Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 20
föstudagur 10. október 200820 Helgarblað gömul og góð ráð hafa reynst mörgum vel í gegnum tíðina. Hér á árum áður þekktist ekki að hlaupa út í búð og fjárfesta í nýjum fatnaði, munaðarvöru eða dýru og fínu kjöti. Nokkuð sem Íslendingar hafa vanið sig á undanfarin ár. dV gefur lesend- um nokkur gömul og skemmtileg húsráð úr eldhúsbókinni sem var eitt vinsælasta tímarit húsmóðurinnar hér á árum áður. SteinSelja gegn freknum Bleiurnar eru rándýrar, púðarnir á heim- ilinu eru orðnir ljótir og brauðið orðið gam- alt. Hvað er til ráða? Fyrir nokkrum áratug- um hefðu húsmæður ekki keypt bleiurnar á kreditkorti, farið í Habitat og keypt nýtt púðasett eða farið og keypt glænýtt brauð hjá Jóa Fel og hent því gamla. Þær voru ald- ar upp til að nýta hlutina. Annað en lands- menn gera í dag. DV lítur hér á nokkur gömul og góð ráð úr Eldhúsbókinni en það tímarit lásu marg- ar húsmæður Íslands á árunum 1960 og fram yfir 1980. Þar er að finna mörg gömul og góð ráð sem gott er að taka sér til fyrir- myndar í kreppunni í dag. Vantar ný handklæði? Þegar nærskyrta mannsins er orðin slitin að ofan er heillaráð að klippa hana í sundur fyrir neðan ermarnar. sívalninginn sem fæst úr henni má hengja yfir stöng og láta börnin þurrka sér um hendurnar á honum. slík sívalningshandklæði eru ávallt mjög þægileg og slitna á öllum flötum Ónýtir hjólbarðar ónýta hjólbarða er tilvalið að nota sem sandkassa fyrir litlu börnin. engin horn til að reka sig á og sandurinn er á sínum stað . Vel girtur svo hann þyrlast síður upp. Hjólbarðinn getur líka orðið fyrirtaks róla, ef tvö reipi eru dregin í gegnum hann. Hugmyndaflug barnanna getur líka orðið til þess að þau geti notað hjólbarðana til ýmissa annarra leikja. Ilmur í herbergið það er algjör óþarfi að kaupa sér rándýran ilmúða til að fá góða lykt í íbúðina. til að fá góðan ilm er gott að nota gamlar ilmvatnsflöskur. Það sem gera þarf er að binda tóma flösku með silkibandi á herðatrén í kjólaskápnum. Þá ilmar skápurinn jafnt sem herbergið. Brauðið orðið gamalt? Það er orðið dýrt að kaupa brauð í dag og kostar nýtt brauð í bakaríinu yfir 400 krónur . reynið einhvern tímann að leggja nokkurra daga gamalt franskbrauð í heita steikarpön nu með loki yfir. brauðið verður sem nýtt. Naglastyrking Það er óþarfi að eyða peningum í einhver rándýr naglalökk sem hafa hina ýmsu eiginleika svo sem að styrkja neglurnar, naglaböndin, mýkja, herða eða lengja. ef neglurnar eru linar er mjög styrkjandi fyrir þær að halda þeim við og við ofan í volgri ólífuolíu í um það bil 15 mínútur. Þá er líka auðveldara að ýta upp naglaböndunum. Vantar nýja púða heima? Þegar barnið er vaxið upp úr kerrupokanum má búa til gólfpúða úr honum. Látið hreinsa pokann, snúið honum við svo lambaskinnið snúi út, klippið bakstykkið frá og fyllið hann síðan með svamppjötlum. rennilásinn er svo tekinn burt og púðinn saumaður saman. Málningarráð fyrir eiginmanninn Næst þegar eiginmaðurinn ætlar að mála eitthvert herbergisloftið skuluð þið benda honum á að vissara sé að stinga svampi eð a pappírsblaði niður og yfir haldið á penslin um. Þá slettist málningin ekki niður á gólfið. til hv ers að fara út í byko og kaupa byggingarplast? Þreyttir smábarnaskór börn vantar stöðugt nýja skó. fyrst vantar til að halda hita, svo til að geta gengið á og að lokum skó sem börn geta verið í úti við leik. Þau slíta skónum einnig þegar þau eru nýfarin að ganga. Þegar sólarnir á smábarnaskónum eru orðnir hálir, er ráð að ýfa þá með sandpappír. Hrukkukremin konur eyða tugum þúsunda í hin ýmsu krem sem þykja hvert öðru betra. eldhúsbókin lumaði á einu ráði varðandi hrukkukrem. Þegar krem eða púður er borið á hrukkótt andlit er ráð að blása út kinnarnar. Þá fá hrukkurnar einnig sinn skammt af kreminu. að jafnaði er notað púður í ljósari lit en undirlagið. Freknur óþolandi? Mörgum finnst sínar eigin freknur óspenn andi og myndu gera hvað sem er til að losna við þær. aðrir eru sáttir. freknum má oft eyða með því að nudda andlitið með sítrónusafa eða með steinselju. eða svo segir eldhúsbókin góða . Nýir vetrarhanskar! Þið eigið eflaust gamla skinnhanska sem þið eruð hætt að nota, af því fóður er gatslitið, eða jafnvel dottið úr og þar með ónothæfir í vetrarkuldanum. Úr þessu er hægt að bæta. takið gamla prjónahanska, sem passa inn í gömlu skinnhansk- ana. takið fóðrið sem eftir er úr gömlu hönskunum, ef nokkuð er. setjið það inn í prjónahanskana, saumið það fast að ofan um úlnliðinn og fremst í fingurgómana. Þá eru skinnhanskarnir aftur hlýir. Plastbleiur til að spara kaup á plastbuxum fyrir bleiubarn má benda á hvernig nota má plastpoka fyrir plastbuxur. en þær sem ekki kunna við plastbuxur geta notað plastpokana fyrir plastbleiur. fyrst er látin venjuleg bleia (taubleia), síðan plastbleia (plastpokinn) og síðan venjulegar buxur. Athugasemdir fyrir þá sem nota gleraugu! Þegar farið er úr kulda inn í hita eða öfugt fellur móða á glerið. er það þreytandi fyrir þá sem þurfa að nota gleraugu að staðaldri að þurfa ávallt að vera að fægja þau. en ef þér fáið yður glycerinsápu í lyfjaverslunum, og berið hana á glerin báðum megin og fægið vel á eftir, eigið þér að sleppa við að þurrka af þeim móðu í heilan sólarhring á eftir. LeIkFIMI VIð HeIMILIsstörFIN að vísu hreyfir húsmóðirin sig mikið við heimilisstörfin, en gallinn er þó sá að hún gerir sömu hreyfingarnar daglega við sömu verkin, en á aðra líkamshluta reynir svo ekkert. Húsmóðirin getur gert ýmislegt nýtt við heimilisstörfin. 1. fótakvillar eru fjölmargir og mismunandi . Marga mætti koma í veg fyrir og jafnvel lækna, ef fætur og tær væru æfð meir. Hellið úr pappírskörfunni og tínið upp í hana allt sem í henni var, með tánum. 2. Það þarf mikla æfingu til að komast í fullt splitt, en það gengur betur og öruggar ef þér æfið yður með því að styðja höndum á tvo stóla. 3. Þér takið máske ekki á móti gestum yðar með því að opna dyrnar með fætinum, en það er mjög grennandi fyrir mjaðmirnar. 4. Líkamsæfingar þurfa ekki alltaf að vera erfiðsvinna. að reyna að halda jafnvægi með þurrkburstann á nefinu er góð æfing fyrir vöðvana. sAMtíNINgur úr eLdHúsINu kartöflurusl, laukur, sykur, salt, tómatsósa, súputeningur og hálfur bolli af svínafeiti. Hvað haldið þið að hægt sé að gera úr þessu? Varla nokkuð almennilegt að borða segið þið ef til vill. reynið að sjóða kartöflurnar með lauknum, merja það og bæta í uppleystum súputeningi, tóm- atsósu, sykri og salti. og síðan á að láta það allt á pönnu með svínafeitinni og lofa því að krauma um stund. Þetta er ágætisréttur, en ekki sakar þó að hafa örlítið af beikonbitum með graslauk eða hvítlauk fyrir þá sem hann vilja. borið fram með franskbrauði eða flatbrauði. Hin fullkomna húsmóðir gömul og góð ráð deyja aldrei og nú sem aldrei fyrr er gott að nýta sér þau.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.