Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 26.–29. september 2014 Lífsstíll 39 Er vinnufélaginn að ganga af þér dauðum? Við þekkjum þetta öll – pirrandi samstarfsfólk sem við erum dæmd til að eyða deginum með. Rithöfund- urinn Alison Green, sem er sérfræðingur í mannauðs- stjórnun og bloggari á vefsíðu ráðningarfyrirtækisins The Muse, hefur skilgreint sjö algengustu og erfiðustu týpurnar og komið með ráð til að tækla þær. 1 Einokarinn Gangi ykk-ur vel að halda stuttan fund og hvað þá að halda dagskrá þegar þessi týpa er í fundarherberginu. Ef einhver opnar munninn þarf ein- okarinn að koma sinni skoðun á framfæri varðandi allt og ekkert sem fram hefur komið. Hann gjarnan veður úr einu í annað og þekkir ekki sinn vitjunartíma. Hvernig tæklar þú hann? Láttu heyra í þér. Þeir sem einoka fundi komast upp með það af því að enginn tekur af skarið og bein- ir spjallinu annað. Vertu hetjan í hópnum og bjargaðu fundinum einfaldlega með því að segja: „Við verðum að komast yfir öll mál á dagskrá svo við verðum að snúa okkur að næsta máli.“ „Við höfum aðeins hálf- tíma fyrir þennan fund svo ég held að fólk ætti að bíða með athugasemd- ir þar til fundinum lýkur.“ „Þetta er merkilegt umfjöll- unarefni en hins vegar erum við komin af sporinu. Höldum áfram að fjalla um X.“ Þú gætir líka íhugað að tala við einokarann fyr- ir fundinn og sagt eitthvað á þessa leið: „Við höfum átt erfitt með að halda einbeitingu á síðustu fund- um og höfum því farið langt fram úr tímaáætlun. Ertu til í að hjálpa mér við að halda dagskránni réttri?“ 2 Slettirekan Slettirek-an krefst meiri upplýsinga um líf þitt en þú kærir þig um að deila og gefur sig ekki fyrr en hún hef- ur fengið að vita allt um ástalíf þitt, heilsuna og jafnvel hugmyndir um barneignir. Þetta eru þeir sem spyrja þig hvort þú sért ófrísk eða hvort þú sért að reyna, og velta gjarnan fyr- ir sér öllum ákvörðunum sem þú tekur. Hvernig tæklar þú hana? Það mikilvægasta er að muna að þú þarf ekki að deila persónuleg- um smáatriðum ef þú vilt það ekki. Margir vilja ekki vera dónalegir en það er ekkert dónalegt við það að neita að blaðra um sitt allra heilagasta. Það er allt í lagi að gera sletti- rekunni kurteislega en ákveðið grein fyrir að sumt viltu eiga fyrir þig. Þú gætir haft þess- ar setningar til hlið- sjónar: „Þetta er ótrúlega persónuleg spurning.“ „Af hverju viltu vita það?“ „Mér finnst óþægilegt að ræða þetta.“ „Ég vil ekki tala um ástalíf mitt/val mitt á getnaðarvörnum/væntanlega skurðaðgerð.“ 3 Sá lati Á meðan þú þræl-ar hangir sá seini í símanum sínum, skipuleggur að gamni sínu draumafótboltaliðið sitt eða horfir á öll kattarmyndbönd á YouTube sem hann finnur. Þú og allir aðrir starfs- menn vita að hann er ekki að skila sínu en einhverra hluta vegna kemst hann upp með það. Hvernig tæklar þú hann? Þú hefur tvo valmöguleika. Þú get- ur horft fram hjá letinni eða sagt hug þinn. Það gæti verið að yf- irmaðurinn taki hrein- lega ekki eftir þessu en svo gæti einnig verið að hann sé að taka á málinu á bak við tjöldin. Svo kem- ur þér þetta kannski ekki beint við – svo lengi sem leti hans hef- ur ekki áhrif á þína vinnu. Ef leti vinnufélaga verður til þess að auka álagið hjá þér þá ættir þú að taka málin í þínar hendur. Spjallaðu við þann lata. Ef það hefur engin áhrif verður þú að upplýsa yfirmann þinn um stöðuna. Mundu bara að halda fókusnum á því hvernig þetta hefur áhrif á þína vinnu. 4 Skrafskjóðan Skraf-skjóðan talar. Mikið. Þessar týpur eru sérstaklega duglegar að plata þig í langar samræður þegar þú þarft að skila verkefni eða ert á leiðinni heim úr vinnu og þær skilja ekki þegar þú reynir að eyða sam- talinu. Þetta eru oft góðu týpurn- ar sem verður til þess að þú fyllist samviskubiti þegar þú hörfar í burtu þegar þú sérð þær nálgast. Hvernig tæklar þú hana? Mundu að þér er ekki skylt að láta einhvern eyða mikilvægum tíma þínum og að það er í fínu lagi að útskýra að þú getir ekki spjallað. Prófaðu eitthvað af þessu: „Ég er að drífa mig með verkefni. Má ég kíkja á þig þegar ég hef tíma?“ „Ég þarf að hlaupa á fund.“ „Ég er orðinn of seinn. Tölum um þetta seinna.“ Þú gætir líka sett tímamörk á spjall- ið með því að segjast aðeins hafa mínútu til að spjalla vegna anna eða veifað blöðunum sem þú heldur á og sagst þurfa að skila þessu á rétt- an stað. 5 Sá fúli Ef þú hefur ein-hvern tímann unnið með ein- hverjum sem hreinlega smita frá sér neikvæðni veistu hversu hversu erfitt er að eiga við þá samskipti. Til- lögur, ný verkefni, nýir starfsmenn og sérstaklega nýir yfirmenn – þetta er allt ömurlegt í augum þess fúla. Og þeir sjá til þess að þú vit- ir það. Hvernig tæklar þú hann? Ef þú ert yfirmaður þess fúla skaltu tala við hann. Annars getur nei- kvæðnin breiðst út um skrifstofuna. Ef þú ert ekki yfirmaður er best að tækla neikvæðni með húmor. Ef þú getur séð þennan vinnufélaga sem þinn eiginn Stanley úr The Office muntu eiga auðveldara með að um- bera hann. Mundu bara að ham- ingjusamir einstaklingar haga sér ekki svona. Ef þér tekst að hafa smá samúð með þeim fúla gætir þú átt auðveldara með að þola hann. 6 Hávaðaseggurinn Þú ert að reyna að ein- beita þér en hávaðaseggur sem hlær og skríkir ger- ir það ómögulegt. Há- vaðaseggurinn er líka sá sem leyfir öllum að hlusta á öll símtöl sín, hækkar reglulega í út- varpinu eða neitar að hætta að blístra. Hvernig tæklar þú hann? Ef lætin hafa áhrif á vinnuna er best að tala hreint út. Fæstir hávaða- seggir gera sér grein fyrir að þeir séu að trufla. Ekki bölva í hljóði, tjáðu þig. Þú gætir sagt eitthvað á þessa leið: „Ertu til í að lækka tónlistina. Ég get ekki einbeitt mér. Takk.“ „Þú gerir þér ekki grein fyrir hvað það er truflandi að þú takir öll símtöl með kveikt á hátalaranum. Ég heyri varla í eigin viðmælendum. Getur þú slökkt á hátalaranum?“ Ef þú ert ef- ins um að þú eigir að segja hug þinn skaltu muna að sjálfur myndir þú vilja vita ef þú værir að trufla. Flest- ir eru sama sinnis. Svo er afar sjálf- sögð krafa að geta unnið vinnuna sína án truflunar. 7 Beturvitringurinn Herra beturvitringur hef- ur skoðun á öllu og elskar að segja þér hvernig þú átt að vinna vinnuna þína, hvað þú sagðir vitlaust á fund- inum, af hverju viðskiptavinum þín- um muni ekki líka hugmyndir þínar og jafnvel hvers skyns launahækkun þú munt fá í ár. Hvernig tæklar þú hann? Kraftur beturvitringsins liggur í athyglinni sem þú gefur honum. Næst þegar hann ákveður að deila með þér visku sinni óumbeðið skaltu ekki veita því neina athygli. Ef þér finnst þú verða að svara varastu þá að gleðja hann með því að stofna til samræðna. Í staðinn getur þú einfaldlega sagt: „Takk, ég pæli í því.“ Þú getur líka notað að- ferðir til að koma í veg fyrir að hann byrji. Skiptu um umræðuefni eða afsakaðu þig og láttu þig hverfa. Spjallaðu við þann lata Ef það hefur engin áhrif verður þú að upplýsa yfirmann þinn um stöðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.