Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 4.–7. júlí 2014 Flutningurinn klassískt dæmi um byggðastefnu Á ætlaður flutningur höfuð- stöðva Fiskistofu frá Hafnar- firði til Akureyrar er klass- ískt dæmi um byggðastefnu Framsóknarflokksins, miðað við upplýsingar DV um ástæðurnar fyrir flutningnum. Í vikunni hafa far- ið í gang vangaveltur um hvort aðr- ar ástæður kunni að vera á bak við þá ákvörðun Sigurður Inga Jóhanns- sonar, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Vangavelturnar ganga meðal annars út á það hvort Fiskistofa hefði stigið á tærnar á einhverjum valda- miklum og fjársterkum aðilum í sjáv- arútvegi sem eru með góð tengsl inn í ríkisstjórnina. Viðmælendur DV eru hins vegar á því að svo sé ekki. Ekkert mál, eitt eða fleiri, hafi komið upp þar sem eitthvert sjávarútvegs- fyrirtæki eða útgerðarmaður gæti átt harma að hefna gagnvart Fiskistofu eða starfsmönnum stofnunarinnar. Ákvörðunin um flutninginn tekin Miðað við orð Sigurðar Inga Jó- hannssonar, um ástæðurnar sem liggja að baki flutningi Fiskistofu, í Morgunblaðinu var ákvörðun- in um flutninginn tekin á forsend- um byggðastefnu og án þess að hún væri ígrunduð svo miklu nemi. Orð- rétt sagði Sigurður Ingi við Moggann: „Næstu tvo mánuði munum við kort- leggja hvernig hægt verður að fram- kvæma þetta með skynsömum hætti fyrir bæði starfsfólk og stofnun.“ Meðal þess sem kann að felast í orðum Sigurðar Inga er hvort flutn- ingur Fiskistofu standist lög eða ekki og hvort hann þurfi að verða sér úti um heimild fyrir flutningnum til að af honum megi verða. Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í lögfræði við Há- skóla Íslands, telur til dæmis nokk- uð ljóst að ekki sé heimild í lögum fyrir flutningnum en þetta kom fram í viðtali RÚV við hann: „Ef þetta er svona, eins og mér sýnist í fljótu bragði, að lagaheimildina sé ekki að finna í stjórnarráðslögunum né í lög- um um Fiskistofu, eða annars staðar, þá finnst mér verulegur vafi á því, já.“ Hafsteinn byggir niðurstöðu sína á dómi Hæstaréttar Íslands um flutn- ing Landmælinga Íslands frá Reykja- vík til Akraness árið 1998 en sá dóm- ur veitti skýrt fordæmi þess efnis að óheimilt væri að flytja ríkisstofnan- ir án lagaheimildar. Landmælinga- málið er því skýrt fordæmi um Fiski- stofumálið. Alþingi gæti því þurft að að sam- þykkja lög um flutninginn og er alls ekki víst að meirihluti væri fyrir slíkri lagasetningu á þingi. Sjálfstæðismenn gagnrýnir Til dæmis er alls ekki einhugur um flutninginn hjá sjálfstæðismönnum og sagði Brynjar Níelsson, þingmað- ur flokksins, til dæmis að hann væri ósáttur við hann. „Þótt ég telji mik- ilvægt að að efla og stuðla að fjöl- breyttari atvinnu á landsbyggðinni er ekki hægt að gera hvað sem er í þeim tilgangi. Ekki boðlegt að svipta 70 manns lífsviðurværi eins og hendi sé veifað. Hlýtur að vera hægt að færa einstök verkefni til með öðrum hætti.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksmaður flokksins, sagðist einnig vera á móti flutningnum sem og þeir Jón Gunnarsson og Vilhjálm- ur Bjarnason. Þá má ætla að meirihluti þing- manna stjórnarandstöðunnar muni leggjast gegn honum þótt einhverj- ir af þingmönnum norðausturkjör- dæmis muni örugglega lýsa yfir stuðningi við ákvörðunina, líkt og til dæmis varaþingmaðurinn Björn Val- ur Gíslason hefur gert. Þrátt fyrir þetta má ætla að ekki náist meirihluti á Alþingi fyrir slíkri lagasetningu. Ef svo fer að setja þurfi ný lög til að heimila flutninginn, og ekki næst meirihluti fyrir þeim á þingi, mun Sigurður Ingi Jóhanns- son ekki geta framkvæmt hann og mun því þurfa að hætta við hann. Erfitt mál fyrir ríkisstjórnina Flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar virðist því vera orðinn að stóru pólitísku deilumáli. Ekki bara utan ríkisstjórnarinnar held- ur líka innan hennar. Frá því í kosn- ingunum í fyrra hafa sannarlega komið upp nokkur mál sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn eru ekki sammála um og ber auðvitað fyrst að nefna skulda- afskriftarhugmyndir Framsóknar- flokksins, sem þingmenn Sjálfstæð- isflokksins voru langt í frá sammála, og bendir flest til að Fiskistofumálið bætist í þennan hóp. Málið gæti því reynt verulega á ríkisstjórnarsamstarfið á næstunni. Svo virðist sem Sigurður Ingi Jó- hannsson hafi ekkert ráðfært sig við samstarfsflokk Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórn og tekið ákvörðun- ina um flutninginn einhliða. Til að ná málinu í gegnum Alþingi gæti Framsóknarflokkurinn líka hugs- anlega þurft að semja dýru verði við Sjálfstæðisflokkinn; verði þar sem Framsóknarflokkurinn gæti þurft að gefa eftir í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um eitthvert mál sem flokkurinn setur á oddinn en ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála um. n „Næstu tvo mánuði munum við kort- leggja hvernig hægt verð- ur að framkvæma þetta. Sigurður Ingi Jóhannsson ákvað flutning Fiskistofu fyrst en ætlar svo að hugsa um hann Klassísk byggðastefna Flutningur Fiskistofu er talinn vera klassískt dæmi um byggðastefnu Framsóknarflokksins en ekki hefndaraðgerð í neinum skilningi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, er maðurinn á bak við ákvörðunina. Fáir flytja Fáir starfsmenn Fiskistofu virðast ætla að flytja með stofnuninni til Akureyrar. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Fréttaskýring Á dögunum fjallaði DV um að ungur karlmaður hafi kært Sigurð Aron Snorra Gunnars- son fyrir ærumeiðingar sem og hótanir í sinn garð. Í kjölfar umfjöllunarinnar hefur Sigurður Aron óskað eftir því að fram komi að hann lýsi sig saklausan af hót- unum. Málið er í rannsókn hjá lög- reglu. Sigurður Aron hefur þó viður- kennt að hafa sent skjáskot af samförum þeirra tveggja á núver- andi kærustu karlmannsins. Karl- maðurinn segir að Sigurður Aron hafi meðal annars hótað að senda Outlaws-meðlimi á sig. Sigurður segist vilja koma því á framfæri að bæði karlmaðurinn sem og Baldur Freyr Einarsson, sem hefur aðstoðað karlmanninn, fari með rangt mál. Sigurður telur að gögn, svo sem ástarbréf á milli sín og karlmannsins og Facebook- samskipti, sanni að þeir fari með rangt mál. Baldur Freyr hefur sagt að hann hafi ekki fengið frið frá Sigurði frá því hann byrjaði að aðstoða karl- manninn. Sigurður vísar því á bug. „Ég hafði samband við hann fyr- ir rúmri viku og þar áður í mars,“ segir hann. n hjalmar@dv.is Lýsir sig saklausan Sigurður Aron segist sitja undir fölskum ávirðingum Segist saklaus Sigurður segist ekki hafa hótað manninum. „Mannleg mistök“ Mannleg mistök urðu til þess að hvalaskoðunarbáturinn Haukur strandaði við Lundey á Skjálf- anda á sjötta tímanum seinni part miðvikudags. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Norður- sigling sendi frá sér eftir að bátn- um hafði verið bjargað. Um borð voru nítján farþegar og tveir í áhöfn. Í tilkynningu segir að málsat- vik hafi verið þau að verið var að skoða lunda við eyjuna og vegna „mannlegra mistaka“ hafi bátn- um verið siglt of nálægt eyjunni. Við það hafi hann setið fastur og tekið að halla. Kallað var strax eftir aðstoð og neyðaráætlun bátsins sett í gang. Hlúð var að farþegum þar til þeir voru ferjaðir frá borði og fluttir til Húsavíkur til aðhlynningar á veg- um Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Norðursiglingar. Björg- unaraðgerðir gengu hratt fyrir sig. Aðeins 20 mínútum eftir að til- kynnt var um atvikið var gúmmí- bátur frá Norðursiglingu kominn á staðinn og fylgdu fleiri bátar í kjölfarið. Eftir að báturinn hafði verið losaður sigldi hann fyrir eigin afli til hafnar á Húsavík. Aurskriða féll á Hnífsdalsveg Snemma á fimmtudagsmorgun féll aurflóð niður Eyrarhlíðina og yfir Hnífsdalsveg á Ísafirði þannig að hann lokaðist. Lögregla, með aðstoð björgunarsveita, lokaði veginum í kjölfarið. Mikil úrkoma hefur verið á norðanverðum Vestfjörðum undanfarna daga. Eng inn var á ferð um veg inn þegar skriðurn ar féllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.