Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Page 25
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Neytendur 25 Hringferð aurapúkans Heildarkostnaður Leið 1: 0 kr. Leið 2: 34.530 kr. Fjarðabyggð Næst heldur puttalingurinn á Austfirðina – og þar er af nógu að taka. Stærsta sveitarfélag Austfjarða er Fjarðabyggð, en það nær frá Dalatanga í norðri að Kambanesi í suðri og inniheldur alls sex þéttbýliskjarna. Mikil náttúrufegurð er í sveitarfélaginu öllu og má til dæmis nefna Gerpissvæðið milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar sem er að verða eitt af vinsælustu gönguleiðarsvæð- um landsins. Miðað við þróun sumarsins ættu ferðalangar einnig að geta gengið að góða veðrinu vísu. Vík í Mýrdal Næst aka aurapúkar alla leið í Vík í Mýrdal. Engum mun hins vegar leiðast náttúrufegurðin sem ferðalangar fá notið út um bílgluggann og þá er um að gera að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni, teygja úr sér og borða nesti – til dæmis við Jökulsárlón. Mývatnssveit Frá Skagafirði húkkar aurapúkinn sér far í Mývatnssveit. Þar gefur að líta fjölda náttúruperla, til dæmis Dimmuborgir, Höfða og Námafjall. Göngufólk mun láta freistast af fjöllunum umhverfis Mývatn, en þetta eru Reykja- hlíðarfjall, Búrfell, Bláfjall, Sellandafjall og Vindbelgur sem öll hafa myndast í gosi undir jökli. Enginn mun sjá eftir því að slá niður tjaldi í nágrenni þeirra. Fjalladýrð Næsti viðkomustaður er Möðrudalur á Fjöllum. Tilvalið er að hafa viðkomu á Ak- ureyri og leyfa krökkunum að leika sér í leik- tækjunum í Kjarnaskógi eða fara í lautarferð í Lystigarðinum. Ferðaþjónustan Fjalladýrð Möðrudal á Fjöllum er staðsett miðja vegu milli Mývatns og Egilsstaða. Staðurinn er rómaður fyrir fagra fjallasýn og víðsýni til allra átta. Sparkvöllur og frisbeególf er til staðar fyrir fjölskylduna. Stöðvarfjörður Þá liggur leiðin á Stöðvarfjörð á Austfjörðum. Á leiðinni væri gaman að rifja upp þjóðsöguna af Lagar- fljótsorminum, fara í sund á Egilsstöð- um og kíkja síðan á Steinasafn Petru á Stöðvarfirði, sem er eitt stærsta safn sinnar tegundar í heimi. Í skógræktinni við tjaldsvæðið eru síðan skemmti- legar gönguleiðir og gott leiksvæði fyrir börnin. Skaftárhreppur Næsti dvalarstaður er Skaft- árhreppur í austurhluta Vestur- Skaftafellssýslu. Landslag og gróðurfar í Skaftárhreppi er mjög fjölbreytilegt og andstæður í nátt- úrunni miklar. Allt frá Mýrdalsjökli til Skaftár og frá Eldhrauni til Mýrdals- sands. Við rætur Mýrdalsjökuls munu aurapúkarnir því eiga notalega stund í faðmi náttúrunnar – svo lengi sem Katla gýs ekki. 4 5 3 4 5 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.