Fréttablaðið - 30.01.2015, Side 54

Fréttablaðið - 30.01.2015, Side 54
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Það eru sumir sem verða yfir sig hrifnir af gongum, eiga kannski ellefu stykki og eru með þau um allt hús. Chris McMillan, hárstílisti raun- veruleikastjörnunnar Kim Kard- ashian, segir að löngu, glansandi lokkarnir hennar séu hluti af ímynd hennar og einkennum. McCmillan bar ábyrgð á Rach- el-klippingunni vinsælu sem Jennifer Aniston var með í sjón- varpsþáttunum Friends. Hann hefur núna tjáð sig um hvern- ig hann hefur unnið með hárið á Kardashian. Hann segist aldrei hafa þurft að nota hárlengingar vegna þess að hennar náttúru- lega hár er svo góður grunnur til að vinna með. „Langa, æðislega hárið á Kim er hluti af einkennum hennar,“ sagði McMillan. „Náttúruleg áferð hársins er þykk og bylgju- kennd. Í stað þess að berjast gegn því, notfæri ég mér það, og held öllu mjúku, auðveldu og lág- stemmdu.“ Í viðtali við tímaritið Allure talaði McMillan einnig um hvern- ig hann útbjó hár Kardashian fyrir brúðkaup hennar á síðasta ári og hafði hann einfaldleikann í fyrirrúmi. „Brúðkaup er ekki rétti tíminn til að búa til eitthvað „trendí“. Hárstílisti Kardashian tjáir sig Chris McMillan segir síða, glansandi hárið vera eitt af einkennum hennar. KIM KARDASHIAN Raunveruleikastjarn- an virðist vera í góðum málum með Chris McMillan sér við hlið. NORDICPHOTOS/GETTY Trend Rúskinn og aft ur rúskinn „Fyrir mörgum árum sagði góð vinkona mín við mig að ég þyrfti að læra að spila á gong. Ég fjár- festi í gongi og hef spilað á það síðan,“ segir Siri Gopal Singh, kundalini-jógakennari og gong- heilari. Hann er frá Los Angeles og er staddur hér á landi og mun halda námskeið í gong-heilun um helgina. „Gong er notað á margs konar máta, í sinfóníum, rokkhljóm- sveitum og á allskyns tónlistar- vettvangi. Ég spila á það eins og ég var þjálfaður til,“ segir Siri Gopal, sem notar hljóðfærið í heilun, hug- leiðslu og slökun. Hann hefur spilað á gong í sjö ár og ferðast víða. „Nú ferðast ég um heiminn og kenni. Um helgina verð ég á Íslandi og í desember var ég í Kína að kenna allt frá við- skiptafólki til heimavinnandi hús- mæðra.“ Hann segir hægt að nota gong til þess að vinna á ýmiss konar kvill- um og létta lund. „Ég var með við- skiptavin sem var á leið í aðgerð. Ég gerði læknandi gong-hugleiðslu fyrir hana sem róar hugann svo hún gæti verið afslöppuð og tilbúin fyrir aðgerðina.“ Siri Gopal hefur einnig haft nemendur og viðskipta- vini sem glíma við þunglyndi eða eru að komast yfir sambandsslit. Hann hefur mikla ánægju af starfi sínu. „Hvenær sem ég er að vinna með nema eða er með hóp- tíma er ég líka að njóta góðs af því,“ segir hann og bætir við að hann spili einnig á gong í einrúmi fyrir sjálfan sig. „Ég var með kennara sem lærði að spila á gong af Yogi Bahajan í mörg ár. Ég tók marga tíma og svo skiptir máli að halda áfram og æfa sig stöðugt, eins og með allt.“ Sjálfur á Siri Gopal tvö gong. „Það eru sumir sem verða yfir sig hrifnir af gongum, eiga kannski ellefu stykki og eru með þau um allt hús,“ segir hann og hlær. „Ég kýs fremur að einbeita mér að því að nota eitt gong og skapa sam- band við það,“ segir hann og bætir við að hljóðið í gonginu breytist með árunum. Siri Gopal ferðaðist með gong til landsins sem verður í jógastöð- inni Andartaki þar sem það verð- ur notað í heilun og gong-slökun. „Það er um áttatíu sentimetrar að stærð og mjög fallegt. Það mun hljóma dásamlega um helgina en eftir nokkur ár mun það búa yfir enn ríkari hljómi vegna þess að það mun drekka í sig allt íslenska loftið,“ segir hann og hlær. Siri Gopal verður með opið nám- skeið í Andartaki Kundalini-jóga- stöð um helgina, nánari upplýs- ingar má nálgast á Andartak.is. gydaloa@frettabladid.is Notar gong í heilun, hugleiðslu og slökun Siri Gopal, jógakennari og gong-heilari, hefur ferðast víða og kennt gong-heilun. SIRI GOPAL Hefur leikið á gong í sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LÍFIÐ 30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR CHLOE GUCCI GUCCI JASON WU DEREK LAM 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -3 0 C 8 1 7 E D -2 F 8 C 1 7 E D -2 E 5 0 1 7 E D -2 D 1 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.