Fréttablaðið - 14.01.2016, Side 17

Fréttablaðið - 14.01.2016, Side 17
Með því að minnka smátt og smátt sykurmagn í sykruðum drykkjum myndi líf margra batna. Samkvæmt rannsókn breskra vísindamanna yrði þá hægt að koma í veg fyrir 300 þúsund tilfelli sykursýki af týpu tvö. Ef magn sykurs í sykruðum drykkjum, þar á meðal ávaxtasafa, yrði minnkað um 40 prósent á fimm ára tímabili myndi sykurneyslan að meðaltali verða 38,4 kaloríum minni á dag í lok tímabilsins. Vísinda- mennirnir segja að með því yrði hægt að koma í veg fyrir 500 þúsund tilfelli ofþyngdar og eina milljón til- fella offitu hjá bresku þjóðinni. Þar með yrðu tilfelli sykursýki af týpu tvö um 300 þúsundum færri næstu tvo áratugina, að mati vísindamannanna sem starfa við Queen Mary-háskólann í London. Gervisætuefni eiga ekki að koma í stað sykursins sem  fjarlægður verður úr drykkjunum. Niðurstöður rannsóknar vís- indamanna eru birtar í grein í ritinu The Lancet Diabetes & Endocrinology. Bresk stjórnvöld hafa unnið með matvælaframleiðendum að því að minnka salt í mat um 40 prósent á fimm ára tímabili. – ibs Breskir vísindamenn vilja minnka sykurmagn í drykkjum Koma má í veg fyrir hundruð þúsunda tilfella ofþyngdar og offitu í Bretlandi verði sykur í drykkjum minnkaður. NORDICPHOTOS/GETTY Vísindamennirnir segja að með því að minnka sykurmagn í drykkjum yrði hægt að koma í veg fyrir 500 þúsund tilfelli ofþyngdar og 1 milljón tilfella offitu hjá bresku þjóðinni. Þar með yrðu tilfelli sykursýki af týpu tvö um 300 þúsundum færri næstu tvo áratugina. Borgarbókasafnið býður börnum að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstak- lega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Um er að ræða verkefni í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi. Á vef safnsins segir að félagið Vigdís sé aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D. – Reading Education Ass- istance Dogs sem starfar um allan heim með um 4 þúsund sjálfboða- liðum með það að markmiði að efla læsi barna með því að hvetja þau til yndislesturs. Lestrarstundir með hundi reynast börnum vel og ekki síst þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn gagnrýnir ekki barnið á meðan á lestrinum stendur, hjálpar því að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er. Sjálfboðaliðinn sem á hundinn ræðir síðan við barnið um innihald bókarinnar til að aðstoða og tryggja betri lesskilning. Lesturinn fer fram á 5. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni. Tveir hundar verða á staðn- um og komast átta börn að í hvert skipti. Hvert barn fær að lesa fyrir hundinn í 15 mínútur. Hundarnir og eigendur þeirra hafa fengið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu. For- eldrar þurfa að bóka tíma fyrirfram fyrir börnin með því að senda tölvu- póst á Þorbjörgu Karlsdóttur verk- efnisstjóra á netfangið thorbjorg. karlsdottir@reykjavik.is eða með því að hringja í síma 411 6146. Boðið verður upp á lestrarstund- irnar sunnudagana 17. janúar, 7. og 21. febrúar, 6. og 20. mars og 3. apríl og hefjast allar kl. 15. Lesið fyrir hunda á bókasafni Þeir sem hætta að reykja öðlast við það sína eðlilegu þyngd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Kaupmannahafnarháskóla. Vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, segja að reykinga- menn séu léttari en þeir sem ekki reykja þar sem nikótín dragi úr matarlystinni og auki efnaskiptin. Þegar reykingamenn hætti að reykja verði þeir jafnþungir og þeir hefðu verið ef þeir hefðu aldrei reykt. Óttinn við að þyngjast kemur í veg fyrir að margir hætti reyking- um, einkum konur. Á þetta bendir danskur ráðgjafi. Þyngdin verður eðlileg á ný Lestrarstundir með hundi reynast börnum vel. MYND/BÁRA KRISTINSDÓTTIR Veldu hreint loft, aukna orku og vellíðan Loftgæðin innandyra hafa áhrif á heilsu okkar. Þau minnka á veturna á Íslandi og ekki hjálpar að opna glugga því að útiloft, sem er við frostmark, getur aðeins innihaldið um fjögur grömm af vatni á rúmmetra. Stadler Form rakamælar, rakatæki, lofthreinsitæki og ilmtæki á 20% afslætti í janúar. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.isHlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is Selina rakamælir Sýnir hitastig og rakaprósentu. Nákvæm mæling. Öflugt, hljóðlátt og stílhreint. Afköst mest 300 g/klst. Herbergisstærð allt að 40 m2. Náttúrulegur rakagjafi. Afköst mest 120 g/klst. Herbergisstærð allt að 25 m2. Skapar róandi stemningu og dreifir ilmi um herbergið. Öflugt og glæsilegt. Afköst mest 480 g/klst. Herbergissstærð allt að 65 m2. Hreinsar loftið með þremur síum. Eyðir ólykt, ryki, svifryki, bakteríum, veirum, frjókornum og öðrum örverum í híbýlum okkar. Herbergisstærð: 50 m2 Viktor lofthreinsitæki Anton rakatæki Jasmin ilmtæki Oskar rakatæki Jack rakatæki f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 17f i M M t U D A G U r 1 4 . j A n ú A r 2 0 1 6 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 2 6 -3 B 7 0 1 8 2 6 -3 A 3 4 1 8 2 6 -3 8 F 8 1 8 2 6 -3 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.