Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Síða 46
föstudagur 10. október 200846 Á ferðinni Á ferðinni Helgarferð út á land Margir Íslendingar hafa nú hætt við ferðalög til fjar- lægra landa vegna augljósra ástæðna í þjóðfélag- inu. fyrir ykkur sem hafið enn áhuga á að lyfta ykk- ur upp og krydda tilveruna má ekki gleyma hversu gaman getur verið að ferðast hér innanlands. Hin ýmsu hótel bjóða upp á gistingu og ljúffengan mat á góðu verði og gæti því verið góð hugmynd að bjóða makanum í rómantíska helgarferð út á land. uMsjón: Ásgeir jónsson asgeir@dv.is Með briMbrettið á toppnuM Ólafur Pálsson er nýkominn til Íslands eftir þriggja ára dvöl í Ástralíu. Hann lagði stund á nám í tveimur skólum og er nú kominn heim með mastersgráðu í fjármálaáhættustýringu. Á þessum þremur árum hefur Ólafur kynnst miklu af fólki, ferðast víða og upplifað menningu Ástrala. Hann spjallaði um dvölina, ævin- týrin og heimkomuna við Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. „Þeir vita ákveðna hluti um Ís- land, eins og að Ísland sé grænt og að Grænland sé hvítt, það er þeim kennt í skólum. Mikið meira vita þeir ekki,“ segir Ólafur Pálsson sem er nýkominn heim úr þriggja ára námi frá Ástralíu um þekkingu Ástrala á Íslandi. Það var fyrir rúmum þremur árum þegar Óli Páls, eins og hann er betur þekktur, stóð frammi fyrir því að velja sér nám að skóli í borg- inni Perth í Ástralíu vakti athygli hans. Óli sótti um í skólanum og komst inn. „Það var eiginlega ekki fyrr en ég var kominn inn í skólann og var að undirbúa för mína að ég áttaði mig á því hvert ég væri í raun að fara og hversu langt frá heima- landinu ég yrði,“ segir Óli þegar hann rifjar upp hvernig þetta allt byrjaði. Vel undirbúinn Óli undirbjó för sína vel og var búinn að útvega sér herbergi til leigu áður en hann hélt út tveimur mánuðum áður en skólinn átti að hefjast. „Ég var búinn að tryggja mér herbergi hjá ástralskri stúlku sem bjó í íbúð við ströndina. Ég sá alveg fyrir mér í huganum hvað þetta yrði huggulegt.“ Þegar Óli kom út varð raunin hins vegar önnur. „Stúlkan ástralska var að- eins átján ára, gerði lítið annað en að djamma og gekk hræðilega um íbúðina.“ Óli fékk sem betur fer til sín góða vini og byrjaði hann því á því að ferðast vítt og breitt um Ástr- alíu í einn og hálfan mánuð áður en hann settist á skólabekk. Hann segir það hafa verið nauðsynlegt að kynnast landi og þjóð örlítið áður en alvaran tók við. Þrjú hundruð sólardagar á ári Óli var eini Íslendingurinn í Edith Cowan University þar sem hann lagði stund á nám sem ber heitið Bachelors of Business and Communications. Hann ber Ástr- ölum söguna vel og leið strax vel í heimalandi þeirra. Hann komst þó fljótlega í kynni við Íslendinga af öllum toga. „Á hippaárunum kom mikið af Íslendingum til Ástralíu og urðu margir þeirra eftir og búa þar enn. Því má segja að önnur kynslóð íslendinga sé nú að rísa þarna úti.“ Einnig var Óli fljótur að eignast vini alls staðar að úr heiminum. Í Ástralíu eru yfir þrjú hundr- uð sólardagar á ári og segir Óli að vissulega hafi tekið tíma að venjast því að vera innandyra að læra við þessar aðstæður. „Reyndar nýtur maður blíðunnar á hverjum degi í einhverju formi. Fundar undir ber- um himni með samnemendum sínum. Sest á kaffihús með vinun- um eða skellir sér á brimbretti eftir skóla.“ Hátíð vínekranna Í þessum töluðu orðum fer fram mikil og skemmtileg hátíð í Perth og segir Óli að hugurinn reiki óneitan- lega út eins og ástandið er á Íslandi í dag. „Hátíðin heitir Spring in the Valley og er uppskeruhátíð vín- ekranna. Vinir koma saman, leigja rútu og keyra á milli vínekranna. Á hverri vínekru er eitthvað þema sem og í rútunum. Það taka fleiri þúsund manns þátt í þessari ár- legu vínekruhátíð.“ Sjálfur tók Óli þátt í hátíðinni oftar en einu sinni með sínum vinum og segir hann þau hafa staðið sig með eindæm- um vel þegar kom að því að velja þema rútunnar. Það er auðheyrt á Óla að mikið hefur verið um sam- verustundir góðra vina í Ástralíu. Mikil grillmenning Óli er mikill áhugamaður um íþróttir og útiveru og fékk hann góða útrás fyrir hvort tveggja í Ástr- alíu. „Ég var í sterkum vinahópi sem lagði stund á hin ýmsu áhuga- mál. Við höfum stundað klettaklif- ur, brimbretti, köfun og siglingar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gerðum við mikið af því að fara í útilegur. Það tók smá tíma að venjast því að tjalda úti í guðs grænni náttúrunni þarna úti því hin ýmsu dýr áttu það til að gera vart við sig. Allar tegund- ir kóngulóa, lítil pokadýr, snákar og fleira.“ Mikil grillmenning ríkir í Ástralíu og segir Óli að grill séu í öllum almenningsgörðum. „Það er í raun lítið um ástralskar matar- hefðir, þeir eru undir miklum áhrif- um frá Bretunum þegar kemur að mat. Þeir hafa kannski útfært hann á sinn máta en ætli grillmenningin sé ekki það sem stendur hvað helst upp úr. Það er reyndar fínt þar sem hægt er að fá eðalkjöt og gómsæta sjávarrétti fyir lítinn pening.“ Talandi um aurinn segir Óli að í upphafi dvalarinnar hafi ver- ið mjög ódýrt að lifa í Ástralíu og ódýrt fyrir vini og ættingja að kíkja í heimsókn. „Það hefur því miður breyst í dag.“ áframhaldandi nám Óli lauk námi sínu í Perth árið 2007 en lét ekki þar við sitja. Hann langaði í sérhæft nám og það gerði hann. Hann flutti sig um set og hóf því mastersnám í skólanum Mon- ash University og er skólinn sá einn af þrjátíu bestu skólum í heimin- um. Þaðan útskrifaðist hann svo fyrir stuttu með mastersgráðu í fjármálaáhættustýringu. „Þarna var mikið af fólki frá Ind- landi, Japan og Kína. Það var mjög algengt að þessir krakkar væru sendir af fjölskyldum sínum og fengju mikla umbun fyrir í formi flottra íbúða og glæsibifreiða. Þeim voru ætlaðir stórir hlutir. Strákur- inn á druslunni með brimbrettið á toppnum vakti því svolitla athygli,“ segir Óli og hlær. Hákarlaævintýri Spurður um eftirminnilegar uppákomur í landinu fjarlæga rifj- ar Óli upp atvik sem átti sér stað á ströndinni einn góðan veðurdag. „Þetta er vissulega ekki fyndin saga en eftirminnileg er hún. Alla dvöl- ina þarna úti var alltaf verið að vara við hákörlum en aldrei gerð- ist neitt. Það breyttist einn sólrík- an vordag. Ströndin var full af ung- um skólakrökkum þegar blásið var í neyðarflautuna. Það var ótrúleg sjón að sjá alla hlaupa upp úr sjón- um og raða sér í beina röð eins og stillt leikskólabörn. Þetta er bara nokkuð sem allir vita og kunna. Það sem var kannski örlítið spaugi- legt við þetta var að tveir töffarar stóðu fastir á súlum úti í sjó, þar sem þeir höfðu eitthvað verið að klifra á meðan hárkarlarnir svöml- uðu um allt í kring. Þeir komust sem betur fer heilu og höldnu á land að lokum.“ Umhverfissinnaðir Nú eru tveir mánuðir frá því að Óli kom heim og eðlilega er hann uggandi yfir ástandi þjóðarinnar. „Kennararnir mínir hafa haft sam- band við mig til þess eins að fá stað- festingu á öllum þeim hræðilegu fréttum sem berast af landinu.“ Að- spurður hvort hann sjái eftir því að hafa drifið sig heim segir hann svo ekki vera. „Ég þurfti að koma heim til að ljúka þessum kafla lífs míns, ljúka námsdvölinni. Annars hefði maður líklega sest þarna að og það er ekki nokkuð sem ég vildi gera.“ Að lokum er Óli beðinn um að nefna einn þátt í fari Ástralanna sem Íslendingar gætu tekið sér til fyrirmyndar. Óli er fljótur að svara. „Umhverfisvitund, þeir eru einstak- lega meðvitaðir um umhverfið. Þeir nota allir taupoka þegar þeir kaupa í matinn. Henda aldrei rusli úti á götu og eru allir mjög samstiga í því að hugsa vel um náttúruna. Það er nokkuð sem við megum taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ástralíufar- inn hressi að lokum. kolbrun@dv.i á siglingU Hér er óli á siglingu meðfram suðurströnd Ástralíu. Mikið fjör á Hátíð Vínekrannaspring in the Valley er árleg hátíð vínekranna í Ástralíu. klifrað Með gÓðUM VinUM óli lagði stund á hinar ýmsu íþróttir úti í Ástralíu, þar á meðal klettaklifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.