Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Síða 32
Helgarblað 4.–7. júlí 201432 Fólk Viðtal
Salka Margrét Sigurðardóttir
salka@dv.is
M
óttaka og nærvera Kol-
brúnar Björnsdóttur, sem
ávallt er kölluð Kolla, er
það viðkunnanleg að það
er líkt og við höfum þekkst
í fjölda ára. Hún sest brosmild niður
með blaðamanni á kaffistofu 365 og
pantar sér morgunmat. Hún er mjög
yfirveguð og dregur fæturna að sér
upp í sófa.
Spurð um upphafið segist Kolla
hafa fæðst á Siglufirði en segir glott-
andi að fólk minnist hennar sem
hins fullkomna barns. „Ég var ekki
barnið sem var fiktandi í öllu. Ég gat
dundað mér við hvað sem var. Ég
var róleg og þægileg, held ég, en þó
alveg ofsalega þrjósk.“ Kolla segist
vera hvergi nærri laus við þrjóskuna
sem einkenndi hana sem barn. „Ég
held ég sé enn mjög þrjósk. Ég held
að fólkið sem þekkir mig vel myndi
segja að ég væri mjög þrjósk,“ segir
Kolla.
Kolla minnist bernskuáranna en
þegar hún bjó á Siglufirði dvaldi hún
hjá ömmu sinni. „Móðir mín átti mig
þegar hún var mjög ung. Þannig að
ég var fyrstu tvö árin mín hjá ömmu
minni, ömmu Kollu, á meðan að
mamma var fyrir sunnan í Verslun-
arskólanum. Ég held ég hafi nú alltaf
grætt svolítið á því hvað mamma var
ung þegar hún átti mig. Bæði það að
ég fékk æðislegan tíma með ömmu,
amma var mamma mín líka, og líka
það að við mamma höfum alltaf náð
vel saman, hún er kletturinn í mínu
lífi,“ segir Kolla.
Kolbrún segir að amma hennar,
sem hún heitir í höfuðið á, hafi verið
sér eins og móðir. „Ég var ofboðslega
náin ömmu, þess vegna leit amma
alltaf á mig sem eina af sínum dætr-
um,“ segir Kolbrún sem fylgdi ömmu
sinni til grafar fyrir nokkrum árum.
Hún ber mjög hlýjan hug til henn-
ar. „Einhvern daginn ætla ég líka að
verða amma Kolla,“ segir hún kímin.
Hringir í mömmu
Móðir Kollu er henni einnig mjög
kærkomin. „Við erum mjög nán-
ar. Ég get sagt henni allt. Þetta er
vinkonusamband,“ segir Kolla um
móður sína. „Ef ég er veik, þá hr-
ingi ég í mömmu. Ef eitthvað rosa-
lega skemmtilegt gerist, þá hringi
ég í mömmu. Hún er efst á lista með
manninum mínum,“ segir Kolla.
„Mamma er minn besti stuðnings-
maður og klappar á bakið á mér
þegar illa gengur og fagnar hæst
þegar vel gengur. Hún er einhvern
veginn alltaf í því að gefa mér bestu
ráðin. Ég er mjög þakklát fyrir það.“
Kolla minnist uppeldis síns sem
hvetjandi. „Ég var alltaf alin upp í
því að ef ég ætlaði að gera hlutina,
ætti ég að gera þá vel. Það var mik-
il áhersla lögð á nám hjá mér og að
allar aðstæður til þess að ég gæti
sinnt mínu námi væru til staðar. Það
var mömmu rosalega mikilvægt, því
það var erfitt fyrir hana að eiga mig
svona ung. Tækifærin hennar voru
takmarkaðri.“
Aðspurð hvort Kolla hafi upplif-
að pressu fyrir vikið segir hún það
sennilegt. „Eftir á að hyggja, já. Ég
var hrædd um að klúðra hlutunum,
ekki bara gagnvart fjölskyldunni
heldur líka gagnvart sjálfri mér.“
Best í að tala sjálfa sig niður
Ótti við mistök virðist raunar hafa
verið helsta persónulega áskorunin
sem Kolla hefur þurft að glíma við
svo árum skiptir. Nýlega sagði hún
þeim kvilla þó stríð á hendur. „Mér
tókst í gegnum árin að verða minn
versti óvinur. Það er ekkert langt síð-
an ég fór að geta tæklað það. Ég hef
alltaf verið best í því að tala sjálfa
mig niður. Ég er að reyna að breyta
því og það gengur ágætlega,“ seg-
ir Kolla en maðurinn hennar hefur
hjálpað henni að kljást við þetta síð-
ustu ár.
„Það er svo merkilegt, ég held
ég sé ekki ein um þetta, ég held við
séum ótrúlega mörg sem gerum
þetta. Við erum kannski flest okkar
verstu óvinir. Við gerum miklu meiri
kröfur til okkar sjálfra heldur en
annarra. Eins og hvernig við tölum
við okkur sjálf, við myndum aldrei
Kolbrún Björnsdóttir fjölmiðlakona er sjálf sinn versti óvinur. Þrátt
fyrir að vera þekkt sem hin jákvæða Kolla í Bítinu hefur hún alltaf haft litla trú
á sjálfri sér. Hún vill ekki lengur leyfa ótta við mistök að stjórna lífi sínu og tekur
nú nýjum áskorunum með opnum hug. Hún hefur byggt upp sjálfsmynd sína og
segir hið slæma hafa kennt sér að meta hið góða. Kolla segir frá persónulegum
áskorunum, fjölskyldunni, veikindum dóttur sinnar og hvernig fjölmiðlaheimur-
inn er ekki ávallt vinveittur konum.
Vill ekki lifa
í stöðugum
ótta við
mistök