Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 24
FÖSTUDAGUR 10. okTóbeR 200824 Umræða
Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Blekkingin var sjúkdómur sem rak þjóðina fram af bjargi.
Við brugðumst ykkur
Leiðari
Hrun íslenska efnahags-
lífsins stafar ekki af hag-
fræðilegum ytri aðstæðum,
heldur af lýðræðislegum
ástæðum. Þjóðfélagið hefði
aldrei farið á fullri ferð fram
af brúninni ef það hefði ekki
verið gegnsýrt af blekkingu í
áraraðir. Blekkingin kom frá
stjórnmálamönnum, við-
skiptamönnum og líka þeim
sem áttu að verja þjóðfélagið gegn blekkingunni,
fjölmiðlamönnum.
Við getum sagt, eins og var, að stjórnmálamenn
og viðskiptamenn voru síljúgandi fram í rauð-
an dauðann. Utanríkisráðherra sagði fyrir ein-
um og hálfum mánuði á forsíðu Viðskiptablaðs-
ins „Hér er engin kreppa“. Bankastjórar Glitnis,
Landsbankans og Kaupþings lugu allir um
sterka stöðu banka sinna. Það er ekkert nýtt af
nálinni á Íslandi að hvítar lygar séu leyfilegar og
jafnvel skylda. Ráðamenn hafa ráðist á þá sem
gagnrýna efnahagslífið, oft af mikilli heift. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir, Jóhanna Sigurð-
ardóttir, Sigurður Einarsson, Geir H. Haarde og
fjölmargir fleiri réðust gegn gagnrýnendum ís-
lensks efnahagslífs innanlands sem utan. Morg-
unblaðið var meira að segja ávítt opinberlega
fyrir að flytja fregnir af áhyggjum erlendis af
stöðu íslenska efnahagslífsins.
Síðasta sumar sagði Þorgerður Katrín að virtur
erlendur greiningaraðili þyrfti á endurmennt-
un að halda, vegna spár hans um þjóðnýtingu
bankanna. Richard Thomas, sérfræðingur hjá
greiningardeild fjárfestingabankans Merill
Lynch, þurfti að þola það skítkast frá íslenskum
ráðherra að það lægju annarleg sjónarmið að
baki gagnrýni hans á stöðu íslensks efnahagslífs.
Fréttastofa Sjónvarps dreifði þessum óhróðri.
Ingibjörg Sólrún komst upp með að segja gagn-
rýnislaust að engin kreppa væri á landinu, þar
sem „einungis“ þriðjungur fyrirtækja hefði lent
í greiðsluerfiðleikum. Svör Sigurðar Einarsson-
ar, forstjóra Kaupþings, voru þau að menn væru
ýmist ekki vitibornir eða hreinlega heimskir,
þegar þeir vöruðu við hættulegri stöðu bankans.
„Það hvarflar ekki að mér að taka þátt í þessari
umræðu,“ sagði Sigurður svo, þegar Alþýðusam-
band Íslands spurði hvort íslenska ríkið hefði
getu til að standa að baki bönkunum á erfið-
leikatímum. Allri gagnrýni á íslenskt efnahagslíf
hefur verið svarað með skítkasti og árásum. Og
fjölmiðlar hafa leyft það.
Nú er orðin umpólun í íslensku þjóðlífi. Þeir sem
bera ábyrgð á ástandinu kalla nú á að ekki verði
kallað eftir ábyrgð vegna ástandsins. Þingmenn
eins og Pétur Blöndal hreinlega reyna að þagga
niður í bölsýnisröddum. Það er orðin viðtekin
venja að ljúga. Geir H. Haarde segir ósatt trekk í
trekk, án þess að sæta ábyrgð fyrir það. Kvöldið
fyrir neyðarlög á Alþingi sagði Geir að engin þörf
væri á björgunaraðgerðum. Daginn fyrir hrun
Kaupþings sagði Geir við erlenda blaðamenn
að „mjög ólíklegt“ væri að Kaupþing félli. Samt
hlýtur hann að hafa vitað betur. Hann kemst
upp með að niðurlægja fjölmiðla. Í síðustu viku
spurði blaðamaður DV hann hvað hefði far-
ið fram á fundi hans með Kaupþingsmönnum.
„Heldurðu að ég fari að segja þér það?“ svaraði
forsætisráðherrann, og bætti við: „Þú ert bjart-
sýnn!“ Við erum að upplifa upplausn sannleik-
ans. Meira að segja er logið að fólki um gengi
krónunnar. Yfirvöld komast upp með að halda
áfram að ljúga, jafnvel þótt það sé ástæðan fyrir
hörmungum okkar nú: Blekkingin.
Það eru ekki lygasjúkir stjórnmála- og viðskipta-
menn sem eru rót vandræða okkar, heldur fjöl-
miðlarnir sem endurómuðu lygina gagnrýn-
islaust. Þetta snýst ekki um einhver æðri gildi,
eins og að sannleikurinn hafi gildi í sjálfum sér.
Þetta snýst um hreina hagsmuni almennings
og varðar öryggi hans og lífsafkomu. Heilbrigð-
ir fjölmiðlar hefðu fyrir löngu veitt efnahagslíf-
inu og stjórnmálamönnum eðlilegt aðhald, með
þeim afleiðingum að raunveruleg hætta þjóð-
arbúsins væri öllum ljós. Hlutabréf hefðu fall-
ið samkvæmt eðlilegum lögmálum, fallið hefði
komið fyrr og lendingin hefði orðið þægilegri. Í
kjölfarið hefðu fyrirtæki getað byggt sig upp að
nýju á heilbrigðum grunni. Fjölmiðlar, sem eru
hornsteinn lýðræðis og hins frjálsa efnahagslífs,
brugðust á Íslandi. Þar liggur rót vandans.
Danskir fjölmiðlar og
greiningardeildir stóðu
hins vegar vaktina, ólíkt
íslenskum starfsbræðr-
um sínum. Þeir ræktu
þá skyldu sína að fjalla
af gagnrýni um að ís-
lenskt efnahagslíf stæði
á brauðfótum og væri
viðkvæmara en annað.
Í upphafi árs 2006 birtu
þeir gagnrýni sína hiklaust, eins og þeir hefðu
gert ef um innlend fyrirtæki væri að ræða. Hér-
lendis var hins vegar litið á gagnrýnina sem árás
og íslenskir stjórnmálamenn notuðu aðferð-
ir Davíðs Oddssonar við að grafa undan æru
danskra blaðamanna og greiningaraðila. Við
vorum vöruð við, margoft, en kusum að skjóta
sendiboðana.
Það má spyrja hver ástæðan sé fyrir getuleysi ís-
lenskra fjölmiðla til að takast á við þetta grund-
vallarhlutverk sitt. Nánast það eina sem þeir
gerðu þegar réttmæt gagnrýni barst á efnahags-
lífið, sem varðaði þjóðarhag Íslendinga, var að
taka viðtöl við hagsmunaaðila og stjórnmála-
menn og láta þá stjórna umræðunni. Gagnrýnin
var sáralítil. Það var kveikt á upptökutækjunum
og áróðrinum dreift yfir landsmenn, þannig að
oftrú á gallað efnahagslíf hélt áfram.
Það má líka spyrja hvort eignarhald auðmanna á
fjölmiðlum hafi lamað þá, en hvers vegna brugð-
ust þeir líka, sem voru ekki í eigu auðmanna? Það
er langsótt að ætla fjölmiðlum gagnrýnisskort á
efnahagskerfið vegna þess að stór fyrirtæki hafi
átt eignarhlut í þeim. Í raun er það samsæris-
kenning. Einfaldari skýring er getuleysi þeirra
og ótti við aðkast yfirvalda, sem hefur verið við-
tekin venja. Fjölmiðlar eru uppteknir af því að
taka viðtöl við hagsmunaaðila sem svara gagn-
rýni í öðrum fjölmiðlum með skítkasti og árás-
um á trúverðugleika þeirra. Fjölmiðlar hafa ekki
hikað við að dreifa atvinnurógi um samkeppn-
isaðila, án þess að kanna sannleiksgildi þeirrar
umfjöllunar sem gagnrýnd var af hagsmuna-
aðilum. Fjölmiðlamenn á Íslandi eru vanir því
að vera rægðir af yfirvöldum ef þeir fylgja eig-
in sannfæringu með því að stunda rannsóknar-
blaðamennsku og kanna mál af eigin rammleik,
í stað þess að birta hrein viðtöl. Líklega voru það
frekar árásir stjórnmálamanna á fjölmiðla sem
drógu úr þeim tennurnar, frekar en eignarhald.
Íslenskt efnahagslíf verður aldrei heilbrigt ef
fjölmiðlarnir rækja ekki skyldur sínar. Þeir eru
allt of mjúkhentir í samanburði við erlenda fjöl-
miðla. Skylda þeirra snýr að almenningi en
ekki stjórnmálamönnum og viðskiptamönn-
um. Fjölmiðlar áttu ekki að leyfa Geir og öðrum
skammsýnum hagsmunaaðilum að ljúga að
þeim og þjóðinni, jafnvel þótt þeir yrðu kallaðir
sorpblöð eða annað verra. Fyrr eða síðar mun
almenningur sjá í gegnum lygarnar, ef hann fær
tækifæri til þess. Blekkingin var sjúkdómurinn
sem rak þjóðina fram af bjargi og lækningin við
henni átti að vera fjölmiðlar. Nú verða allir að
líta í eigin barm, þótt stjórnmálamenn harð-
neiti að gera það sjálfir. Við hefðum átt að sýna
meiri hörku.
DV brást þjóðinni, eins og aðrir fjölmiðlar. Frá
því í janúar á þessu ári varaði blaðið hins veg-
ar almenning við yfirvofandi hörmungum á
húsnæðismarkaði. Verið var að bjóða fólki 95
prósenta lán, athugasemdalaust, á húsnæði
sem fyrirséð var að myndi verða verðminna en
skuldirnar innan árs. Samkvæmt útreikningum
út frá verðbólgu var augljóst að fólk myndi tapa
milljónum króna á því að taka húsnæðislán og
setja sig í stórhættu með mikilli skuldsetningu.
Þjóðinni var meðvitað haldið í blindni á yfir-
vofandi hörmungar í efnahagslífinu, því menn
vildu ekki „tala niður“ markaðina. Þeir sem
báru ábyrgð skildu ekki að grunnurinn að far-
sælu efnahagslífi er að upplýsingaflæði sé heil-
brigt. Þeir mátu það sem svo að ímyndin skipti
öllu máli, þótt raunveruleikinn væri allur ann-
ar. Þannig varð blekkingarsamfélagið til.
DV mun í framhaldinu sýna aukna harðfylgni í
samskiptum við stjórnmálamenn og viðskipta-
menn. Þeir verða ekki látnir komast upp með
að ljúga að þjóðinni athugasemdalaust. Því þeir
sem ljúga að fjölmiðlum ljúga líka að almenn-
ingi. Blekkinguna verður að uppræta, því hún
er meinið sem varð þjóðinni að falli.
Sandkorn
n Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
hefur komið fram sem sterki
maðurinn í Sjálfstæðisflokkn-
um undanfarna daga þótt
ákveðin öfl kennd við Davíð
Oddsson hafi miskunnarlaust
reynt að
grafa und-
an henni.
Í býtið á
Bylgjunni
hringdi í
ráðherrann
í gærmorg-
un á þeim
örlagadegi
þegar Kaupþing fór í þrot. Mað-
ur Þorgerðar Katrínar, Kristján
Arason, er einn framkvæmda-
stjóra bankans og hefur örugg-
lega orðið fyrir fjárhagslegu
áfalli. En Þorgerður lét engan
bilbug á sér finna og talaði kjark
í fólk. Í bakgrunni heyrðist í
dóttur hennar sem krafðist
sinnar athygli.
n Fyrir hinn lausmálga Davíð
Oddsson seðlabankastjóra var
fokið í flest skjól í gær þegar
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins og vinur
Davíðs, leyfði það að krafist
væri faglegrar ráðningar seðla-
bankastjóra. Lengi hefur verið
gott á milli Davíðs og Guðna
en saman komu þeir á koppinn
núverandi meirihluta í Reykja-
vík. Daginn eftir fyrri inngrip-
in í Glitni átti Guðni leynifund
með Davíð þar sem lagt var
á ráðin um eitthvað sem ekki
fékkst uppgefið.
n Fréttablaðið birti um það
frétt að Egill Helgason, þátta-
stjórnandi og bloggari, hefði
verið gestur í heiðursstúku
Björgólfs Guðmundssonar
hjá West Ham. Egill neitaði að
svara blaðinu nema í tölvupósti
sem bendir til þess að málið
sé viðkvæmt. Þar sagðist hann
hafa verið í boði æskuvinar
síns, Ásgeirs Friðgeirssonar,
talsmanns Bjögganna. Frétt
blaðsins bendir til þess að fisk-
að hafi verið eftir hlutdrægni
Egils sem í Silfri sínu síðasta
sunnudag var með Jónínu
Benediktsdóttur í drottningar-
viðtali um slæma auðmenn í
útrás og krosstengslum en ekki
var minnst orði á Björgólf Guð-
mundsson og Björgólf Thor
Björgólfsson.
n Þótt kreppan herji nú á þjóð-
ina er sem betur fer stutt í
húmorinn. Daginn sem Vlad-
imir Pútín, forsætisráðherra
Rússlands,
átti afmæli
og seðla-
bankastjór-
inn íslenski
misskildi
rússneskan
sendiherra
og hélt að
risalán væri
á leiðinni kastaði Kristján Þór
Júlíusson alþingismaður fram
að nú væri rétt að undirbúa
aðildarumsókn að Varsjár-
bandalaginu. Vildi hann þegar
grafast fyrir um það hvort þau
ágætu samtök væru ekki í fullu
fjöri og opin fyrir nýjum með-
limum.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
Dv á neTinU: Dv.iS
AðAlnúmeR: 512 7000, RiTSTjóRn: 512 7010,
áSkRiFTARSími: 512 7080, AUGlýSinGAR: 515 70 50.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Spurningin
„Já, ég var orðin svo aðframkominn af
hungri að ég hlustaði á tónlist í
headfónum og fór ekkert á blogg né
skoðaði fréttir. Þá var ég búinn að vinna
mér inn nægilega sálarró til að hakka í
mig í mötuneytinu,“ segir Dr. Gunni
sem þessa dagana er á kreppukúrn-
um. Hann felst í því að fólk getur
ekkert borðað af áhyggjum.
GasTu eiTThvað
borðað í Gær?
„Það er yfirleitt rosalega
vondur siður
þegar fólk fer að
tala saman í
gegnum fjöl-
miðla.“
n Bergur Ebbi, söngvari Sprengjuhallarinnar, um
niðrandi ummæli Bubba Morthens um þá félaga í
viðtali á Rás 2. - DV
„Vonbrigði dauðans.“
n Manúela Ósk Harðardóttir Steinsson,
eiginkona Grétars Rafns fótboltakappa, um
upplifun sína af því að hitta glamúrmódelið Katie
Price eða Jordan. - DV
„Það sem stjórnvöld verða
að gera fyrst og fremst er
að bæta verkefnastöð-
una.“
n Magnús Ingþórsson, framkvæmdastjóri
Vélavers, um ástandið á vinnuvélamarkaði og
hvað þurfi að gera til að tryggja að flotinn standi
ekki aðgerðalaus.-DV.
„Þetta eru stórkostlegir
tímar til að byrja á kreppu-
kúrnum því
maður getur
ekkert étið
fyrir áhyggj-
um.“
n Dr. Gunni lítur á björtu hliðar kreppunnar og
hvetur fólk í aðhaldi til að sökkva sér í krepputalið
og missa nokkur kíló sökum stressins. - DV.
„Þegar upp verður staðið
verður allt kerfið skoðað
og Seðlabankinn verður
þar ekki undanskilinn,
hvorki vaxtastefna hans
né yfirlýsingar seðla-
bankastjóra.“
n Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðaherra. - dv.is
bókStafLega