Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Qupperneq 6
Helgarblað 4.–7. júlí 20146 Fréttir S íðustu ár hafa þær systur gerbreyst. Það var kom­ ið að þeim á mjög erfiðum tíma. Þá er auðvelt að ráðsk­ ast með fólk. Þeir trúa eitt­ hvað svakalega mikið á hana […] Þetta hefur Kleópatra nýtt sér,“ seg­ ir náinn aðstandandi þeirra Helen­ ar og Nancy Gunnarsdætra, erfingja matvælafyrirtækisins Gunnars Majon ess, í samtali við DV um stöð­ una innan fyrirtækisins. Aðstand­ andinn vísar með orðum sínum til Kleópötru Kristbjargar Stefáns­ dóttur þegar hann segir að þær trúi „eitthvað svakalega mikið á hana“. Gjaldþrot Gunnars hefur vakið mikla athygli en fyrirtækið er meira en 50 ára gamalt. Það var stofnað af Gunnari Jónssyni sem rak fyrirtæk­ ið til ársins 1998 þegar hann féll frá. Dætur hans tvær og eftirlifandi eig­ inkona erfðu fyrirtækið. Staða fyr­ irtækisins var góð þegar hann féll frá og skildi Gunnar eftir sig tals­ verðar eignir. Síðan þá hefur sig­ ið á ógæfuhliðina og er kennitala fyrir tækisins nú komin í þrot. Stofn­ að hefur verið nýtt rekstrarfélag utan um Gunnars og er það í eigu Kleópötru Kristbjargar. Átta ára tímabil Aðstandandinn segir að Kleópatra Kristbjörg hafi fyrst komið inn í Gunnars Majones sem ráðgjafi fyr­ ir átta árum síðan. „Svo gerðist það bara með tímanum að hún varð forstjóri fyrirtækisins. Hún sinnti því hlutverki bara alls ekki neitt. Í þau fáu skipti sem hún skipti sér af rekstrinum var það bara til að spyrja starfsmenn um reksturinn.“ Hann segir að það sé til marks um þekk­ ingu Kleópötru að rekstri að fyrir­ tækið hafi orðið gjaldþrota á með­ an hún var við stjórnvölinn. Hann segir að systurnar Helen og Nancy hafi einangrast mjög frá ættingjum sínum síðastliðin ár og að þær hafi smám saman misst allt sjálfstraust. „Þetta litla sjálfstraust sem þær hafa gerir það að verkum að þær eru til­ búnar að láta hana bara hafa allt.“ Aðstandandinn spyr hvort blaða­ maður trúi á „heilaþvott“ og ger­ ir því skóna að eitthvað slíkt hafi átt sér stað í tilfelli systranna. Líkt og DV hefur greint þá hefur Kleópatra ekki bara eignast Gunnars Majon­ es, í gegnum nýa kennitölu, heldur hefur önnur systirin, Helen, líka af­ salað sér jörð á Snæfjallaströnd til Kleópötru. Hjá skiptastjóra En sagan af Gunnars er ekki búin. Gamla kennitalan er nú komin í þrot og hefur skiptastjóri tekið við búinu. Spurningin sem eftir stend­ ur er hvort eðlilega hafi verið stað­ ið að færslu eigna á milli gömlu kennitölunnar og þeirrar nýju og hvort eðlilegt verð hafi verið greitt fyrir þær. Þetta er eitt af þeim atrið­ um sem skiptastjóri Gunnars mun væntanlega taka til skoðunar. Því er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu að eignarhaldið á nýja rekstrarfélagi Gunnars verði áfram hið sama. DV hefur heimildir fyrir því að áhugi sé á Gunnars hjá fjár­ festum enda er fyrirtækið líka með sterka stöðu á markaðnum og hefur allar forsendur til að vera gott fyrir­ tæki sem skilað gæti traustum hagn­ aði á hverju ári. „Sorglegt“ Ljóst er hins vegar að erfingjar Gunnars Jónssonar, eftirlifandi eig­ inkona hans og dætur, hafa misst yfirráðin yfir fyrirtækinu. „Þetta er aðal lega sorglegt fyrir gömlu kon­ una: Að horfa upp á fyrirtækið sem hún er búin að byggja upp með sín­ um eigin höndum á síðustu sextíu árum verða að engu. Hún er búin að vinna í verksmiðju í sextíu ár. Þetta er alveg ferlegt.“ n „Þetta er ferlegt“ n Aðstandandi Gunnarssystra talar um heilaþvott n Hafa misst yfirráðin Gjaldþrot eftir 60 ár Eftirlifandi eiginkona Gunnars Jónssonar er komin á níræðisaldur og starfaði hjá fyrirtækinu í áratugi. Hún hefur nú misst eignarhlut sinn í fyrir- tækinu en nýja rekstrarfélagið er í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Að horfa upp á fyrirtækið sem hún er búin að byggja upp með sínum eigin höndum á síðustu sextíu árum verða að engu Hjálpfús Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að Costco-keðjan geti starfað á Íslandi. Mynd SIGtryGGur ArI Góð við Costco Árni Páll: Hvað með aðra verslunareigendur? R agnheiður Elín Árnadótt­ ir, iðnaðar­ og viðskipta­ ráðherra, vill breyta lögum og reglugerðum til að smá­ sölukeðjan Costco geti starfað á Ís­ landi. Fréttastofa RÚV hafði eftir henni fyrr í vikunni að hún og aðrir ráðherrar væru „tilbúin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru“. Í þessu felast líklega breytingar á áfengislöggjöf­ inni og undanþágur frá banni við innflutningi á fersku kjöti. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir áformin harðlega í samtali við DV og segist varla trúa því að ráðherra vilji í raun og veru veita einu er­ lendu verslunarfyrirtæki undan­ þágur frá áfengislögum, lyfjalögum og búvörulögum. „Af hverju mega innlend­ ir verslunareigendur ekki búa við sambærilegan kost? Vill ráðherra Sjálfstæðisflokksins – ábyrgðarráð­ herra samkeppnismála – gefa einu erlendu fyrirtæki allt aðrar starfs­ aðstæður en innlendum aðilum?“ spyr Árni Páll sem telur lykilatriði að almennar leikreglur gildi í landinu. Verði áformin að veruleika er líklegast að Costco hafi aðsetur í Kauptúni í Garðabæ eða á Korpu­ torgi. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur nú þegar gefið Costco leyfi til að opna verslun á Korputorgi, en beiðni fyrirtækisins um að opna svokallaða fjölorkustöð í Garðabæ er enn til skoðunar. n johannp@dv.is Fékk hjarta- áfall í sundi Eldri maður fékk hjartaáfall í Sund laug Ak ur eyr ar snemma á fimmtudagsmorgun. Starfs­ menn brugðust hárrétt við, sem og ungmenni sem voru á sundæfingu á næstu braut við manninn. Þau tóku strax eftir því að eitthvað var að mannin­ um og brugðust hratt og örugg­ lega við. Sundfólkið kom mann­ inum að bakka laugarinnar og þar tóku starfsmennirnir við honum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og er nú á gjörgæslu­ deild. Líðan hans er eftir atvik­ um góð. Útsendingum Miklagarðs hætt Útsendingum sjónvarpsstöðv­ arinnar Miklagarðs hefur ver­ ið hætt. Líkt og greint hefur verið frá hafa 365 miðlar tekið yfir öll hlutabréf í Kon ung lega kvik mynda fé lag inu sem rak sjón varps stöðvarn ar Bra vó og Miklag arð. Samkeppniseftirlitið hefur veitt þessum samruna undanþágu, en yfirtakan er enn í skoðun. Útsendingum Miklagarðs var hætt um mánaðamótin, en útsendingar Bravó standa enn yfir, þar sem tónlistarmynd­ bönd eru sýnd allan sólar­ hinginn. Gullfallega söngkonan og skemmtikrafturinn LEONCIE vill skemmta um allt Ísland í alls kyns mannfögnuðum og skemmtunum með alla sína helstu smelli. Sími 854-6797 musicleoncie @gmail.com www.youtube.com/ IcySpicyLeoncie
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.