Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 16
Neytendasamtökin hvetja neyt- endur til að vera vakandi fyrir verð- lagningu vegna tollabreytinga sem áttu sér stað um áramótin. Meðal þeirra vara sem tollar hafa verið felldir niður af eru fatnaður og skór. Á vefsíðu samtakanna segir að samkvæmt lauslegum útreikn- ingum ættu þessar breytingar að skila sér í 7,8 prósenta lægra verði á fyrrgreindum vörum. Bæði Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands, ASÍ, ætla að fylgjast með því að verðlækkun- in skili sér til neytenda. Bent er á að verð ætti að hafa lækkað nú þegar en það geti raunar skekkt stöðuna að útsölur eru víðast hvar í gangi. „Þetta er ekki einfalt þótt bæði Neytendasamtökin og ASÍ haldi það. Það má fullyrða að nær allar vörur á útsölum hafi verið leystar úr tolli fyrir áramót og beri toll. Vörur leystar úr tolli eftir áramót eru án tolla. Nýjar vörur verða almennt settar fram um næstu mánaðamót,“ segir Andrés Magn- ússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Hann segir ekki sennilegt að nýjar vörur hafi verið leystar úr tolli fyrir áramót. „Það er alveg inni í myndinni en ótrúlegt. Flest- ir hafa reynt að bíða til að losna við tollinn. Menn hafa haft fjóra mánuði til að undirbúa sig. Það má ganga út frá því að það sé almenna reglan. Viðskiptavinir verða því ekki í stöðu til að gera samanburð fyrr en nýjar vörur eru komnar og útsölum lokið. Menn verða að bera saman verð á sambærilegu vörumerki fyrir og eftir tolla. Það er eina leiðin.“ Andrés bendir á að mikill hluti fatnaðar sem er til sölu hér hafi verið fluttur inn án tolla og það flæki málið enn frekar. „Allur fatn- aður framleiddur í aðildarríkjum Evrópusambandsins og þeim ríkjum sem við höfum gert fríversl- unarsamning við er og hefur verið tollfrjáls. Okkar mat, sem er byggt á tölum frá fjármálaráðuneytinu, er að 40 til 45 prósent fatnaðar hafi verið flutt inn án tolla en 55 til 60 prósent með tollum. Breytingin nær eingöngu til þeirra vara sem fluttar hafa verið inn með tollum hingað til. Almenningur veit hins Menn verða að bera saman verð á sam- bærilegu vörumerki fyrir og eftir tolla. Það er eina leiðin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu Eftirfylgni tollabreytinga er flókin Viðskiptavinir verða ekki í stöðu til að gera verðsamanburð fyrr en nýjar vörur eru komnar í verslanir og útsölum lokið. Framkvæmda- stjóri SVÞ óttast að í umræðunni um áhrif breytinganna verði ekki tekið tillit til á hvaða vörur var áður lagður tollur. 55-60% innflutts fatnaðar hafa verið flutt til landsins án tolla. Nær helmingur þess fatnaðar sem fluttur hefur verið inn til landsins hefur ekki borið tolla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR vegar ekki hvort buxurnar sem hann ætlar að kaupa í búðinni hafi borið tolla áður eða ekki.“ Andrés segir SVÞ óttast að í umræðunni um áhrif breyting- anna verði ekki tekið tillit til þess á hvaða vörur tollur var lagður áður og á hverjar ekki. Í umræð- unni um áhrif niðurfellingar vöru- gjalda hafi ekki verið tekið tillit til þess hvaða vörur hafi borið vöru- gjöld. Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is Í nýju samnorrænu kennsluefni, honnuhus.is, læra nemendur í 2.-6. bekk grunnskóla um hættuleg efni á heimilinu, eins og til dæmis stíflu- eyði, grillvökva og hreinsiefni, og hvers vegna mikilvægt er að með- höndla slík efni af varúð. Á vef Umhverfisstofnunar, ust.is, er bent á að alvarlegur augnskaði og eitranir séu dæmi um skaða sem börn geti orðið fyrir ef þau komast í efnavörur á heimilinu. Því sé mjög brýnt að fræða þau um þessar hætt- ur. Markmiðið er að kenna efnið nemendum á yngri stigum en um leið að vefsíðan sé aðgengileg sem víðast þar sem búast megi við að börn séu á netinu og foreldrar geti skoðað Hönnuhús með þeim. Haft er eftir Lenu Valdimarsdóttur hjá Umhverfisstofnun að það sé á ábyrgð foreldra og forráðamanna að geyma og meðhöndla efnavörur á heimilum á réttan og öruggan hátt. Með því að fræða börn um mögulegar hættur sem af þeim stafa sé vonast til að líkurnar á slysum minnki. Þar að auki sé mögulegt að börnin geti frætt foreldra sína um það sem þau hafa lært, til dæmis að efni eins og klósett- hreinsir og töflur í uppþvottavélar eigi að vera geymd á stöðum þar sem ung börn geta ekki nálgast þau. Þannig geti öll fjölskyldan notið góðs af verk- efninu. – ibs Börn læra í Hönnuhúsi um hættuleg efni á heimili Vefsíðan „Huldar hættur á heimili Hönnu“ er aðgengileg á fimm Norðurlanda- málum auk ensku. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR? Í samræmi við lög VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 22. janúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félags- manna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins, svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmdir. Uppstillinganefnd VR fjölskyldan 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -3 1 9 0 1 8 2 6 -3 0 5 4 1 8 2 6 -2 F 1 8 1 8 2 6 -2 D D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.