Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 30
Hlynur James Hákonarson er 21 árs gamall og hefur lært fata­ hönnun í Tækniskólanum auk þess að stunda fjarnám við Fjöl­ brautaskólann í Garðabæ. Í dag starfar Hlynur sem búðarstílisti í Levi’s búðinni í Smáralind auk þess sem hann bloggar á herra­ trend.is. Hann er einn af stofn­ endum Rvk Style og hefur eins og gefur að skilja mikinn áhuga á hönnun og tísku en líka á tón­ list og stjórnmálum. Í framtíðinni stefnir hann að því að ná nýjum hæðum í stílistafræðunum og að stunda háskólanám erlendis. Hvenær fékkst þú áhuga á tísku? Áhuginn byrjaði um árið 2007 en þá fór ég að stunda hjólabrettin og sá hvernig strákarnir sem voru í kringum mig klæddu sig öðruvísi. Þá opnuðust nýjar víddir. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Hann er frekar rokkara­ legur, blandaður við smá hip hop og íþróttastíl. Hvernig klæðir þú þig hversdags- lega? Það breytist reglulega hvernig ég lít á hversdagsklæðn­ að. Ef ég ætti að nefna eitthvað mundi ég segja svartar þröngar buxur, hvítur stór bolur og annað­ hvort hvítir strigaskór eða brúnir Chelsea­skór. Ef þú þarft að bregða þér í betri fötin, hvernig klæðist þú þá? Ég lít ekki á nein föt sem „betri föt“ en ef það er fínt tilefni þá bregð ég mér kannski í frakka og örfáum sinnum í skyrtu. Áttu þér uppáhaldsverslanir heima og erlendis? Ég versla lítið hér á landi þar sem verslanir bjóða einfaldlega ekki upp á það sem ég er að leita að þegar kemur að merkjum eða gæðum. Ef ég versla hér þá gæti það verið í t.d. Húrra Reykjavík, KronKron, Levi’s og Army búðinni í Kola­ portinu. Hverjir eru uppáhaldshönnuðir þínir? Því miður eru innlendir hönnuðir af skornum skammti. Ég þekki þó tvo stráka sem stofnuðu merkið Inklaw sem eru að standa sig vel og verður gaman að fylgjast með. Svo er góður félagi minn, Snorri Magnússon, dug­ legur að hanna og erum við tveir, ásamt öðrum félaga okkar Krist­ ófer Karli Pálssyni, að fara af stað með nýtt íslenskt merki. Af erlendum hönnuðum eru það klár­ lega Hedi Slimane sem er yfir­ hönnuður Saint Laurent, Haider Ackermann, Jerry Lorenzo og svo önnur merki eins og Acne Studios, Gosha Rubschinskiy og Off White. Eyðir þú miklu í föt, miðað við aðra jafnaldra þína? Já, mjög miklu! Áttu þér eina uppáhaldsflík? Mér finnst voðalega erfitt að svara svona spurningu því það breytist svo mikið. Einn daginn eru það buxur en annan daginn er það einhver bolur. Getur þú nefnt dæmi um bestu og verstu kaup þín? Nýlega hef ég bara miðað á góð kaup og hefur það allt heppnast mjög vel hjá mér. Ég man a.m.k. ekki eftir neinum verstu kaupum hingað til. Er eitthvað sérstakt sem þú stefnir á að kaupa í vetur í fataskápinn? Einhverja „essential“ hettupeysu. Þar er ég helst að miða á Fear Of God hettupeysu. Notar þú einhverja fylgihluti? Já, er með tvö silfurarmbönd sem ég tek aldrei af mér. RokkaRa lEGuR stíll Nýtt merki væntanlegt Hlynur James Hákonarson eyðir miklu í föt enda áhugasamur um tísku. Hann vinnur í Levi’s búðinni og bloggar á herratrend.is. Á næstunni mun hann kynna nýtt fatamerki ásamt tveimur félögum. Hér er Hlynur í vintage Armani-jakka. Allir bolirnir eru frá Alexander Wang. MYNDIR/GVA Bomber-jakkinn er úr Army búðinni i Kolaportinu. Rúllukragapeysan frá Acne Studios og skórnir frá Ralph Lauren. Skórnir og skyrtan eru frá Selected.Frakkinn er frá Tiger of Sweden. Peysan frá Acne. Allar buxurnar eru úr Levi’s búðinni. Levi´s Kringlunni – Levi´s Smáralind – Levi´s Glerártorgi Afnám tolla skilar sér beint í vasa viðskiptavina Levi´s Verðdæmi Slim fit - 14. desember 2015 kr. 16.990 - 14. janúar 2016 kr. 14.990 Ég versla lítið hér á landi þar sem verslanir bjóða einfald- lega ekki upp á það sem ég er að leita að þegar kemur að merkjum eða gæðum. 14. janúar 20154 FóLK tíska 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -4 F 3 0 1 8 2 6 -4 D F 4 1 8 2 6 -4 C B 8 1 8 2 6 -4 B 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.