Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2015, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 30.01.2015, Qupperneq 58
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30 DOMINOS DEILDIN KR - KEFLAVÍK 109-73 STJARNAN - SNÆFELL 97-88 NJARÐV.- TINDAST. 107-99 E. FRL (88-88) SKALLAGR. - HAUK. 106-101 E. 2 FRL (84-84, 94-94) STAÐAN Í DEILDINNI KR 15 14 1 1512-1229 28 Tindastóll 15 11 4 1414-1290 22 Stjarnan 15 9 6 1332-1297 18 Njarðvík 15 9 6 1292-1220 18 Snæfell 15 8 7 1332-1325 16 Keflavík 15 8 7 1249-1287 16 Grindavík 14 7 7 1252-1281 14 Þór 14 7 7 1306-1341 14 Haukar 15 7 8 1315-1306 14 Fjölnir 14 3 11 1163-1322 6 Skallagrímur 15 3 12 1204-1408 6 ÍR 14 2 12 1196-1261 4 NÆSTU LEIKIR Í DEILDINNI Í kvöld klukkan 19.15: Þór Þ. - Grindavík, ÍR - Fjölnir. Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 • www.sm.is ÚTSALA AFSLÁTTUR 80% ALLT AÐ FÓTBOLTI Norska félagið Viking Stavanger hafnaði 100 milljóna króna tilboði belgíska úrvalsdeildarliðsins Lokeren í miðvörðinn Sverri Inga Ingason, samkvæmt heimildum Vísis. Sverrir spilaði sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku í norsku úrvalsdeildinni á síðasta ári. Stavanger Aftenblad greinir frá því að Viking hafi hafnað tveimur tilboðum frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en það seinna var tilboð upp á fimm milljónir norskra króna eða 86 milljónir íslenskra króna. Þriðja tilboðið hefur borist Viking og það er frá Lokeren, en samkvæmt heimild- um Vísis is bauð belgíska félagið um 650.000 evrur í Sverri. Það gera rétt tæpar 100 milljónir króna. Aftenbladet segir Viking hafa borgað Breiðabliki um 17 milljónir íslenskra króna fyrir Sverri, en Lokeren hefur nú boðið ríflega fimmfalda þá upp- hæð. - tom 100 milljónir ekki nóg til að fá Sverri ÖFLUGUR Craion var sínum gömlu félögum erfiður í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT LEIKIR DAGSINS LEIKIR UM 5. TIL 8. SÆTI Króatía - Þýskaland kl. 13:00 Danmörk - Slóvenía kl. 15:30 UNDANÚRSLIT Pólland - Katar kl. 15:30 Spánn - Frakkland kl. 18:00 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins HANDBOLTI Danska þjóðin er í sárum eftir að handboltalandslið Dana tapaði fyrir Spánverjum í 8-liða úrslitum HM í handbolta hér í Katar. Guðmundur Guðmundsson fékk sinn fyrsta stóra skell sem landsliðsþjálfari Dana og hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið þungur. „Þetta reynir á og sýnir hversu grimmar íþróttirnar geta verið,“ segir Guðmundur. Spánn vann umræddan leik á sigurmarki Joan Canellas á loka- sekúndu leiksins. Guðmundur var eins og aðrir í danska liðinu stein- runninn á hliðarlínunni og trúði vart eigin augum. Draumurinn um heimsmeistaratitilinn var farinn á augabragði. „Sigurinn gat fallið hvorum megin sem var. Þetta var bara þannig leikur,“ segir Guð- mundur enn fremur. HM eins og bikarkeppni Í síðustu heimsmeistarakeppni, þar sem Spánverjar urðu heims- meistarar á heimavelli, var nýtt fyrirkomulag tekið upp. Milliriðl- ar voru felldir út og í staðinn tóku 16-liða úrslit við af hefðbundinni riðlakeppni. Guðmundur er gagn- rýninn á þetta nýja fyrirkomulag. „HM er í raun orðið eins og bikar keppni. Það þykir mér afar sérstakt,“ segir Guðmundur. Danir höfnuðu í öðru sæti síns riðils – unnu Pólland, Rússland og Sádi- Arabíu en gerðu jafntefli við Arg- entínu og Þjóðverja. Það var sérstaklega jafnteflið gegn Argentínu í fyrsta leik sem sat í Dönum en Guðmundur segir úrslit þess leiks engu máli skipta í dag. „Ef við hefðum unnið þann leik hefðu Þjóðverjar alltaf getað lagað markatöluna sína eins og þeir þurftu því þeir áttu Sádi-Arabíu í síðasta leik,“ segir þjálfarinn. „Við spiluðum hörkuleiki í riðl- inum, unnum svo Ísland í 16-liða úrslitum og svo kom þetta tap. Og við erum úr leik þrátt fyrir að hafa tapað bara einum leik alla keppn- ina.“ Áður en núverandi fyrirkomulag var tekið upp var haldin milliriðla- keppni í stað 16- og 8-liða úrslita. Efstu tvö liðin úr hvorum milliriðli fóru svo áfram í undanúrslit og hugnast Guðmundi það mun betur. „Við erum á HM til að finna besta lið heims. Með útsláttar- keppni geta óvæntir hlutir gerst og mér þætti þá eðlilegra að spila milliriðla. Þannig hafa liðin svig- rúm til að gera ein mistök og nán- ast pottþétt að fjögur bestu liðin fari í undanúrslit,“ segir hann. „Nú getur þetta ráðist á tilviljun, hver hittir á það á síðustu sekúnd- unum eða ekki.“ Kvarta ekki undan blaðamönnum Guðmundur segir að hann hafi lært margt á þeim tíma sem hann hefur verið í starfinu, þó svo að hann hafi verið skammur. „Ég hef ekki fengið marga daga með liðinu. Ég er að gera ákveðn- ar breytingar á bæði sókn og vörn liðsins og leikmenn eru að kynnast nýjum þjálfara. Það tekur tíma,“ segir Guðmundur. Þá er gríðarlega mikil umfjöllun um danska liðið og blaðamanna- fundir þess fjölsetnir. „Það er hluti af mínu starfi að sinna fjölmiðlum og ég kvarta ekki undan því. Ég er glaður yfir hversu mikinn áhuga liðið fær. Það er gott fyrir dansk- an handbolta og þess vegna sinni ég glaður þessum hluta starfsins.“ Ulrik Wilbek náði frábærum árangri með danska liðið og var vitað að það yrði erfitt fyrir hvern sem er að ætla að feta í fótspor hans. „Ég vissi það vel en ég setti allt slíkt bara til hliðar. Það sem máli skiptir er að ég hef horft upp á mitt lið standa sig vel og spila góðan handbolta. Það er margt jákvætt við leik liðsins og hvernig hann hefur þróast. Ég hef aðeins fundið fyrir miklum stuðningi leikmanna og allra innan danska handboltasambandsins.“ Tilviljanakennd leið að titli Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gagnrýnir mótsfyrirkomulagið á HM í handbolta eft ir að Danir duttu út í 8-liða úrslitum eft ir tap fyrir Spáni. Danir hefj a baráttuna um fi mmta sætið í dag. SVEKKJANDI Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, í leiknum á móti Spáni í fyrrakvöld þar sem danska landsliðið þurfti að sætta sig við eins marks tap. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK HANDBOLTI Patrick Grötzki átti erfiðar lokamínútur í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Hornamaðurinn snjalli átti tvö skot á loka- mínútunum sem Danijel Saric, hinn bosníski markvörður Katars, varði og tryggði þar með sínum mönnum sigur og sæti í undanúrslitum. „Nóttin var stutt enda vonbrigðin mikil,“ sagði hann við Fréttablaðið á hóteli þýska liðsins í Doha í gærmorgun. Þýskaland mætir Króatíu í dag í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8. „En við viljum fara á Ólympíuleika og því skipta næstu leikir svo miklu máli. Aðeins einn í landsliðinu hefur farið á Ólympíuleika og því viljum við ólmir komast þangað,“ segir hann en liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni ÓL. Þjóðverjar hafa háleit markmið fyrir framtíðina og ætla sér að búa til lið sem getur orðið heimsmeistari á heimavelli árið 2019. Dagur Sigurðs- son á að leiða það verkefni og Grötzki segir að hann sé rétti maðurinn til þess. „Án nokkurs vafa. Hann er frábær þjálfari og hver einasta stund á þessu móti hefur verið þaulhugsuð. Við mætum vel undirbúnir í hvern leik og það er engin tilviljun í því sem hann gerir. Hann er hundrað prósent rétti maðurinn til að leiða okkur áfram.“ Nánar er rætt við Grötzki á íþróttavef Vísis. - esá Dagur Sigurðsson er hundrað prósent rétti maðurinn LÉK VEL Á HM Patrick Grötzki klikkaði ekki á mörgum skotum á HM. MYND/GETTY KÖRFUBOLTI Heitustu liðin í Dom- inos-deildunum þessa dagana eru karla- og kvennalið Grindvíkinga. Sólin er komin upp í Grindavík eftir dimma daga fyrir áramót og Grind- víkingar hafa nú unnið flesta leiki í röð í báðum deildum. Karlalið Grindavíkur hefur unnið fimm leiki í röð og þessir sigr- ar hafa skilað liðinu upp í sjöunda sætið fyrir umferðina sem hófst í gær en það eru jafnframt bara tvö stig upp í þriðja sæti deildarinnar. Grindvíkingar heimsækja Þór úr Þorlákshöfn í kvöld. Kvennalið Grindavíkur hefur unnið sex leiki í röð eða öll lið deild- arinnar í einum rykk fyrir utan topplið Snæfells sem er næst á dag- skrá í deildinni en fyrst fá Grinda- víkurkonur Njarðvík í heimsókn í undanúrslitum bikarsins. Það var vissulega dimmt yfir Röstinni í Grindavík í byrjun des- embermánaðar þegar karlaliðið var aðeins búið að vinna tvo af fyrstu níu leikjum sinum og kvennaliðið hafði tapað tveimur leikjum í röð sem þýddi að liðið var ekki lengur meðal fjögurra efstu liðanna. Svo vill til að þjálfari beggja lið- anna er Sverrir Þór Sverrisson og honum tókst að snúa við blaðinu hjá báðum liðum. Lykilatriðið voru flottir sigrar í síðustu leikjum fyrir jólafríið og síðan hafa bæði liðin verið ósigrandi í fyrsta mánuði nýja ársins. Nýir bandarískir leikmenn hafa að sjálfsögðu hjálpað til sem og það að karlaliðið endurheimti hinn stór- efnilega Jón Axel Guðmundsson og menn eins og Jóhann Árna Ólafsson úr meiðslum. Sverrir Þór á samt mikið hrós skilið fyrir að hafa snúið við báðum skútum á sama tíma og lið hans eru til alls vís í framhaldinu. - óój Sverrir Þór taplaus á nýja árinu Grindavík hefur unnið fl esta deildarleiki í röð í bæði karla- og kvennakörfunni SJÖ SIGRAR Í SJÖ LEIKJUM Í JANÚARMÁNUÐI Sverrir Þór Sverr- is son er búinn að kveikja á báðum Grindavíkurliðunum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -8 9 A 8 1 7 E D -8 8 6 C 1 7 E D -8 7 3 0 1 7 E D -8 5 F 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.