Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 29
Helgarblað 26.–29. september 2014 Fólk Viðtal 29 af kaþólskum hjálparsamtökum. Ég skildi farangurinn eftir í anddyri hússins sem ég bjó í og hljóp upp að ná í dót en á meðan tóku þau allt, töskurnar, vídeókameruna, mynda­ vélina og allt draslið en skildu eftir miða á útidyrahurðinni um að þau væru safna fötum fyrir þriðja heim­ inn. Ég keypti mér tannbursta en fór heim í fötunum sem ég stóð í,“ segir hún og bætir við að ferðin heim hafi tekið nokkra daga. „Við lentum í svakalegu óveðri á Ermarsundi og í fyrsta skipti á ævinni varð ég sjóveik og ældi eins og múkki. Ég lá bara í koju, vissi ekki hvort væri dagur eða nótt og bað guð um að taka mig. Ekki mjög töff. En ég gafst samt ekki upp og gerði fjölda annarra tilrauna til að flytja til útlanda.“ Níu ára aldursmunur Foreldrar Sigríðar Elvu heita Vilhjálmur Gíslason og Olga Sverris­ dóttir. Sigríður Elva á einn yngri bróður, Hjalta Eyþór, sem hefur ný­ lokið námi í óperusöng í Vín. Að­ spurð segist hún hafa verið skelfi­ legur unglingur. „Ég var algjört skrímsli og hafði endalaust gaman af því að rökræða. Ég var óþolandi stálminnug og gat vitnað orðrétt í það sem fólk hafði sagt fyrir viku og hafði mest gaman af því að kaffæra fólk í rökræðum. Ég var alveg hund­ leiðinleg, ég held að foreldrar mín­ ir geti alveg vottað það. Ég var þras­ gjörn og var með uppsteyt í skóla og mætti illa – tók sem sagt mótþróa­ skeiðið með trompi,“ segir hún og bætir við að hún óttist meira en flest að fá þessa hegðun í bakið. „Mamma og pabbi eru búin að fyrirgefa mér þessi læti. Ég skildi það aldrei en skil það betur núna eftir að ég varð sjálf mamma. Persónulega hefði ég örugglega bara sent mig í vist en þau fyrirgefa allt.“ Sigríður er í sambúð með Teiti Þorkelssyni og saman eiga þau dótturina Andrá. Sigríður var að­ eins 22 ára þegar þau kynntust en Teitur er níu árum eldri. „Mér fannst ég voðalega fullorðin en í baksýnis­ speglinum var ég það ekki. Eflaust hefur einhverjum vinum hans fund­ ist ég full ung. En ég er dauðfegin að hafa kynnst honum. Hann er líka seinþroska svo við erum á svip­ uðu plani,“ segir hún brosandi og bætir við að þau hafi kynnst á Kaffi­ barnum. „Hann var jakkafataklædd­ ur maður á framabraut og alls ekki mín týpa. Mér leist ekkert á hann til að byrja með en hann hékk á barn­ um þar sem ég vann og náði að sannfæra mig um að fara með sér á stefnumót. Í kjölfarið komst ég að því að jakkafataklæddir menn geta líka verið skemmtilegir. Hann kom á óvart; hafði alist upp í Miðbænum og hafði verið í sveit, hafði ekki áhuga á fótbolta og gekk ekki í hvítum sport­ sokkum.“ 13 ár heil eilífð Þau Teitur hafa verið saman í 13 ár en eru ekki gift. „Mér hefur alltaf fundist eitthvað ótrúlega óaðlaðandi að vera gift og leist skelfilega á þá tilhugs­ un framan af en hin síðari ár höfum við verið að tala um að láta verða að þessu einhvern tímann. Aðallega til að halda gott partí úti í sveit og bjóða öllum vinum okkar. Helsti ágrein­ ingurinn stendur á því að hann vill hafa athöfnina í sveitakirkju en ég myndi frekar borða gler en að gifta mig í kirkju. Það er samt spurning hvort við þurfum ekki að drífa í þessu svo barnið lifi ekki með foreldrum í synd.“ Hún játar því að sambandið með Teiti sé líklega það eina sem hún hafi ekki gefist upp á. „Þetta er eiginlega alveg mögnuð frammistaða. Þrettán ár! Það er heil eilífð. Og nú sé ég ekk­ ert annað fyrir mér en að taka önnur þrettán ár til viðbótar. Það er alltaf líf og fjör í kringum Teit, það bjargar málunum. Hann er ævintýragjarn og hefur gaman af því að ferðast. Við deilum öllum skoðun­ um á þessum grunnþáttum, erum bæði flökkukindur og ævintýrapésar. Ég hugsa að ég gæti ekki verið með manni sem legði ofuráherslu á að eignast stærri bíl og stærra hús. Eða jú, kannski stærri bíl en ekki stærra hús,“ segir hún og brosir. „Við erum bestu vinir. Er það ekki lykilatriðið í þessu öllu saman? Að pör séu góðir vinir. Ég held að ég myndi ekki end­ ast lengi í að búa með manneskju sem væri ekki vinur minn. Svo er Teitur líka stuðningsfull­ trúinn minn; man hvar ég setti lykl­ ana mína og símann. Hann gengur á eftir mér og hirðir upp smádraslið sem ég skil eftir úti um allt. Hann er alveg ótrúlega þolinmóður. Ég væri löngu búin að gefast upp á mér,“ segir hún og bætir við að það taki hana ávallt langan tíma að komast út á morgnana. „Og þá er ég hepp­ in að vera með lykla, síma og veskið. Teitur þarf regulega að díla við það að ná ekki í mig hálfan daginn af því að ég gleymdi símanum inni í ísskáp. Það er mjög týpískt.“ Helvítis Teletubbies Þrátt fyrir að vera alsæl í móðurhlut­ verkinu voru barneignir aldrei ofar­ lega á listanum hjá Sigríði Elvu. „Það var komið meira eggjahljóð í Teit en mig. Ég hafði ýtt þessu lengi á und­ an mér og var komin á þá skoðun að langa ekki til að eignast barn; að það væri best að sleppa því bara. En svo varð ég óvart ófrísk. Ég fór að grenja og það má vera að ég hafi sagt „en ég er svo ung“ áður en ég fattaði að það væri alls ekki til­ fellið. Það tók mig smá tíma að sætt­ ast við þetta. Ég hélt að lífið væri búið. Nú væri ekkert nema helvítis Teletubbies, bleiuskiptingar og viðbjóður framund­ an. Sem sagt drepleiðinlegt líf. Ég var alveg viss um að fólk væri að ýkja þegar það sagði að þetta væri það merkileg­ asta sem það hefði gert; að það væru einfaldlega samantekin ráð foreldra til að draga aðra með sér niður í bullið. Nú stend ég mig að því að segja nákvæmlega það sama við aðra og þakka bara fyrir að vera ekki ein­ stæð móðir því þá væri ég búin að gera alla í kringum mig geðveika. Í staðinn tölum við Teitur tímunum saman um hvað hún er sæt. Ég er sem sagt gjörsamlega dottin í pakk­ ann. Það er gott að hafa rangt fyrir sér stundum.“ Blæðandi geirvörtur Hún viðurkennir að hafa haft áhyggj­ ur af því að hún yrði ekki nógu góð móðir. „Ég hélt að ég hefði ekki áhuga á þessu; að ég ætti stöðugt eft­ ir að reyna að losa mig við krakkann af því að ég vildi gera eitthvað ann­ að. Ég hélt í alvöru að fyrstu tvö, þrjú árin væru drepleiðinleg. Ég veit ekki hvað ég var að spá því mér er búið að finnast þetta stórkostlegt – fyrir utan tvær fyrstu vikurnar. Ég hafði marg­ heyrt lýsingar af þeirri töfrastundu og englasöng þegar ég fengi barnið í hendurnar. Mér leið meira eins og ég væri að koma í mark eftir maraþon en með lítið krumpað dýr í fanginu. Það var enginn englasöngur. Og svo þurfti ég að fara að læra á þetta. Mér fannst ótrúlega erfitt að vera svona lokuð inni fyrstu tvær, þrjár vikurnar. Alveg sjúklega erfitt. En þetta hefur allt verið upp á við síðan,“ segir hún og bætir við að henni þyki ekki rétt að tengja of mikinn glamúr við barnsfæðingu. „Það er ekkert gott að eignast barn. Og sitja svo heima með blæðandi geirvörtur í tvær vik­ ur með barn sem þú kannt ekkert á. Og engan leiðarvísi. Það mætti alveg tala meira um það. Ég var undir það búin að sjálf fæðingin yrði það versta sem gæti komið fyrir mig en enginn hafði talað við mig um það sem ger­ ist eftir það. Mér fannst ekkert mál að fæða, hún var bara að flýta sér eins og mamma sín og var komin áður en ég vissi af. Ég ætlaði að fá allt dóp í heimi og liggja í kóma með mænu­ deyfingu en þetta gerðist allt svo hratt og var búið áður en ég vissi af. Allt sem á eftir kom; að ég ætti að verða autómatísk ástfangin af barninu um leið og ég fékk það í hendurnar, það gerðist ekki. Ég horfði bara á þetta barn og var ekkert sérstaklega tengd því fyrstu dagana. En það kom hægt og bítandi og nú sé ég ekki sólina fyrir þessu barni. Ég var svo stolt af mér þegar ég var búin að fæða hana. Fannst ég hafa unnið mikið líkamlegt afrek. Þá langaði mig í tíu í viðbót en veit núna að maður þarf að sinna þessu. Ég held að ég væri til í tvö til þrjú. Ég held að athyglisgáfan myndi ekki ráða við meira.“ Feimin við að nota nafnið Dóttirin heitir hinu fallega nafni Andrá. „Andrá var strákur þar til við fórum í 20 vikna sónar og því höfðum við nokkur strákanöfn á kantinum. En svo reyndist strákurinn kvenkyns og þá fórum við að lesa nafnabækur og bjuggum til lista. Daginn áður en hún fæddist komumst við að því að Andrá var efst á lista okkar beggja. Svo mætti hún, í sömu andrá. Okkur langaði ekki að láta skíra í höfuðið á einhverjum og heitandi Sigríður langaði mig ekki að velja mjög algengt nafn. Ég man eftir að hafa verið í bekk með fjórum öðrum Sigríðum – en meiningin var kannski ekki að hafa það svona sjaldgæft. Við vorum feimin við nafnið fyrst og sögðum nafnið ekki upphátt fyrr en hún var sex mánaða. Við vorum hrædd um að það væri of speisað. Hún var bara Lillan framan af. En núna kemur ekkert annað nafn til greina.“ Hún segir þau Teit samstíga í for­ eldrahlutverkinu. „Við höfum náð að deila með okkur verkum. Annars er Teitur svo mikil barnagæla. Hann er fæddur í þetta hlutverk. Enda þyk­ ir henni hann miklu skemmtilegri en ég,“ segir hún og bætir við að það sé ofarlega á stefnuskránni að sýna Andrá heiminn. „Við höfðum skipulagt hluta af fæðingar orlofinu í Túnis. Mig langaði að lappa upp á frönskuna einhvers staðar þar sem væri hlýtt. Hins vegar var ég beðin um að gera bílaþáttinn þegar hún var aðeins fjögurra mánaða svo ferðaplönin voru sett á ís. Andrá kom í staðinn með mér í vinnuna – sem var skrautlegt á köflum. En við erum staðráðin í að komast með hana í al­ mennilegt ferðalag. Hún er mjög hrifin af flugvélum, eins og mamman, og eitt af fyrstu orðunum hennar var „flugvél“. Ég sprakk næstum því úr stolti og fannst ég hafa náð einhverjum árangri í uppeldinu.“ Orðin væmnari Hún viðurkennir að móðurhlutverkið hafi breytt henni að einhverju leyti. „Já og nei. Ég er alltaf sama ég, en hef orðið umburðarlyndari gagnvart fólki. Forgangsröðunin er líka önn­ ur, nú er Andrá í fyrstu fimm sætun­ um og svo allt annað. Ætli ég sé ekki orðin væmnari. Ég var ekki í því að sitja og stara og velta fyrir mér feg­ urð heimsins – eins og ég geri núna. Ég get horft á hana sofandi og verið öll hlý og mjúk í hjartanu. Ég var ekki þannig. Eins get ég grenjað yfir bíó­ myndum sem er nýtilkomið svo ég er greinilega orðin væmnari.“ En er adrenalínfíkillinn sem líður best í flugvél á hvolfi orðin lífhræddari eftir að hann varð mamma? „Það var búið að hræða mig Eirðarlaus adrenalínfíkill Sigríður Elva á erfitt með að sitja kyrr lengur en í klukkutíma. MyNdir SigTryggur Ari „Ég er bara ekki góð í að klára það sem ég byrja á. Það fer mér illa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.