Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 21
Tvær bandarískar bíó-myndir um hrunið hafa vakið heimsathygli.
Fyrri myndin, Inside Job, birtist
2010 og vann til Óskarsverð-
launa í flokki heimildarmynda
auk sjö annarra verðlauna og 25
tilnefninga til verðlauna eins og
sjá má á kvikmyndavefsetrinu
góða, www.imdb.com. Höfundur
myndarinnar er dr. Charles
Ferguson. Hann er stjórnmála-
fræðingur og fv. háskólakennari
og lauk doktorsprófi sínu frá
tækniháskólanum í Massachu-
setts, MIT. Myndinni fylgdi bók
Fergusons, Predator Nation:
Corporate Criminals, Political
Corruption, and the Hijacking
of America (2012). Þar er efni
myndarinnar rakið í miklu lengra
máli en hægt er á hvíta tjaldinu.
Þetta er engin utangarðsmynd
heldur styðst handritið við
athuganir margra kunnra fræði-
manna og annarra sem gerþekkja
málavexti. Í þeim hópi er Willam
Black prófessor í hagfræði og
lögum í Kansas City og einnig fv.
fjármálaeftirlitsmaður. Hann er
Íslendingum að góðu kunnur af
heimsóknum sínum hingað og
kom m.a. fram í Silfri Egils meðan
það var og hét. Stórleikarinn
Matt Damon er þulur í myndinni
og beitir seiðandi rödd sinni eins
og við séum að horfa á hugþekka
náttúrulífsmynd.
Taglhnýtingar eða móralskir
slæpingjar?
Eins og nafnið Inside Job ber með
sér í tveim orðum lýsir myndin
bankahruninu í Bandaríkjunum
sem ráni innan frá. Fyrr nefndur
William Black hefur sagt og
skrifað: „Bezta leiðin til að ræna
banka er að eiga banka“ sem
er heitið á þekktri bók hans frá
2005. Hrunið hófst eins og menn
muna með falli Lehman Brot-
hers 2008. Hefði bankinn heitið
Lehman Sisters, segi ég stundum,
væri hann trúlega ennþá uppi
standandi þar eð rannsóknir sýna
að konur fara jafnan betur með fé
en karlar, en það er önnur saga.
Charles Ferguson hefur lýst
því í sjónvarpsviðtölum, m.a. við
Charlie Rose og Katie Couric,
að einn hluti myndarinnar hafi
vakið meiri viðbrögð og von-
brigði áhorfenda en aðrir. Það eru
viðtöl Fergusons við nokkra vel
þekkta bandaríska háskólapró-
fessora sem urðu sér svo ræki-
lega til minnkunar í myndinni
að mig og marga aðra sundlaði.
Flestir fóru þeir undan í flæmingi
þegar Ferguson spurði þá hvort
þeir teldu að bankarnir hefðu
gert eitthvað af sér. Einn þeirra
hótaði að fleygja Ferguson út af
skrifstofu sinni í miðju viðtali.
Annar stóð ljúgandi frammi fyrir
myndavélinni og bar skjálfandi
lygina utan á sér. Ferguson
rekur fjárhagstengslin milli
prófessor anna og hrunverja skv.
opinberum heimildum, engin
smátengsl. Eru þessir prófessorar
taglhnýtingar eða bara móralskir
slæpingjar? Það er álitamál, býst
ég við.
Í frumgerð myndarinnar sem
Ferguson forsýndi völdum áhorf-
endum var meira sýnt af viðtöl-
um hans við prófessorana. Áhorf-
endur réðu honum að stytta þessi
viðtöl þar eð annars gætu menn
haldið að honum væri mest í
mun að auðmýkja prófessorana
frekar en að fræða áhorfendur
um tildrög hrunsins. Ferguson fór
að þessum ráðum. Nokkrir aðrir
hagfræðingar eru sjálfum sér og
stéttinni til sóma í myndinni,
þar á meðal Paul Volcker, fv.
seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
Dominique Strauss-Kahn, þá
forstjóri AGS (hann hrökklaðist
nokkru síðar frá AGS, en gagn-
rýni hans á bankana í myndinni
er varla minna virði fyrir því) og
Gylfi Zoëga, prófessor í Háskóla
Íslands; hans er einnig að góðu
getið á www.imdb.com.
The Big Short
Nú er nýkomin út önnur hrun-
mynd, The Big Short, byggð á
samnefndri sannsögulegri bók
bandaríska rithöfundarins og
blaðamannsins Michaels Lewis
frá 2011. Myndin segir frá fjórum
mönnum sem sáu hrunið fyrir
2007 og hugðust græða á því. Þeir
trúðu varla sínum eigin augum
í fyrstu þegar þeim varð ljóst
umfang undirmálslánanna sem
Kvikmyndir um hrunið
Þorvaldur
Gylfason
prófessor
Í dag
bankar og aðrar fjármálastofnan-
ir höfðu veitt til húsnæðiskaupa.
Þegar þeir kynntust súlu dansmey
í Flórída sem hafði verið lánað fé
til að kaupa sex íbúðir og þetta
var ekki einstakt tilvik heldur
yfirgripsmikið mynztur, þá létu
þeir sannfærast. Þeir ákváðu
að veðja á hrun húsnæðisverðs
og banka – að bólan myndi
springa! – og hættu til þess miklu
fé sem þeim hafði verið trúað
fyrir. Myndin rekur gang málsins
og er óvenjuleg fyrir þá sök að
stundum er gert hlé á frásögn-
inni, myndin fryst, til að skýra
flókna fjármálagerninga og hag-
fræðihugtök fyrir áhorfendum.
Eini hagfræðingurinn sem kemur
fram í myndinni er þv. forseti
Bandaríska hagfræðingafélags-
ins, Richard Thaler, prófessor
í Chicago-háskóla. Framganga
hans er honum sjálfum og stétt-
inni til sóma. Thaler er stundum
kallaður meðhöfundur hagsálar-
fræðinnar eða atferlishagfræð-
innar (e. behavioral economics),
þeirrar sérgreinar hagfræðinnar
sem sækir sér fyrirmyndir í sálar-
fræði lifandi fólks frekar en í
eðlisfræði dauðra hluta. Það er
efni í aðra grein.
Ferguson rekur fjárhag-
stengslin milli prófessoranna
og hrunverja skv. opinberum
heimildum, engin smátengsl.
Eru þessir prófessorar tagl-
hnýtingar eða bara móralskir
slæpingjar? Það er álitamál,
býst ég við.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 21F i M M T u d a g u R 1 4 . j a n ú a R 2 0 1 6
1
3
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
2
6
-6
2
F
0
1
8
2
6
-6
1
B
4
1
8
2
6
-6
0
7
8
1
8
2
6
-5
F
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K