Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 10. október 200840 Sport
Ísland mætir Hollandi
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn erfiðasta leik í und-
anriðli sínum í fyrsta heimsmeistaramótinu í suður-afríku á laugar-
daginn. Ísland heimsækir þá Hollendinga en leikið er í rotterdam.
Ísland gerði jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Noregi en tapaði hér
heima fyrir skotlandi í öðrum leiknum. Hollendingar hafa aðeins
leikið einn leik í riðlinum en þeir lögðu Makedóna, 2–1, í Makedón-
íu. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og er í beinni
útsendingu á stöð 2 sport.
Heimavallarárangur Chelsea í ensku
úrvalsdeildinni er nokkuð sem á sér
enga hliðstæðu í fótbolta í dag. Lið-
ið hefur ekki tapað í 86 úrvalsdeild-
arleikjum í röð en sá síðasti í röðinni
var afar sannfærandi sigur á Aston
Villa, 2-0, á Brúnni, um síðustu helgi.
Helgina áður hafði Chelsea haldið
metinu áfram gangandi með jafntefli
gegn Manchester United þegar Sal-
omon Kalpu jafnaði metin í seinni
hálfleik eftir að Englandsmeistararn-
ir höfðu náð forystunni.
Chelsea hefur frá því sigurgang-
an hófst, 20. mars 2004, leikið þrett-
án leiki gegn hinum þremur „stóru“
liðunum í deildinni, Manchester
United, Arsenal og Liverpool. Ár-
angurinn gegn þeim er magnaður.
Níu sigrar, fjögur jafntefli og augljós-
lega ekkert tap. Auk þess í þessum
þrettán leikjum hefur Chelsea að-
eins fengið á sig fjögur mörk. Þessi
árangur hjálpaði liðinu til tveggja
Englandsmeistaratitla undir stjórn
Joses Mourinho sem í dag þjálfar
Internazionale.
Eiður og duff byrjuðu
Eins og áður segir hefur Chelsea
ekki tapað á Brúnni síðan 20. mars
2004. Chelsea lék þá gegn liði Ful-
ham og sigraði fjendur sína frá Vest-
ur-Lundúnum 2-1. Eiður Smári
Guðjohnsen skoraði fyrsta mark-
ið í leiknum með fallegu skoti fram-
hjá Edwin Van Der Sar sem þá stóð í
marki Fulham. Hinn geðþekki nagli,
Mark Pembridge, jafnaði metin að-
eins tólf mínútum síðar en Damien
Duff skoraði sigurmarkið á 30. mín-
útu.
Chelsea lék fjóra leiki til viðbót-
ar á heimavelli það árið. Liðið gerði
jafntefli við Middlesbrough og Ev-
erton í næstu tveimur leikjum, valt-
aði yfir Southampton, 4-0, í næstsíð-
asta leiknum og lagði svo Leeds, 1-0,
í lokaleik ársins 2004.
Einir til að vinna arsenal
Fyrir tímabilið 2003/2004 kom
maðurinn sem breytti enskri knatt-
spyrnu til Chelsea. Rússneski auðjöf-
urinn Roman Abramovich. Hann gaf
Ítalanum Claudio Ranieri, sem þá
stýrði liðinu, fjárráð sem aldrei höfðu
áður sést í enskri knattspyrnu. Rani-
eri keypti til liðsins Damien Duff,
Glen Johnson, Joe Cole og Claude
Makelele svo eitthvað sé nefnt en
alls eyddi hann um 100 milljónum
punda sem er tilgangslaust að breyta
í íslenska mynt í dag.
Chelsea varð um leið líklegasta
liðið til að vinna úrvalsdeildina en
náði aðeins öðru sæti á eftir ótrúlegu
Arsenal-liði sem vann í deildinni án
þess að tapa leik. Í meistaradeildinni
aftur á móti lagði Chelsea Arsenal
þar sem okkar maður, Eiður Smári,
lék lykilhlutverk. Með þeim sigri
felldi Chelsea grýluna sem hafði leg-
ið á því gegn Arsenal en fyrir leikinn
í meistaradeildinni 2004 hafði Chels-
ea ekki unnið Arsenal í átján leikjum
í röð.
mourinho, já, mourinho
Það er hálfklisjukennt að tíunda
þátt Abramovichs og Mourinhos í
uppgangi Chelsea. En þegar farið er
yfir þetta ótrúlega met verður ekki
litið framhjá þætti þess ágæta manns
sem kallar sig „Þann sérstaka“.
Hann kom eins og stormsveip-
ur inn í enska knattspyrnu með Evr-
ópumeistaratitil á bakinu eftir tíma
sinn hjá Porto. Roman Abramovich
gaf það strax út að hann vildi sjá lið-
ið vinna meistaradeildina og fyrst
Mourinho gat gert það með Porto
ætti ekki að vera mikið vandamál
að endurtaka leikinn með endalaus
fjárráð.
Strax var hafist handa á leik-
mannamarkaðinum. Paulo Ferreira
og Ricardo Carvalho voru keyptir til
þess að styrkja vörnina. Petr Cech
í markið og Didier Drogba í fram-
línuna til þess að nefna fáein nöfn.
Næstu tvö ár komst ekkert lið með
tærnar þar sem Chelsea hafði hælana
í ensku úrvalsdeildinni og skilaði
Mourinho fyrsta Englandsmeistara-
titli Chelsea í 50 ár í hús. Annar jafn-
öruggur fylgdi svo á eftir.
djöflarnir vöknuðu
Chelsea var á þessum tíma með
það sem XXX Rottweiler myndu
kalla: „Úrvalslið Reykjavíkur og ná-
grennis.“ Félagið keypti þá sem það
vildi, þegar það vildi og kristallaðist
það með kaupunum á Andry Schev-
chenko sem kom til félagsins fyrir það
sem þá var metupphæð, 30 milljón-
ir punda. Tímabilið 2006/07 varð þó
„Með þeim sigri felldi Chelsea grýluna sem hafði
legið á því gegn Arsenal en fyrir leikinn í meist-
aradeildinni 2004 hafði Chelsea ekki unnið Ars-
enal í átján leikjum í röð.“
tÓmas ÞÓr ÞÓrÐarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Sport
EKKI VERÐUR
GENGIÐ YFIR
ÞESSA BRÚ
Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea státar af einstökum árangri á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Á
vellinum, sem betur er þekktur sem Brúin, hefur Chelsea ekki tapað í 86 deildarleikjum í röð. Met sem
hófst í mars 2004 með marki Eiðs smára Guðjohnsen og stendur enn eftir sigur Chelsea á Aston Villa um
síðustu helgi. Fjórir knattspyrnustjórar hafa staðið vörð um metið og nú er það undir Brassanun luis
Felipe scolari komið að halda því gangandi.
Arsenal Bolton Wanderers
Chelsea Everton
Aston Villa Blackburn Rovers
Fulham Hull City
Middlesbrough
Newcastle United Sunderland
Liverpool Manchester City Manchester United
Portsmouth Stoke City
Wigan AthleticWest Bromwich AlbionTottenham Hotspur West Ham United
.... 85,
86