Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig. Og um gildi listar og menningar ætti ekki að þurfa að rífast. Ég er rithöfundur og í vikunni komst það í fréttir að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaunum. Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutuð 12 mánaða rithöfundalaun á dögunum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Hvað getur maður sagt? Af mér sjálfum og viðskiptum mínum við þessa nefnd er það að segja að ég fékk ekki rithöfunda­ laun í ár. Heldur ekki í fyrra. Nú kann að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skal fá, en mér sýnist þetta snúast um það að þeim sé gert kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Og að með styrkj­ unum liggi fyrir afurðir á menningarsviðinu. Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig. Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig. Hvað getur maður sagt? Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Hvað getur maður sagt? Mikael Torfason rithöfundur Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutuð 12 mánaða rithöfunda- laun á dög- unum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Í lok október var vegleg umfjöllun í helgarblaði Fréttablaðsins um ungt fólk sem komist hefur í áhrifastöður innan stjórnmálaflokkanna. Meðal viðmælenda voru sjö ungar konur sem annaðhvort eru þingmenn eða eru í fram­ kvæmdastjórnum stjórnmálaflokkanna sex sem nú eru á Alþingi. Aldrei áður hafa þær verið svo margar. Nú um helgina vakti ein þeirra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, athygli vegna framgöngu sinnar í pólitískum umræðum á opinberum vettvangi. Í sjónvarpsþætti á Hringbraut gagnrýndi hún meðal annars bréfið sem sleit aðildar­ ferlinu að ESB og hélt því fram að tekjujöfnuður hefði aldrei verið meiri og aldrei færri undir lágtekju­ mörkum. Í kjölfarið gerðist það sem gerist alltof oft. Net­ tröllin vöknuðu til lífsins, settust bogin fyrir framan lyklaborðin sín og spúðu eitri og hatri yfir Áslaugu. Minnst fór fyrir málefnalegri gagnrýni á orð hennar – mest fór fyrir persónuníði; kolheimsk tussa, frekju­ hex og stelpuræfill eru örfá valin dæmi um orð sem látin voru falla um þessa ungu konu fyrir það eitt að hafa skoðanir. Kollegi Áslaugar, Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sagði frá því um helgina að hún þekkti vel þann veruleika sem Áslaug býr við. „Við erum ekkert rosalega mörg, unga fólkið sem er virkt í stjórnmálum og stjórnmála­ umræðunni og við ungu konurnar erum enn færri. Við eigum að vera miklu miklu fleiri. Það er hins vegar ekki erfitt að skilja hvers vegna við erum það ekki,“ skrifaði Sema. Báðar eru konurnar sammála um að svona árásir séu óþarfur fylgifiskur þess að ungt fólk taki þátt í stjórnmálaumræðu. Líkast til er einnig ráðist á eldri stjórnmálamenn en aldursfordómar og kynbundið niðurrif verður bæði háværara og rætnara í tilvikum hinna yngri. Það er mikið ábyrgðarhlutverk að taka þátt í opin­ berri umræðu, hvað þá að taka við ábyrgðarstöðum í pólitísku starfi. Því fylgir athygli og eftir atvikum gagnrýni, eðli málsins samkvæmt. Þeir sem ákveða að gefa kost á sér í slíka umræðu eða til slíkra starfa þurfa að hafa skráp og geta tekið gagnrýni sem óhjá­ kvæmilega fylgir því að bera sjálfan sig á torg. Skrefið sem tekið er með því að ákveða ungur að árum að reyna að gera sig gildandi í umræðunni og þannig hafa áhrif í samfélaginu er þar af leiðandi stórt. Ábyrgð þeirra sem ákveða að níða af þessu unga fólki skóinn er mikil. Árásirnar hafa ekki aðeins áhrif á þá einstaklinga sem verða fyrir þeim beint, heldur ekki síður þá sem mögulega kunna að vilja fylgja í fótspor þeirra seinna meir en geta ekki hugsað sér að leggja það á sjálfa sig og sína að opna upp á gátt fyrir skítkast tröllanna. Það er kannski ómögulegt verkefni að ætla að siða til fólk á internetinu. Það er samt aldrei of oft minnt á hina gullnu reglu: Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Skítkastið Það er kannski ómögulegt verkefni að ætla að siða til fólk á internetinu. 365.is Sími 1817 HEFST 31. JANÚAR Að falla á tíma Velferðarnefnd þingsins sat á maraþonfundi í gær en þingið er ekki komið úr jólafríi. Til- efnið var fjögur frumvörp Eyglóar Harðardóttur um húsnæðis- mál þjóðarinnar. Í samtali við Fréttablaðið í dag segja þing- konur Framsóknarflokksins að helmingur frumvarpanna þurfi að verða að lögum fyrir mánaðamót vegna þess að kjarasamningar verða lausir á þeim tíma. Beðið hefur verið eftir þessum frum- vörpum mjög lengi og Frétta- blaðið hefur flutt fjölda frétta af því að þingið sé að falla á tíma með lagafrumvörp. Því hlýtur það að teljast einhvers konar met að þingið sé strax í tímaþröng og að falla á tíma áður en þing hefst. Aumingja börnin Fjölmiðill hefur beðið stjórn- málamenn afsökunar á því að hafa gert grín að þeim. Karl Garð- arsson og Elín Hirst, þingmenn með samtals áratuga reynslu í fjölmiðlum, sáu sig knúin til að skrifa grein í Fréttablaðið í gær til að gagnrýna Ríkisútvarpið fyrir barnaefni sem fór fyrir brjóstið á þeim. „Í barnatímanum var þeim skilaboðum komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins,“ rituðu þingmenn- irnir. Það hlýtur að teljast saga til næsta bæjar að þingmenn kvarti yfir gagnrýni á störf sín með því að nota rökin „hvað með börnin“. sveinn@frettabladid.is 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð SKOÐUN 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -5 4 2 0 1 8 2 6 -5 2 E 4 1 8 2 6 -5 1 A 8 1 8 2 6 -5 0 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.