Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Side 24
Vikublað 29.–31. júlí 201424 Neytendur Hringferð aurapúkans H átt verðlag til handa ferðamönnum á Íslandi hefur ver- ið á milli tannanna á fólki á síðustu misserum. Hvort sem það er súkkulaðikaka á Mývatni, gistiheimili í Keflavík eða gjaldtaka á ferðamannastöðum þá er punkturinn alltaf sá sami – verðlag er of hátt. Talað er um að tilgangur ferðaþjónustuaðila sé að fá sem flesta aura frá erlendum ferðamönnum og að nú sé ógerningur fyrir Íslendinga að ferðast með hag- kvæmum hætti um landið. DV hefur því sett saman tvær mismunandi leiðir til að ferðast um landið á einni viku án þess að greiða fyrir það hátt gjald. Leið eitt er kostnaðarlaus á meðan leið tvö hentar vel hagkvæmu fjölskyldufólki. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við mat en þeim kostnaði má halda í skefjum með því að sleppa veitingastöðunum og vegasjoppunum og smyrja heldur nesti. Það er jú mikið notalegra að borða úti í náttúrunni en á þess- um stöðum. n aslaug@dv.is n Svona ferðast þú frítt eða ódýrt um landið n Farðu á puttanum n Tjaldaðu í náttúrunni Gisting 1 Einhvers staðar verða þreyttir ferðamenn að halla höfði þegar kvölda tekur og þá getur verið erfitt að finna ódýra gistingu við hæfi. Leið eitt gerir ráð fyrir að fólk tjaldi í náttúrunni og komist þannig hjá því að borga gjald fyrir gistingu. Gallinn er sá að fólk hefur þá ekki aðgang að salernisaðstöðu eða annarri þjónustu. Kosturinn er hins vegar sá að þú ert ekki bundinn við ákveðið svæði heldur eru valkostirnir beinlínis óteljandi. Fyrir þá nægjusömustu sem geta með léttu móti sagt skilið við nútíma þægindi á borð við klósett, sturtu og kranavatn er þetta því góð og skemmtileg leið til þess að ferðast um landið. 2 Leið tvö er ögn hefðbundnari. Þar færðu allar sex næturnar, reyndar allt upp í 28 nætur, á aðeins 14.900 krónur. Útilegukortið veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á 44 tjaldsvæðum á landinu. Leið tvö í hringferð aura- púkans er samsett af sex þessara tjaldsvæða. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir að ferðalangar eigi eða fái lánað tjald eða ferðavagn. Leið 1: Ókeypis. Leið 2: 14.900 kr. Ferðamáti 1 Stóri kostnaðarliðurinn í ferðalagi um landið er gjarnan ferðamátinn. Almenn- ingssamgöngur á Íslandi, sérstaklega úti á landi, eru með dýrara móti og þá er heldur ekki hlaupið að því að leigja sér bílaleigubíl. Leið eitt býður upp á langódýrustu leiðina til þess að ferðast á milli staða – með því að húkka sér far. Þetta er frábær leið til þess að kynnast öðrum ferðalöngum og ef þú ert heppinn þá hittir þú á staðkunn- ugan heimamann sem getur frætt þig um svæðið. Hins vegar getur verið þreytandi að standa klukkutímum saman úti í vegarkanti með puttann út í loftið og vona að næsti bíll stoppi. Þá kemur vefsíðan samferda.is sterk inn. Þar eru bæði auglýst laus pláss og þá geta puttalingar einnig sett inn beiðni um far. 2 Þessi leið hugnast hins vegar ekki öll-um, síst þeim sem eru með börn. Þá er næstbesti kosturinn að fara á sparneytnum einkabíl. Á heimasíðu Orkusetursins er hægt að reikna út hversu langt þú kemst á bens- ín- eða dísillítranum á þínum bíl. Leið tvö gerir ráð fyrir hefðbundnum fjölskyldubíl, til dæmis Ford Focus Station, beinskiptum með bensínvél. Í utanbæjarakstri kemstu 22,7 kílómetra á lítranum á þessum bíl, samkvæmt reiknivél Orkusetursins. Þannig er hægt að reikna út að í hringferðinni (1.332 km) ferðu alls með 58,7 lítra. Miðað við núverandi eldsneytisverð (247,8 kr.) kostar ferðin því 14.540 krónur. Leið 1: Ókeypis. Leið 2: 14.540 kr. Afþreying 1 Hamingjan kostar ekkert og það er vel hægt að hafa nóg fyrir stafni í fríinu án þess að eyða peningum. Takið með ykkur spil og bækur og farið í gönguferðir um nátt- úruna. Samveran er það eina skiptir máli. 2 En þó svo að margt skemmtilegt sé hægt að gera í ferðalaginu án þess að eyða einni krónu þurfið þið samt sem áður ekki að neita ykkur um allt – þið eru jú í fríi. Leið tvö gerir ráð fyrir tveimur sundferðum og innliti á eitt safn. Fyrst er farið í sund á Varmalandi í Borgarfirði en fyrir tvo fullorðna og tvö börn kostar það 1.490 krónur, sund á Egilsstöðum kostar 1.600 krónur og þá er aðgangseyrir fyrir tvo fullorðna 2.000 krónur í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði. Leið 1: Ókeypis Leið 2: 5.090 kr. Borgarfjörður Fyrsti dvalarstaður puttalingsins er Borgarfjörður. Þar er af nógu að taka hvað náttúruperlur varðar. Má þar meðal annars nefna Grábrók í Norðurárdal, Hraunfossa og Deildartunguhver. Gangan upp á Grábrók er við flestra hæfi en þar er að finna einstakt útsýni yfir Borgarfjörð. Þar er einnig að finna Surtshelli sem er einn þekktasti hellir á Íslandi. Ferðalangar ættu ekki að vera í vandræðum með að finna sér fallegan næturstað. Bláskógabyggð Síðustu nótt aurapúkans er varið í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Bláskógabyggð er eitt fjölsóttasta svæði Íslands á sumrin og því má gera ráð fyrir að rekast á fleiri ferðamenn á svæðinu – sérstaklega í kringum Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Góðu fréttirnar eru þær að auð- velt ætti að vera að ferðast á puttanum um svæðið. Skagafjörður Næsti viðkomustaður er Skaga- fjörður en hann hefur sömuleiðis að geyma fjölda náttúrugersema, frá fallegum fjallshlíðum niður að ströndinni og eyjunum. Eitt kunnasta kennileiti fjarðarins er án efa Drangey – hin tæplega 200 metra háa klettaeyja. Að auki má nefna Þórðarhöfða og Ketubjörg sem hvort tveggja setja svip sinn á umhverfið. Hér verður ekki erfitt að finna næturstað með útsýni. Skagaströnd Næst aka ferðalangar norður á Skagaströnd en tjaldsvæðið þar er á skjólsælum og rólegum stað rétt austan við byggðina. Á leiðinni er tilvalið að stoppa í Húnafirði, borða nesti og skoða hinn 15 metra háa Hvítserk sem stendur í flæðarmálinu. Þegar á Skagaströnd er komið er tilvalið að ganga á náttúruperluna Spákonufellshöfða sem er vinsælt útivistarsvæði. Þar hafa verið merkt- ar gönguleiðir og sett upp fræðslu- skilti um fugla og gróður. Ekki gleyma að skrifa nöfnin ykkar í gestabókina! Varmaland Fyrstu nótt fjölskyldunnar á einkabílnum er varið í Varmalandi í Borgarfirði. Tjaldsvæðið er stórt og rúm- gott og þar er einnig að finna sundlaug sem alla jafna er vel nýtt af gestum tjald- svæðisins. Fyrir ofan svæðið gnæfir klettur sem tilvalið er að ganga upp á, virða fyrir sér fallegt útsýni yfir svæðið og taka fyrstu hópmynd ferðalagsins. Úthlíð Síðasti áningar- staður ferðalanga á einkabíl er í miðjum Gullna hringnum, í Úthlíð í Biskupstungum. Á leiðinni er nauðsynlegt að stoppa við Skógafoss og eiga síðan góða stund inni í Þórsmörk. Jafnvel væri hægt að taka krók inn að Landmannalaug- um. Síðasta deginum er síðan best varið í að skoða náttúruperlur umhverfisins – Gullfoss, Geysi og Þingvelli – áður en haldið er heim á leið. 1 6 1 6 2 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.