Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 26.–29. september 201440 Lífsstíll Komdu ástinni á óvart Óvæntir atburðir halda okkur hamingjusömum, samkvæmt nýrri rannsókn. Tveir þriðju Breta segja að hugulsamar óvæntar uppákomur af hálfu ást- vina geri þá helst hamingjusama. Flestir vildu að búið væri að elda óvænta máltíð fyrir þá þegar þeir kæmu heim úr vinnunni. Í öðru sæti var óvæntur te- eða kaffibolli á slæmum degi. Í þriðja sæti er óvænt orðsending frá ástvini í veskið eða undir kodd- ann. Fjórði vinsælasti óvænti atburðurinn er ef einhver væri búinn að klára heimilisverkin áður en vinnudeginum lyki og í fimmta sæti er að fá send blóm í vinnuna. C-vítamín gott gegn streitu Rannsókn, sem gerð var við Alabama-háskólann í Banda- ríkjunum, staðfestir jákvæð áhrif C-vítamíns gegn streitu. Viðvarandi streita, hvort sem hún er vegna daglegs álags eða atburða á borð við að missa vinnu, heimili eða ástvin, hef- ur áhrif á líkamsstarfsemina. Nýrnahetturnar framleiða meira af streituhormónum og adrena- líni sem verður til þess að við verðum örmagna, missum hár, fáum bólur, vöðvabólgu og verðum líklegri til að fá flensu, kvíða eða þunglyndi. Rannsakendur komust hins vegar að því að C-vítamín dreg- ur úr viðbrögðum líkamans við streitu og verndar á sama tíma nýrnahetturnar. Mjólkurvörur gegn offitu Aukin neysla á mjólkurvörum gæti leitt til minni líkamsfitu, lægri BMI-stuðuls og jafnvel lengra lífs. Ný rannsókn frá Monash-háskólanum í Ástralíu leiddi þetta í ljós. Heilsa og mat- arvenjur fjögur þúsund Kínverja voru rannsakaðar en eins og kunnugt er inniheldur hefðbund- ið kínverskt mataræði ekki mikið af mjólkurvörum. Í ljós kom að þeir sem borða engar mjólkur- vörur voru með hærri BMI-stuð- ul, meiri líkamsfitu, hærri blóð- þrýsting og jafnvel minni lífslíkur en þeir sem borða mjólkurvörur allt að sjö sinnum á viku. Þess má geta að niðurstöðurn- ar eru í takt við aðrar rannsóknir um áhrif mjólkurvara á heilsu. Í amstri hversdagsins er auðvelt að gleyma litlu hlutunum sem halda sambandinu gangandi. Mörg pör átta sig hins vegar ekki á því að það þarf yfirleitt ekki mikla fyrir- höfn til þess að bæta sambandið svo um munar. Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta mestu máli. Eftir- farandi eru tíu leiðir til þess að bæta sambandið en þær birtust nýlega í bandaríska tímaritinu TIME. 1 Slökkvið á símanum Ef þú átt það til að festast á Face- book á matmálstíma er kominn tími til að slökkva á símanum. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á neikvæð áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Í grein TIME segir að algengt sé að fólk líti frekar á símann í stað þess að leysa ágreiningsefni þegar þau koma upp. Slíkt auki fjarlægð milli ástvina. 2 Farið í rúmið á sama tíma Ef ykkur finnst þið aldrei eiga lausa stund saman gæti verið þjóð- ráð að fara í háttinn á sama tíma. Jafnvel þótt að þú sért nátthrafn þá gætir þú læðst fram úr þegar maki þinn er sofnaður. Passið ykkur líka á að fá nægan svefn því rannsóknir hafa sýnt fram á að svefnleysi eykur líkur á rifrildum. 3 Helltu upp á kaffi fyrir maka þinn Eins og áður segir þarf yfirleitt ekki mikil rómantísk tilþrif til þess að heilla makann. Það gæti verið nóg að hella upp á kaffi fyrir hann á morgnana. Rannsóknir sýna að regluleg, hugulsöm uppá- tæki auka ánægju í sambandi. Eftir langan tíma í sambandi fer fólki oft að finnast sem því sé tekið sem sjálfsögðum hlut. Þessir litlu hlutir koma í veg fyrir það. 4 Rifjið upp fyndin augnablik Pör sem kunna að hlæja saman, til dæmis að því sem af- greiðslumaðurinn sagði við ykkur í búðinni, eru samkvæmt rannsókn- um hamingjusamari en þau sem minnast ánægjulegra augnablika án þess að hlæja. Hláturinn lengir sambandið. 5 Hreyfið ykkur Hreyfing losar endorfín, svokallað gleðihormón líkamans, og endorfín eykur einnig kyn- ferðis- lega örvun. Athafnir á borð við fjallgöng- ur, hlaup og hjólreiðar geta þannig aukið ástríðuna í sambandinu. Ekki væri verra ef þið hefðuð tök á að hreyfa ykkur saman. 6 Prófið eitthvað nýtt Pör sem eru óhrædd við að prófa eitthvað nýtt saman eru hamingjusamari samkvæmt rannsókn sem birtist í fræðitímaritinu Journal of Personality and Social Psychology. Ekki er nauðsynlegt að fara út í neinar öfgar á borð við fallhlífarstökk eða safaríferð. Nóg getur verið að setja tónlist á og dansa aðeins fyrir matinn. Eða elda eitthvað nýtt, til dæmis heimagert sushi. 7 Kryddið kynlífið Ef kynlíf-ið er orðið hversdagslegt og leiðigjarnt er lykillinn að breyta til. Til dæmis er hægt að krydda upp á kynlífið með því að prófa að vera á nýjum stöðum á heimilinu. Passið ykkur hins vegar á því að ofhugsa þetta ekki eða ræða í þaula. Einföld setning á borð við: „Við erum ein heima. Hvað segir þú um að prófa eldhúsborðið?“ er nóg. 8 Faðmist Snerting án kynlífs, til dæmis að faðmast eða haldast í hendur, er alveg jafn mikil- væg og kynlíf. Þessi snerting styrkir sambandið og því meira sem þið snertið hvort annað því betur líður ykkur saman. 9 Spyrjið nýrra spurninga Samtöl para snúast yfirleitt um vinnuna, börnin eða vinahópinn. Ekki gleyma að spyrja hvort annað persónulegra spurninga. Við breyt- umst öll með tímanum og líkur eru á að áhugamál og hugðarefni maka þíns hafi breyst frá því þið kynntu- st. Talið um kvikmyndir, tónlist og hvað þið mynduð gera með stóra lottóvinninginn. 10 Segið takk Hugsaðu út í það hvenær maki þinn hjálpaði þér síðast eða lét þér líða vel, og þakkaðu honum fyrir. Eftir ákveðinn tíma fer fólk að gera ákveðnar kröfur til maka síns og gleymir að þakka fyrir þegar þeim er mætt. Hefur þú einhvern tíma þakkað maka þínum einfaldlega fyrir að vera í lífi þínu? Tíu leiðir til að bæta sambandið n Slökkvið á símanum n Faðmist n Prófið eitthvað nýtt Faðmist Snerting án kynlífs, til dæmis að faðmast eða haldast í hendur, er alveg jafn mikilvæg og kynlíf. Mynd ShutterStock Fólk með miðstaf í nafni er talið gáfaðra Fólk sem ekki notar upphafsstafi eftirnafna sinna stendur verr að vígi en þeir sem nota þá R annsakendur frá Bretlandi og Írlandi hafa komist að því að fólk sem notar upphafsstaf eft- irnafns síns, í útgáfu eða á vett- vangi þar sem greindar er krafist, er sjálfkrafa talið gáfaðra og virðulegra en fólk sem gerir það ekki. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum rannsóknar sem nýlega voru birtar í European Journal og Social Psychology. Alls voru framkvæmdar sjö mis- munandi rannsóknir. Þátttakendur voru meðal annars beðnir um að lesa fræðilegar greinar eftir höfunda með ýmist engan, einn eða fleiri upphafsstafi í miðju nafni og meta hversu vel greinarnar væru skrifað- ar. Þá var annar hópur beðinn um að giska á félagslega og akademíska stöðu einstaklinga aðeins út frá nöfn- um þeirra. Aðrir þátttakendur fengu nafnalista á blaði, sem voru ýmist með miðstafi eða ekki, og áttu að velja sér liðsfélaga í ímyndaða spurn- ingakeppni. Niðurstöðurnar voru ávallt þær sömu. Þátttakendur mátu ókunn- ugt fólk með upphafsstafi eftirnafna sinna í nafninu gáfaðra en aðra ókunnuga sem ekki höfðu miðstafi í nafni sínu. „Þessi skýru áhrif munu lík- lega fara í taugarnar á sumum. Fólk sem notar ekki upphafsstafi í miðju nafni stendur verr að vígi en þeir sem hafa miðstafi í nöfnum sínum. Fyrrnefndi hópurinn á því á hættu að vera talinn standa sig verr en þeir sem nota miðstafi og jafnvel álitinn tiltölulega heimskari,“ segja rannsakendur meðal annars í niður- stöðum sínum. n dagur B. eggertsson Mögulega var það B-ið sem kom Degi í borgarstjórastólinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.