Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 17
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Fréttir Erlent 17 Undir hæl nýs rússlands n Rússar fá frönsk flugmóðurskip þrátt viðræður um nýtt evrópskt vopnasölubann n Viðskiptasamningur upp á 200 milljarða króna n Hagsmunir Frakklands gríðarlega miklir Nýja-Rússland Hugmynd Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, um Nýja-Rússland, eða Novorossiya, gengur út á að til verði nýtt ríki sem nái frá austur- héruðum Úkraínu til aðskilnaðarhéraðsins Transnistríu í Moldóvu í vestri. Rússneska keisaraveldið lagði landsvæðið undir sig á 19. öld og var það hluti af Rússlandi fram að rússnesku byltingunni árið 1917. Hörð valdabarátta meðal aðskilnaðarsinna hefur þó orðið til þess að engin ein hugmynd um ríkjaform eða markmið með andspyrnunni hefur orðið ofan á í Austur-Úkraínu. Fáni Nýja-Rússlands Er keimlíkur fána suðurríkja Bandaríkjanna. Nýja-Rússland Ljósgrænt: Héruð þar sem er virk andspyrna við Úkraínustjórn og myndu tilheyra Nýja-Rússlandi. Dökkgrænt: Héruð undir stjórn aðskilnaðarsinna sem heyra undir Nýja-Rússland. Óvinir Evrópu Nú eru alls 87 einstaklingar og 20 lögaðilar á svörtum lista Evrópusambandsins fyrir að grafa undan landyfirráðum Úkraínu í eystri héruðum landsins. Þar á meðal eru leiðtogar andspyrnuhreyfingarinnar og meðlimir í öryggisráði Rússlands, leyniþjón- ustumenn og bandamenn Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta. Ramzan Kadyrov Forseti Tsjetsjeníu hefur stutt aðskilnaðarsinna í Úkraínu og sagst reiðubúinn til að senda þangað 74 þúsund sjálfboðaliða til að berjast með þeim. Kadyrov hefur starfað náið með Pútín og Tsjetsjenía verið leppríki Rússa í stuðningi við að- skilnaðarsinna. Kadyrov hefur kallað þvingunaraðgerðirnar hryðjuverk og bannað Barack Obama Bandaríkja- forseta að koma til Tsjetsjeníu. Pavel Gubarev Leiddi aðgerð þar sem stjórn Donetsk-héraðs var tekin yfir með valdi og gerði sjálfan sig að héraðsstjóra. Áður en hann varð byltingarleiðtogi, starfaði hann sem auglýsandi og jóla- sveinn. Kona hans, Ekaterina, var gerð að utanríkisráðherra og bankareikningur hennar notaður til að taka við fé frá Rússlandi. Valery Kaurov Sjálfskipaður forseti hins „Nýja-Rússlands“ sem hefur biðlað til Rússlands um að senda hersveitir inn í Austur-Úkraínu. Sergei Beseda Yfirmaður 5. deild- ar leyniþjónustu Rússlands og ábyrgur fyrir alþjóðastarfsemi hennar. Vladimír Antyufeyev Var ráðherra öryggismála í aðskiln- aðarhéraðinu Transnistríu í Mol- dóvu en nýlega gerður aðstoðar- forsætisráðherra Donetsk-héraðs. Antyufeyev hefur sterk tengsl við Rússa og tryggir bein ítök þeirra í stjórn héraðsins. Hann starfaði einnig áður með rússneskum aðskilnaðarsinnum í Suður-Ossetíu og Abkasíu í Georgíu, sem lýstu yfir stríði á hendur Georgíu árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.