Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 22
föstudagur 10. október 200822 Helgarblað Tvíhliða munstur Eykur grip- öryggi og stuðlar að betri aksturs- eiginleikum við hemlun og í beygjum Bylgjótt mynstur Til að tryggja betra veggrip Þrívíðir gripkubbar Zik-Zak lóðrétt lögun kubbanna tryggir minni hreyfingu á þeim og aukna rásfestu Tennt brún Eykur gripöryggi Stærri snertiflötur - aukið öryggi 30 daga eða 800 km skilaréttur Svo sannfærðir erum við um kosti TOYO harðskeljadekkjanna að við bjóðum 800 km eða 30 daga skilarétt ef þið eruð ekki fullkomlega sátt. Andvirðið gengur þá að fullu til kaupa á öðrum hefðbundnum vetrar- eða nagladekkjum hjá okkur, við umfelgum fyrir þig hratt og örugglega. Viðskiptavinur Kaupþings er ósáttur við misvísandi upplýsingar frá ráðamönnum. Degi áður en Fjár- málaeftirlitið tók yfir Kaupþing fékk hann þau svör í bankanum að bíða og sjá. Húsnæðislán hans hefur á tíu mánuðum hækkað úr sextán milljónum í tæpar þrjátíu. Viku fyrir yfir- tökuna lýsti talsmaður Kaupþings því yfir að bankinn þyrfti enga aðstoð frá ríkinu. „Við verðum bara að biðja þann góða uppi að hjálpa okkur,“ segir Einar Þór Þorsteinsson, fyrrverandi sóknarprest- ur, sem lagði leið sína í útibú Kaup- þings við Hlemm í gærmorgun til að taka út reiðufé. Hann hefur áhyggjur af því að bankarnir hreinlega loki, þó ekki verði nema í einhverja daga, og fannst öruggara að taka út peninga. Geir H. Haarde forsætisráðherra hvetur almenning þó til að halda ró sinni og beinir því til fólks að taka ekki fé út úr bönkunum að óþörfu. Nokkuð hefur borið á því undanfarna daga að fólk taki reiðufé út af ótta við að inni- stæður þess glatist ella. Einar Þór hefur áhyggjur af litla Ís- landi í efnahagsþrengingunum á al- þjóðavísu. „Við erum eins og lítil gata í New York,“ segir hann. Óskuðu eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitið yfirtók stjórn Kaupþings aðfaranótt fimmtudags- ins og verður því ríkisbanki, rétt eins og Landsbankinn og Glitnir. Eigendur Kaupþings gáfust upp vegna erfiðrar lausafjárstöðu í kjölfar yfirlýsinga Dav- íðs Oddssonar seðlabankastjóra um að Íslendingar hygðust ekki standa við að greiða nema lítinn hluta skulda sinna erlendis. Á miðvikudag þurfti Kaupþing að loka nokkrum útibúum sínum, þar á meðal Singer og Friedlander-bankan- um í London sem undir hann heyr- ir. Um kvöldið leituðu forsvarsmenn bankans síðan á náðir Fjármálaeftir- litsins og óskuðu eftir yfirtöku. Boris Johnson, borgarstjóri Lund- úna, hefur lýst því yfir að borgin tapi allt að 40 milljónum punda á greiðsluþroti Kaupþings. En það eru íslenskir borg- arar sem hafa hvað mestar áhyggjur. Hækkaði um sextán milljónir Blaðamaður DV ræddi við við- skiptavini Kaupþings sem lögðu leið sína í útibú bankans við Hlemm skömmu eftir að það var opnað í gær- morgun. Öryggisvörður bankans sagð- ist hafa tekið eftir mikilli breytingu fyr- ir örfáum dögum en þá hefði aðsókn viðskiptavina í bankans aukist mjög. Í kjölfar frétta um ríkisvæðingu hinna viðskiptabankanna væri fólk uggandi um sinn hag. Þeirra á meðal er ungur maður sem blaðamaður hitti þarna um morgun- inn. Hann hafði einnig komið í úti- búið daginn áður og spurt um stöðu húsnæðisláns síns. „Ég fékk engin svör. Mér var bara sagt að bíða og ég var fullvissaður um að Íbúðalánasjóð- ur myndi taka lánin yfir þannig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur. Síðan las ég í blöðunum að Íbúðalánasjóði sé ekkert annað fært en að taka lánin yfir á sömu kjörum og í dag. Aðalatrið- ið er hversu misvísandi svör og skýr- ingar við fáum frá ráðamönnum. Þetta breytist allt dag frá degi. Síðan geta bankastarfsmenn ekki svarað einu eða neinu,“ segir maðurinn sem er bæði reiður og áhyggjufullur. Hann vill ekki koma fram undir nafni þar sem honum finnst viðkvæmt að ræða eigin fjármál á opinberum vettvangi. Um áramótin tók hann íbúðalán í erlendri mynt hjá Kaup- þingi sem samsvaraði sextán milljón- um króna. „Þegar ég gáði fyrir tveimur eða þremur dögum var það komið upp í tuttugu og átta milljónir. Ég á allt eins von á að það sé nú komið yfir þrjátíu milljónir,“ segir hann ósáttur. Blés á áhyggjur viðskiptavina Aðeins er um vika síðan talsmað- ur Kaupþings, Jónas Sigurgeirsson, sagði bankann enga hjálp þurfa frá ís- lenskum stjórnvöldum. „Kaupþing er mjög vel fjármagnað,“ sagði Jónas þá. Sama dag spurði Reuters-fréttastofan Jónas hvort einhver hætta væri á því að Kaupþing þyrfti á viðlíka björgunarað- gerðum að halda og Glitnir en þá hafði ríkið ráðgert að kaupa meirihlutafé í bankanum. „Nei, alls engin,“ svaraði Jónas og róuðust margir viðskiptavinir Kaupþings við það. Þeim brá því mörg- um í brún í gærmorgun þegar ljóst var að Fjármálaeftirlitið hafði tekið bank- ann yfir, þriðja og síðasta íslenska við- skiptabankann. Erla HlynsdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is BIÐJUM GUÐ UM HJÁLP „Aðalatriðið er hversu misvísandi svör og skýr-ingar við fáum frá ráða-mönnum. Þetta breytist allt dag frá degi.“ Hátt fall fall forsvarsmanna kaupþings er hátt en fæstir bjuggust við því að fjármálaeft- irlitið myndi taka yfir rekstur bankans. Mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.