Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 26.–29. september 201442 Sport
Margir frábærir leikmenn
hafa litið dagsins ljós í
ensku úrvalsdeildinni frá
stofnun hennar árið 1992.
Því miður hefur þeim ekki
öllum tekist að standa
uppi sem sigurvegarar
í þessari erfiðustu
fótboltadeild í heimi.
Vefritið GiveMeSport tók
saman lista yfir bestu
leikmennina sem aldrei
hafa unnið deildina
með liðum sínum. Sumir
þessara leikmanna eru
hættir á meðan aðrir eru
enn í fullu fjöri.
einar@dv.is
Brad Friedel
Bandaríkjamaðurinn hefur verið einn allra
besti markvörður úrvalsdeildarinnar frá
stofnun hennar. Hann er einnig sá leikmað-
ur sem verið hefur einna lengst í deildinni,
eða í sautján ár samfleytt. Aðrir markmenn
eins og Jussi Jaaskelainen, Mark Scwarzer
og Tim Howard komu einnig til greina í
valinu en reynsla og stöðugleiki Friedels
kemur honum í búrið í úrvalsliðinu. Þó að
Friedel hafi ekki unnið úrvalsdeildina hefur
hann tvisvar orðið bikarmeistari á Englandi
og þrisvar deildabikarmeistari.
Unnu aldrei deildina
Jamie
Carragher
Carragher er einn þriggja
leikmanna í liðinu sem aðeins
hefur spilað fyrir eitt félag.
Þó að Carragher hafi aldrei
unnið deildina með Liverpool
efast enginn um gæði þessa
leikmanns sem hefur nú lagt
skóna á hilluna. Carragher er einn
leikjahæsti leikmaðurinn í sögu
úrvalsdeildarinnar en í heildina
lék hann 508 leiki í deild og 738
leiki í það heila. Carragher var
í tvö skipti mjög nálægt því að
verða Englandsmeistari, en árin
2002 og 2008 endaði Liverpool í
2. sæti í úrvalsdeildinni.
Stuart
Pearce
Pearce var grjótharður nagli sem
var aldrei hræddur við að henda
sér í tæklingar. Hann spilaði með
Nottingham Forest, Newcastle,
West Ham og Manchester City
í úrvalsdeildinni áður en hann
hætti í fótbolta árið 2002.
Pearce er minnst sem eins
allra besta vinstri bakvarðar
Englendinga en á löngum ferli
sínum lék hann 78 landsleiki. Því
miður tókst þessum magnaða
bakverði aldrei að verða Eng-
landsmeistari. Honum tókst þó
að vinna enska deildabikarinn í
tvígang með Forest.
Marcel Desailly
Þessi nautsterki varnarmaður var ótrúlega öflugur
í liði Chelsea – áður en Roman Abramovich keypti
félagið. Á þeim tíma var Chelsea ekki jafn sterkt og
það er í dag og mátti síns lítils gegn félögum á borð
við Arsenal og Manchester United. Hann gekk í raðir
Chelsea árið 1998 frá AC Milan og lék með Chelsea
í sex ár. Eini titill hans með Chelsea kom árið 2000
þegar Chelsea varð bikarmeistari. Desailly átti
meira skilið enda frábær varnarmaður.
Ledley King
Hver veit hvað hefði orðið úr Ledley King hefði hann
haldist heill á sínum ferli? King var geysiöflugur í liði
Tottenham og vonarstjarnan í vörn Englendinga. Hann
kom inn í aðallið Tottenham árið 1999 og lék með liðinu
allt til ársins 2012 er að hann neyddist til að leggja
skóna á hilluna vegna meiðsla. Á þessum 14 tímabilum
lék hann aðeins 268 leiki í deildinni, 19 leiki á tímabili að
meðaltali. King er í dag 33 ára og væri eflaust enn í fullu
fjöri með Tottenham ef hann væri heill heilsu.
Robbie Fowler
Þessi mikli markahrókur lék lengst af á sínum
ferli með Liverpool en kom þó við hjá Leeds og
Manchester City í úrvalsdeildinni. Hann skoraði
125 mörk í úrvalsdeildinni með Liverpool og
alls 162 mörk. Aðeins fimm leikmenn í sögu
úrvalsdeildarinnar hafa skorað fleiri mörk en hann
og allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa unnið
úrvalsdeildina; Alan Shearer, Andy Cole, Thierry
Henry, Wayne Rooney og Frank Lampard.
Þjálfarinn
Harry Redknapp
Þó að Redknapp hafi oft
náð fínum árangri með
lið sín hefur hann aldrei
fengið tækifæri til að
stýra allra bestu liðum
Englands. Árið 2010 var
hann valinn þjálfari ársins
og þá hefur hann sjö
sinnum verið valinn stjóri
mánaðarins. Stærsti titill
hans er bikarmeistaratitill
með Portsmouth sem
vannst árið 2008.
Gianfranco Zola
Þessi smái en knái Ítali er einn allra besti leikmaðurinn
í sögu úrvalsdeildarinnar. Eins og kunnugt er lék hann
með Chelsea í úrvalsdeildinni en yfirgaf félagið viku
áður en Roman Abramovich keypti klúbbinn. Þó að
Chelsea-liðið hafi ekki verið eins sterkt þá og það er það
nú var það býsna öflugt – og er það ekki síst Zola að
þakka sem lék listir sínar hjá félaginu ásamt Eiði Smára
Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink. Í heildina lék
hann 229 leiki með Chelsea og skoraði 59 mörk.
David Ginola
Hver man ekki eftir hinum hárprúða
Frakka David Ginola sem sýndi listir
sínar um hverja helgi með Newcastle
og síðar Tottenham? Ginola gekk í
raðir Newcastle frá Paris St. Germain
árið 1995 og sló strax í gegn. Hann
komst í tvígang nálægt því að verða
Englandsmeistari en árin 1995 og 1997
lenti Newcastle í 2. sæti í deildinni. Árið
1999 var hann kjörinn leikmaður ársins
á Englandi af leikmönnum deildarinnar
og einnig af blaðamönnum. Þessi
nafnbót gulltryggir hann í liðið.
Gareth Bale
Gareth Bale var valinn leikmaður ársins á
Englandi vorið 2013 eftir að hafa nánast
einn síns liðs skilað Tottenham í 5. sæti
úrvalsdeildarinnar það tímabil. Bale lék í
sex ár með Tottenham og var algjörlega
magnaður, sérstaklega síðustu þrjú árin
sín með Lundúnaliðinu. Eins og flestum
er kunnugt var Bale seldur til Real Madrid
fyrir rúmu ári þar sem hann hefur staðið
sig vel. Enginn skyldi þó útiloka að hann
muni snúa aftur í úrvalsdeildina einn
góðan veðurdag.
Steven Gerrard
Gerrard er ekki bara í liðinu heldur er hann
einnig með fyrirliðabandið. Steven Gerrard
hefur að nær öllu leyti átt stórglæsilegan
feril með Liverpool og verið sem kóngur í
ríki sínu um langt skeið. Það er ljóst að hans
verður minnst sem eins besta leikmanns í
sögu félagsins. En honum hefur samt aldrei
tekist að vinna úrvalsdeildina með Liverpool
og er það eini stóri titillinn sem hann hefur
aldrei unnið með félaginu. Hann komst grát-
lega nálægt því á síðustu leiktíð en Liverpool
klúðraði málunum illilega á lokasprettinum.
Cesc Fabregas
Spænski miðjumaðurinn er einn af fáum í þessu
liði sem á enn möguleika á að vinna úrvals-
deildina. Fabregas lék um nokkurra ára skeið
með Arsenal en á tíma hans hjá félaginu tókst
Arsenal aldrei að verða Englandsmeistari.
Hann vann þó bikarmeistaratitil með félaginu
2005. Eins og flestum er kunnugt leikur Fabre-
gas nú listir sínar hjá ógnarsterku liði Chelsea
eftir dapran tíma hjá Barcelona. Það eru í raun
nokkuð góðar líkur á að Fabregas muni stimpla
sig úr þessu liði á næstu misserum.