Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Page 2
Vikublað 29.–31. júlí 20142 Fréttir Akureyringar fá salerni Fréttastofa RÚV greindi frá því á mánudag að Akureyringar fengju nú loksins almenn­ ingssalerni, en slíkt hefur ekki þekkst á Akureyri um nokkurt skeið. Bæjaryfirvöld ákváðu að opna aftur almenningssal­ erni undir kirkjutröppunum í miðbæ Akureyrar. Samkvæmt fréttum RÚV hafa ferðamenn sem nauðsynlega hafa þurft að kasta af sér vatni flykkst að Akureyrarkirkju og hefur sóknarnefnd í kjölfar þess brugðið á það ráð að rukka fyrir aðstöðuna. Logi Már Einarsson, varaformaður bæjarráðs Akur­ eyrar, segir í samtali við RÚV að salernið verði opið fram að hausti. Gæsluvarð- hald staðfest Hæstiréttur staðfesti á mánudag úrskurð Héraðsdóms Vestur­ lands um fjögurra vikna gæslu­ varðhald yfir Reyni Þór Jónas­ syni og þýskum félaga hans, en þeir eru grunaðir um stórfellda líkamsárás í Grundarfirði þann 17. júlí síðastliðinn. Þeir hafa verið í haldi síð­ an þá. Úrskurðurinn nú er á grundvelli almannahagsmuna. Rannsóknardeild lögreglunn­ ar á Akranesi fer með rannsókn málsins. Báðir voru þeir í áhöfn Baldvins NC 100, sem lá þá við bryggju í Grundarfirði. Reyn­ ir er fyrrverandi Íslandsmeist­ ari í vaxtarrækt. Fórnarlambinu er enn haldið sofandi og er með mjög alvarlega höfuðáverka. Mál Selfosspresta á borði ráðherra Styr hefur staðið um samstarf tveggja presta í Selfosskirkju síðustu ár F rá árinu 2009 hefur sóknar­ prestur Selfossprestakalls, séra Kristinn Ágúst Friðfinns­ son, verið ósáttur við ákvörðun sem biskup Íslands tók, en hann telur að lög hafi ver­ ið brotin með ákvörðun biskups um að ráða séra Óskar H. Óskarsson sem prest við kirkjuna. Séra Kristinn býr um þessar mundir í Kaupmanna­ höfn, en hann er í leyfi frá störfum við Selfosskirkju. Köldu hefur and­ að milli aðila sem tengjast málinu og virðist engin sátt ætla að fást í það á næstunni. Árekstrar í kjölfar sameininga Forsaga málsins er sú að árið 2009 var Selfosssókn sameinuð Hraungerðis­ prestakalli. Áður en sameiningin var gerð hafði Óskar þjónað sem prestur í Selfossprestakalli. Þegar Selfoss­ sókn sameinaðist Hraungerðispresta­ kalli tók Kristinn við þessari viðbót við prestakall sitt, en hann hafði áður verið sóknarprestur í Hraungerðisprestakalli. Presturinn sem þjónað hafði í Sel­ fosssókn var Gunnar Björnsson, en hann var færður til í starfi sama ár og Selfosssókn sameinaðist Hraun­ gerðisprestakalli. En svo virðist sem sóknarbörn í Selfosssókn hafi verið óánægð með þessi málalok og héldu því fram að kirkjuþing hefði tekið fram fyrir hendur biskups og vildu fá að velja sér prest, frekar en að Krist­ inn tæki sjálfkrafa við Selfosssókn. Náðu ekki samkomulagi um verkaskiptingu Mótmæli við ákvörðun kirkju­ þings bárust úr mörgum áttum. Sóknarnefnd Selfosskirkju ályktaði um málið, undirskriftum var safnað og bréf bárust kirkjuþingi frá sóknar­ börnum. Blaðamaður hefur nýlega rætt við sóknarbörn Selfosskirkju, sem búa á Selfossi og svo virðist sem söfnuðurinn sé nokkuð klofinn í af­ stöðu sinni. Einhverjir virðast vilja hafa Kristin sem sinn prest og aðrir Óskar. „Það fer bara eftir því hvern þú spyrð,“ sagði einn viðmælandi. Svo fór að Kristinn og Óskar störf­ uðu báðir sem prestar við Selfoss­ kirkju og skiptu verkum á milli sín. En samstarfið gekk ekki vel og herma heimildir DV að Kristinn telji að sú verkaskipting sem var ákveðin hafi brotið gegn lögum. Þeir Kristinn og Óskar hafi reynt að ná samkomulagi um verkaskiptingu innan kirkjunnar en almennileg sátt náðist aldrei um málið. Fjallað var um málið í DV fyrir rúmum þremur árum. Þar kom fram að deilur væru á milli þeirra Kristins og Óskars og að þær væru í höndum biskups. Einnig voru deilur innan Sel­ fosskirkju um til dæmis hluti á borð við skrifstofuskipan, en DV greindi frá því á sínum tíma að Óskar hefði ekki viljað gefa frá sér skrifstofu Selfoss­ kirkju til Kristins. Kristinn óskaði eft­ ir lyklunum að skrifstofunni en Óskar vildi ekki víkja. Úr varð að biskup ákvað að Óskar hefði umsjón með starfinu í Sel­ fosssókn og var það sú ákvörðun sem Kristinn taldi brjóta gegn lög­ um. Svo virðist sem biskup hafi tek­ ið ákvörðun sína stuttu eftir að hafa fengið sent bréf frá séra Óskari, sem hann telur að gæti hafa haft áhrif á ákvörðunina. Samkvæmt heim­ ildum DV sendi Kristinn erindi til innanríkis ráðuneytisins vegna máls­ ins og er það nú statt þar. Sameiningin var klúður Viðmælandi DV sem starfar inn­ an Þjóðkirkjunnar og þekkir vel til málsins segir að mistökin hafi legið í því að sameina Selfosssókn undir Hraungerðisprestakall. „Þetta var eiginlega tilraun til málamiðlunar sem mistókst,“ segir viðmælandinn og bætir við. „Því að Kristinn var orðinn sóknarprestur. Svo var aug­ lýst annað embætti í prestakallinu en það var þá samt skilgreint þannig að sá prestur ætti að þjóna Selfossi. Sem er náttúrlega svolítið skrýtið þar sem þetta er kannski 90 prósent af fólkinu, þannig að þá er í raun og veru verið að skipuleggja sóknarprestinn út úr því að þjóna meginhluta sóknarbarn­ anna.“ Hann telur að í svona málum sé heppilegast að bíða með að sam­ eina sóknir þar til að prestar láti af störfum af einhverri ástæðu, því þá er byrjað með autt borð og minni líkur á deilum sem þessum. Kristinn vildi ekki tjá sig um mál­ ið við DV en í fundargerð aðalfundar Prestafélags Íslands, sem haldinn var þann 3. maí árið 2011, talaði Krist­ inn opinberlega um málið. Í fundar­ gerðinni segir að Kristinn hafi kvaðst vera „afar ósáttur með gang mála og ræddi [meðal annars] um það hvern­ ig staðið hefði verið að auglýsingu prests í hinu nýja prestakalli, nefndi hann [meðal annars] að presti Sel­ fossprestakalls hefði verið lofað því fyrirfram að hann fengi stjórnunar­ lega ábyrgð í Selfossprestakalli.“ Í fundargerðinni segir einnig að Krist­ inn hafi „reynt að standa á sínum rétti en uppskorið fátt annað en einelti og vanlíðan.“ Eins og áður sagði vildi Kristinn ekki tjá sig um málið við DV, en sagði þó að hann hygðist snúa aftur til starfa í Selfosskirkju með haustinu. Séra Óskar vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir við­ brögðum hans og baðst undan við­ tali. Málið er til skoðunar hjá innan­ ríkisráðuneytinu og óvíst er hvenær niðurstaða fæst í það. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Þetta var eiginlega tilraun til mála- miðlunar sem mistókst Kristinn Ágúst Friðfinnsson Óskar Hafsteinn Óskarsson Selfoss Áralangar deilur hafa staðið á milli prest- anna eftir sameiningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.