður. Deildu um regluverk Í október fékk fyrirtækið bréf frá yfir völdum í Kaliforníu, þess efn- is að fyrirtækið skyldi stöðva starf- semi þegar í stað. Ástæðan var sú að þeir virtust starfa sem leigubílafyrir- tæki án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Kalanick og félagar héldu því hins vegar fram að þeirra starfsemi heyrði ekki undir regluverkið um leigubílafyrirtæki, sem venjulega eiga sína bíla og eru með bílstjóra í vinnu hjá sér. Það er það sem að- greinir Uber frá öðrum, bílstjórarnir þurfa sjálfir að hafa leyfin til að keyra gegn gjaldi og eiga bílana sjálfir. Uber er í raun ekkert annað en miðlun. Fyrirtækið starfar hins vegar með öðrum fyrirtækjum sem bjóða upp á leigubílaþjónustu eða skutl á eðalvögnum. Sömdu um sektina „Í hverri borg sem við förum til mun á endanum einhver af reglu- vörðunum búa til einhverja ástæðu svo hægt sé að halda okkur frá því að byrja með, eða viðhalda okk- ar rekstri,“ sagði Kalanick á ráð- stefnu árið 2012. Þetta hefur þó ekki verið raunin í öllum ríkjum Banda- ríkjanna, því sums staðar var hug- myndinni vel tekið og reglunum var breytt á þann veginn að þær næðu utan um starfsemi fyrirtækisins og annarra af sama toga, án þess að banna hana. Fyrirtækið var aftur á móti sektað um rúmlega tvær millj- ónir af samgönguyfirvöldum í Kali- forníu árið 2012, en náði síðan samkomulagi við þau um að fyrir- tækið mætti halda áfram rekstri sín- um. Í kjölfarið var einnig fallið frá sektinni og í samkomulaginu seg- ir að starfsemi fyrirtækja á borð við þeirra myndi verða gerð lögleg, sem var og gert. Með þessu var grunnur- inn lagður að samkomulagi við samgönguyfirvöld í öðrum ríkjum sem höfðu sett sig upp á móti starf- semi fyrirtækisins. Uber gegn Taxi Þetta var þó ekki eina vandamál Uber, því leigubílafyrirtækin hafa sett sig mjög upp á móti Uber. Kala- nick sat fyrir svörum á ráðstefnu í vor og gekk hann svo langt að segja að þeir ættu í stríði við hina hefðbundnu leigubílstjóra. „Við erum í pólitískri herferð, þar sem okkar frambjóðandi er Uber og and- stæðingurinn er hálfviti sem kall- ast Taxi. Engum líkar vel við hann, hann hefur ekki góðan karakter, en hann er svo samofinn hinum póli- tíska heimi að margir eiga inni hjá honum greiða,“ sagði Kalanick. Uber hefur fært út kvíarnar erlendis og hefur fyrirtækinu verið harð- lega mótmælt af leigubílstjórum í Englandi og Frakklandi svo dæmi séu tekin. Kalanick sagði við sama tækifæri: „Við verðum að láta sann- leikann koma fram um hve hættuleg og illgjörn leigubílahliðin á þessum bransa er.“ Risasmáforrit Ekki er útlit fyrir að Uber sé á leið til Íslands á næstunni, en um það er þó lítið hægt að fullyrða. Gera má ráð fyrir því að markaðurinn á Íslandi sé kannski ekki nægjanlega stór til þess að Uber geti hugsað sér að vera með starfsemi hér. Hugmynd þeirra félaga um að umbylta leigu- bílabransanum er enn í fullu fjöri og það virðist sem þetta smáforrit sé að gera nákvæmlega það sem þeir sáu fyrir sér. Baráttan við hagsmuna- aðilana er enn til staðar en Uber er komið til að vera, og í raun er það rangnefni að kalla þetta smáforrit. Setningin ódauðlega úr myndinni með Allt á hreinu á hér vel við um Uber: „Ég hef aldrei komið inn í hús sem er svona lítið að utan en stórt að innan.“ n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Við verðum að láta sannleikann koma fram um hve hættuleg og illgjörn leigubílahliðin á þessum bransa er. Ósáttir leigubílastjórar Leigubílstjórar hafa margir hverjir verið ósáttir við Uber, ekki síst vegna þess að þeir telja að illa sé staðið að tryggingamálum. Það hefur gefið leigubílafyrirtækjum aukinn kraft í baráttu sinni gegn Uber. MynD ReUTeRS n Vilja gjörbylta leigubílabransanum n Smáforrit sem er 40-falt verðmætara en HB Grandi Vilja umbylta leigubílabransanum „Við erum í pólitískri herferð, þar sem okkar fram- bjóðandi er Uber og andstæðingurinn er hálfviti sem kallast Taxi.“ MynD ReUTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.