Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 38
föstudagur 10. október 200838 Helgarblað „Það er langfarsælast að taka banka- kreppuna hratt í gegnum íslenska efnahagslífið, enda býður það upp á hraðferð. Ef vel tekst til gæti það þýtt að næsta vor verði íslenska þjóðin á góðri siglingu og margvísleg tæki- færi verði þá opin fyrir þá sem vilja fjárfesta. Allar líkur eru á að lausa- fjárkreppan herji enn um allt heims- markaðskerfið þegar Íslendingar verða búnir að ná tökum á mesta vandanum og farnir að jafna sig.“ Þannig tekur Guðmundur Frankl- ín Jónsson, 44 ára kaupsýslumaður í Prag, til orða. Hann talar af reynsl- unni. Sjálfur var hann fórnarlamb netbólunnar um og fyrir aldamót- in og síðar hremminganna í kjöl- far 11. spetember árið 2001 þeg- ar hryðjuverkin miklu voru framin í New York. Hann bjó þá í Banda- ríkjunum og var stjórnarformaður fyrirtækis sem hann átti hlut í. Fyr- irtækið komst í þrot vegna lausafjár- skorts. Hann flutti með konu sinni og þremur börnum til Prag í Tékk- landi. Þar stundar hann viðskipti og nemur stjórnmála- og hagfræði til meistaragráðu við Karlovaháskól- ann. „Lífið heldur áfram og í öllu niðurbroti og hremmingum felast tækifæri,“ segir Guðmundur. Hann hefur alið manninn erlendis í aldar- fjórðung, starfað þar af á Wall Street í 13 ár. Hann lítur til baka eitt andar- tak og minnist námsára sinna. „Þá vorum við félagarnir að vinna fyrir náminu. Ég gerðist verktaki við að mála bílastæði. Við vorum fjórtán félagarnir, þeirra á meðal Björgólfur Thor Björgólfsson. Nú eru tímarnir breyttir og gengur á ýmsu.“ Rætur lausafjárkreppunnar Talið berst að lausafjárkrepp- unni, sem nú hefur leikið íslensku þjóðina afar grátt. Því skellur hún af þessum þunga á Íslandi? „I.W. Burnham, minn ágæti vinnuveitandi á Wall Street, var- aði við þessu skrímsli fyrir 10 árum. Þetta virkar þannig að sá sem lánar fé getur keypt tryggingar fyrir því að lánið verði endurgreitt. Þá er litið á greiðslubyrðina og jafnvel ríkisins og gefin einkunn. Í lánasamninga eru sett ákvæði um að óviðráðan- legar og ófyrirséðar aðstæður geti leitt til gjaldfellingar. Lánatryggj- endur sitja uppi með höfuðverkinn ef á þetta reynir. Þetta verður eins og vírus eða snjóbolti sem hleður utan á sig. Þessar skuldatryggingar réðu mestu um fall til dæmis Bear Sterns og Lehman-bankans í Bandaríkj- unum. Á endanum urðu stjórnvöld í Bandaríkjunum að koma Freddie Mac og Fanny Mae húsnæðislána- bönkunum til hjálpar eins og allir vita. Bankarnir lánuðu út á misjafn- lega gott og jafnvel lélegt húsnæði og seldu svo kröfurnar til húsnæð- islánabankanna í einskonar skulda- bréfavafningum eða búntum. Þetta var ágætt í fyrstu, en síðar fóru alls- kyns léleg hús og vond veð inn í þessa vafninga. Spilaborgin byrjar að falla ef fólk kemst í vanskil. Þús- undir fasteigna fara í sölu, verð- ið lækkar og veðin rýrna. Þetta eru engar smá upphæðir sem um ræð- ir eða 8.000 milljarðar dollara sem lánaðir hafa verið til húsnæðis- og skrifstofubygginga á undanförnum sex árum í Bandaríkjunum. Þetta verkar svo þegar fram í sækir einn- ig á fyrsta flokks veðin og húsnæði í þeim flokki verðfellur um 20 til 30 prósent. Þar með er skásti hluti hús- næðismarkaðarins einnig að hluta orðinn undirmáls. Þess vegna er þetta kallað undirmálskreppa.“ Niðurbrot felur í sér tækifæri Kreppan er jafnvel enn meiri á Íslandi en alheimslausafjárkrepp- an gefur tilefni til. Í raun er búið að þurrka út alla eign þúsunda hluthafa í þremur stærstu bönkum landsins. „Já, þetta er eins og öfug áfalla- eða sjokkmeðferð. Undanfarna daga virðist lögmál Murphy‘s gilda einkar vel: Allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Eftir hrun Sovétríkjanna og fall Berlínarmúrsins voru um 800 ríkisfyrirtæki einkavædd í Tékklandi á því verði sem fólk vildi borga. Þetta var árið 1991 í stjórnartíð Vasclaws Klaus. Nú snýst þetta við og lítur út eins og kapítalisminn sé á brauðfót- um eða fallinn. Ég er alls ekki sam- mála því. Joseph Schumpeter var bankamaður í Austurríki og gerðist síðar þekktur prófessor í Bandaríkj- unum. Kenningar hans eru um margt merkilegar. Hann er upphafsmað- ur hugtaksins „Creative destruct- ion“ eða það sem kalla mætti skap- andi niðurbrot. Eitthvað leysist eða brotnar upp en í þeim jarðvegi þrí- fast hugmyndir og skapandi kraftur. Þegar bankakerfið hefur verið þjóð- nýtt myndast alveg ótrúleg tækifæri fyrir þá sem eiga einhverja aura eft- ir. Og þeir þurfa líka að hafa kjarkinn til að festa fé í nýjum hlutum, oft á góðu verði. En þetta er vitanlega dýrkeypt. Og unga fólkið getur líka lært af þessu. Þetta er ágæt lexía fyrir það og okkar bankamenn. Mér kemur stundum í hug spakmæli franska heimspek- ingsins René Descartes, en hann kvaðst sjaldan hitta menn sem teldu sig skorta vit og gáfur. Við erum ein- hvern veginn þannig að við teljum okkur vita allt best. En menn kom- ast að því í kreppunni nú að pening- ar vaxa ekki á trjánum. Starfsmenn íslensku bankanna eru reynslunni ríkari og verða betri bankamenn í framtíðinni.“ Skortur á regluverki Hvað vill Guðmundur segja um framvinduna á Íslandi síðustu daga þar sem sett hafa verið neyðarlög og ríkið hefur leyst til sín Kaupþing, Landsbankann og Glitni? „Hraðinn á upplýsingum er mik- ill og fréttir berast með leifturhraða. Fjármagnsflæðið milli landa fer fram á örfáum sekúndum. Það er erfitt að glíma við aðstæðurnar þegar all- ir byrja á sama tíma að hugsa um sjálfa sig. Ég held að alltaf sé best að segja sannleikann. Íslendingar reka bankakerfi sem er tólf sinnum stærra en ríkið og það gengur ekki upp. Það hefði hvergi gengið upp. Vera má að utan um þetta skorti regluverk. En það hefur ekki verið gert. Við sjá- um hvað alþjóðleg samvinna er erfið þegar á reynir. Líttu á Kyoto-samn- inginn og gróðurhúsaáhrifin. Líttu á Evrópusambandið þar sem hver höndin er nú uppi á móti annarri þegar á reynir. Allir eru að reyna að bjarga sjálfum sér. Í þessum efnum er hollt fyrir Íslendinga að hugleiða að þeir skipta litlu sem engu máli í þessu ölduróti. Sólin snýst ekki um Ísland Hvernig sér Guðmundur Franklín fyrir sér þróun mála á Íslandi næstu mánuði og misseri? „Við eigum eftir að sjá mörg fyr- irtæki og einstaklinga verða gjald- þrota. Hlutirnir gerast fljótt og áhrif bankakreppunnar eru fljót að seytla í gegnum kerfið. Þetta er áfall en ég trúi því að að botninum verði fljótt náð. Því fyrr sem við náum botn- inum, því betra. Nú ber að ganga hratt og örugglega til verks. Enn er hagvöxtur þrátt fyrir allt og menn ættu fljótt að sjá út úr vandamálun- um. Það eina sem unnt er að gera er að halda áfram, við framleiðsluna í landinu, sjávarútveginn og orkubú- skapinn og Íslendingar eiga nóg að bíta og brenna. Menn tapa en líf- ið heldur áfram og sólin snýst ekki í kringum Ísland. Því hraðar sem við náum botninum, því hraðar förum við upp.“ Sama hvaðan peningar koma „Ég hef trú á því að á vordögum verði þetta farið að setjast til. En á sama tíma verður heimskreppan á bullandi ferð. Ég trúi því að Ísland sigli hratt í gegnum versta öldurótið. Það verður enginn skortur á neinu, hvorki á olíu né öðru. Það var ekkert annað að gera en að þjóðnýta bank- ana. Kaupþingsmönnum datt ekki í hug að leita ásjár ríkisins. Þeir og aðr- ir gerðu góða hluti. En var meðan var, er meðan er, og verður þegar verður. Ég tala af reynslu og hef misst eigur mínar í fyrirtæki sem ég var stjórn- arformaður í. Við missum eitthvað og fáum annað í staðinn. Við ætt- um kannski að draga í lengstu lög að leita aðstoðar hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Þeir eru ekkert betri eða verri en aðrir. Þeir setja sín skilyrði og taka sín veð gegn aðstoð. Þetta er allt sama liðið. Menn verða að passa sig og ganga varlega um. Mín skoðun er reyndar sú að peningar eru góðir hvaðan sem þeir koma. Þannig er ég harðánægður með að Ísland eigi kost á lánsfé frá Rússlandi. Þegar ég vann á Wall Street voru okkur kennd þrjú boðorð sem nauðsynlegt er að hafa í huga. Hið fyrsta er að þú verður að þekkja viðskiptavin þinn. Í öðru lagi er öllum svínum slátrað. Í þriðja lagi eiga menn að selja ef þeir efast. Þetta er svo rammað inn á markaði sem ræðst af græðginni og hræðslunni,“ segir Guðmundur og stingur sér út í sól og 20 stiga hita í Prag. Guðmundur Franklín Jónsson vann í 13 ár á Wall Street og varð sjálfur fórnarlamb netbólunnar um aldamótin og síðar hremminga á hlutabréfamarkaði eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Hann stundar viðskipti og nám í Prag og er þess fullviss að leið Íslendinga upp úr kreppunni verði jafngreið og fallið var mikið. Þjóðin verði komin á góða siglingu þegar vorar og jafni sig mun hraðar en nágrannaþjóðir sem enn hafi ekki náð botninum. Verðum fljót upp úr kreppunni Notum tækifærið guðmundur segir að fari menn hratt í gegnum bankakreppuna komist Ísland fljótt í góð mál. Skrímslið á markaðnum Lausafjárskortur verður eins og veira, eða snjóbolti sem hleður utan á sig, segir guðmundur franklín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.