Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Page 15
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Fréttir 15 „Það var eins og Það væri búið að uppstoppa mig“ n Alexandra Sif segir frá því þegar henni var nauðgað viku fyrir jól n Mætti skilningsleysi og fordómum n Fann til með gerandanum ömurleg manneskja að vera að kæra hann og eyðileggja hans líf. Það er einmitt það sem hann gerði mér,“ segir hún. Túlkaði háttsemi sem „hint“ Í bréfi ríkissaksóknara til Alexöndru þar sem henni er tilkynnt að málið hafi verið fellt niður kemur fram að helsta ástæða fyrir niðurfellingunni sé að um sé að ræða orð gegn orði. Í bréfinu kemur fram að lýsing ger­ anda á atvikinu sé mjög ólík lýsingu Alexöndru og því sé sakfelling talin ólíkleg. „Í máli þessu hefur kærði játað að hafa haft samræði við kær­ anda og lýst því að hann hafi túlk­ að ákveðna háttsemi hennar sem „hint“ um að hún hafi viljað meira, hann hafi heyrt hana stynja og fundið fyrir raka þegar hann snerti kynfæri hennar […] Kærði hefur lýst því að hann hafi upplifað hátt­ semi kæranda þannig að hún hefði með hegðun sinni gefið til kynna að hún vildi meira eftir að hann byrjaði að snerta hana,“ segir í bréfi ríkissaksóknara til Alexöndru. Gefur lítið fyrir túlkun geranda Alexöndru blöskrar þessi túlkun geranda á nauðguninni. „Hann túlkar það að ég snúi mér á hliðina sem svo að ég hafi verið að ota rassinum mínum að honum, að senda honum boð. Ég tók það alveg fram við lögregluna að þegar þetta gerðist þá fann ég fyrir unaði. Það er bara eðli líkamans, ég get ekki ráð­ ið við það. Ég hugsaði bara: „hvað er að mér? Hvers vegna finn ég fyrir unaði? Er eitthvað að mér?““ Varð fyrir áreiti Alexandra segir að gerandi og vinir hans hafi sent henni skilaboð bæði á Facebook og í síma eftir að hún kærði nauðgunina. Strax aðfara­ nótt mánudags hafi hún fengið smáskilaboð frá sameiginlegum vini hennar og geranda þar sem hún var ásökuð um lygar. „Er ekki í lagi með þig? Hvern fjandann er eiginlega að þér kona? Vantar þig svona rosalega peninga til að gera upp nauðgun? Djöfulsins aumingi ertu. Deyðu,“ les Alexandra upp af síma sínum fyrir blaðamann. Þetta hafi ekki verið einu skilaboðin sem hún hafi fengið og hafi önnur verið síst skárri. Óþægilegt að segja frá Hún segir að margir hennar nán­ ustu vinir hafi ekki trúað henni þegar hún sagði þeim frá nauðg­ uninni. „Mér fannst svo óþægi­ legt að segja þetta, því þegar ég segði þetta þá væri eins og ég vildi láta vorkenna mér og fá athygli. Ég hef aldrei pælt áður í því að þessi setning er búin að missa svo mikla meiningu,“ segir Alexandra. Hún segir að hún hafi misst nokkra vini síðastliðið hálft ár. „Þetta voru ekki vinir mínir. Tvær bestu vinkonur mínar drulluðu yfir mig og sögðu of mikið drama í kringum mig. Sögðu við mig að ég hefði alveg getað sagt nei. Ég fékk ekki einu sinni skilning frá vinkonum mínum.“ Ósátt við réttarkerfið Alexandra segir að réttarkerfið hafi algjörlega brugðist henni í málinu. „Þetta er ekki réttlátt. Ég á bara að taka þessu og láta eins og ekk­ ert sé. Það er ekkert svo auðvelt. Það eina sem gerist hjá honum er að hann fær kæru og hún er svo felld niður – hann laus mála. Með­ an þarf ég að ganga með þetta allt mitt líf.“ n „Ég er ekki eitthvert leikfang, ég á skilda virðingu. Þögn ekki sama og samþykki Alexandra fraus og gat sig hvergi hreyft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.