Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 48
Föstudagur 10. október 200848
Sakamál
Striknín-Sérfræðingurinn Neill
Cream var fullkominn sadisti sem þreifst á þeirri athygli sem
ódæði hans fengu. Það kaldhæðnislega var að hann framdi sín
verstu voðaverk eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi eftir að hafa
hlotið fangelsisdóm til lífstíðar. Cream fæddist í glasgow 1850 en
fluttist ungur að árum til kanada og útskrifaðist með læknisgráðu
1876. rétt áður en hann var tekinn af lífi játaði hann að vera hinn alræmdi Jack the
ripper, kobbi kuti, sem hafði haldið íbúum Lundúna í heljargreipum um langan
tíma. en lögreglan hafði efasemdir um trúverðugleika játningarinnar. Lesið um
striknín-sérfræðinginn Neill Cream í næsta helgarblaði dV. umsJóN: koLbeiNN ÞorsteiNssoN kolbeinn@dv.is
Manson-fjölskyldan
Óhugnanleg voðaverk Manson-fjölskyldunnar munu seint gleymast. Charles Manson kom allslaus til San
Francisco árið 1967 þegar hippatíminn var í hámarki. Kvenfólk dróst að honum líkt og mý að mykjuskán og
honum tókst að koma sér upp hirð sem dýrkaði hann sem guð væri. Manson sagði að dómsdagur, sem hann
nefndi eftir lagi Bítlanna Helter Skelter, væri að renna upp og söfnuðurinn hefði verk að vinna.
Það er margt á huldu um bernsku
Charles Manson, en það er vit-
að að hann var sonur sextán ára
ógiftrar konu, Kathleen Maddox,
og fæddist 1934 í Ohio. Charles
var Charles Milles Maddox í þrjár
vikur eftir fæðingu, en í skamm-
an tíma eftir fæðingu Charles var
móðir hans gift manni að nafni
William Manson og var Charles
gefið eftirnafn þess manns. Senni-
lega þekkti Charles aldrei sinn
raunverulega föður.
Móðir Charles var mikil
drykkjumanneskja og segir sag-
an að hún hafi eitt sinn selt hann
fyrir bjórkrús til barnlausrar þjón-
ustukonu, en frændi hans sótti
hann til hennar fáum dögum síð-
ar. Þegar móðir hans var dæmd
til fimm ára fangelsisvistar 1939
vegna ráns var hann sendur til
frændfólks síns í Vestur-Virginíu.
Móðir hans fékk reynslulausn
1942 og tók Charles til sín og
bjó með hann víða á niðurnídd-
um hótelherbergjum, en það var
skammgóður vermir. Árið 1947
reyndi móðir hans að koma hon-
um á fósturheimili, en það gekk
ekki því ekkert framboð var á
slíku. Charles var settur á drengja-
skóla í Indiana, en flúði til móður
sinnar eftir tíu mánaða dvöl. Hún
vildi ekkert með hann hafa.
Frá þeim tíma til ársins 1967
var hann á betrunarheimilum og
í fangelsi í lengri eða skemmri
tíma vegna innbrota, hórmangs
og annarra glæpa og þegar hann
gekk út úr fangelsinu á Terminal
Island 21. mars 1967 hafði hann
eytt meira en helmingi sinna þrjá-
tíu og tveggja ára í fangelsi eða á
öðrum stofnunum. Hann hafði
aldrei átt náin kynni við konur
og aldrei drukkið bjór. Reynd-
ar óskaði hann eftir því að fá að
vera áfram á bak við lás og slá, því
fangelsið væri eina heimilið sem
hann hefði átt, en beiðni hans var
hafnað.
Height-Ashbury 1967
Árið 1967, þegar hippatíminn
var í hámarki og San Francisco var
miðstöð þeirrar menningar, kom
Charles Manson til Height-Ash-
bury. Hann lét hár sitt vaxa og safn-
aði skeggi og lék á gítar, en það hafði
hann lært af einum margra sam-
fanga sinna.
Áður en langt um leið hafði hann
komið sér upp hópi af áhangendum
og stúlkur krupu við fætur hans. Ein
sagði: „Fyrsta skipti sem ég heyrði
hann syngja, var það engli líkt. Hann
var segulmagnaður.“ Önnur, Lynette
Fromme, sagði: „Með Charlie var
eins og ég flygi á vindinum. Að elsk-
ast með Charlie var sektarlaust, eins
og hjá barni.“
En Charles Manson bar tak-
markaða virðingu fyrir konum og í
kommúnu sem hann kom sér upp
í hæðum Hollywood var ein regl-
an sú að hundar fengu að borða á
undan konum. Skilyrðislaus undir-
gefni af hálfu kvenna gagnvart karl-
mönnum sem hann ákvað var ein
þeirra reglna sem konum voru sett-
ar. Getnaðarvarnir, áfengi og notk-
un gleraugna voru bönnuð. Og kon-
um var stranglega bannað að spyrja
spurninga. En þær dýrkuðu hann
sem guð væri.
Konur ferðuðust um langa vegu
til að sænga hjá Charles Manson.
Sagan segir að leikkonu einni, sem
vildi þóknast honum, hafi verið sagt
að klífa nálægt fjall áður en til þess
kæmi. Önnur kona kom með fimm-
tán ára dóttur sína, en Manson
sagði móðurinni að skilja dótturina
eftir; sjálf væri hún of gömul. Móð-
irin hlýddi möglunarlaust.
Dennis Wilson og Bítlarnir
Snemma vors 1968 kynnt-
ist Charles Manson fyrir tilvilj-
un Dennis Wilson úr Beach Boys.
Fram á haustmánuði var hús Denn-
is fullt með á þriðja tug áhangenda
Mansons, Manson-fjölskyldunni.
Stúlkurnar sváfu hjá bæði Manson
og Wilson og Wilson tók upp tónlist
Mansons og kynnti hann fyrir kunn-
ingjum úr skemmtanaiðnaðinum.
Þegar upp var staðið kostuðu kynni
þeirra Wilson hundruð þúsunda
bandaríkjadala; lækniskostnaður
vegna lekanda og ýmislegt annað.
Í nóvember það ár heyrði Man-
son hjá kunningja sínum Hvíta al-
búm Bítlanna sem þá var nýkomið
út. Hann fékk Bítlana á heilann og
átti síðar eftir að segja Fjölskyldu
sinni að Bítlarnir hefðu spáð fyrir
um þá samfélagsólgu sem þá ein-
kenndi bandarískt samfélag, átök
svartra og hvítra, á Hvíta albúm-
inu. Reyndar á dulkóðaðan hátt,
en hann var þess fullviss að plata
Bítlanna væri bein skilaboð til Fjöl-
skyldunnar og henni væri ætlað að
bjarga hinum verðugu frá hinum
óumflýjanlegu hamförum.
Snemma árs hafði Fjölskyldan
komið sér fyrir í húsi, sem Manson
kallaði Yellow Submarine, í Can-
oga Park. Meðlimir Fjölskyldunn-
ar bjuggu sig undir óumflýjanlegan
heimsendi, sem Manson hafði gefið
nafnið Helter Skelter eftir einu laga
Bítlanna á Hvíta albúminu.
tími Helter Skelter
Manson og Fjölskyldu hans er
einna helst minnst fyrir grimmd-
arlegt morð á leikkonunni Shar-
on Tate sem þá var eiginkona leik-
stjórans Romans Polanski. En fyrir
höfðu áhangendur Mansons framið
morð að hans fyrirskipun.
En 8. ágúst 1969 sagði Charles
Manson við söfnuð sinn: „Nú er tími
Helter Skelter runninn upp.“ Hann
skipaði Tex Watson, sem hann hafði
kynnst heima hjá Dennis Wilson,
Susan Atkins, Patriciu Krenwinkel
og Lindu Kasabian að fara á heim-
ili tónlistarframleiðandans og tón-
listarmannsins Terrys Melcher, sem
Manson hafði hitt nokkrum sinnum
og einhverra hluta fengið á heilann.
Það sem Manson ekki vissi var að
Melcher bjó ekki lengur í því húsi.
Watson og stúlkurnar áttu að
„gjörsamlega eyða öllum sem væru
í því á eins óhugnanlegan hátt og
mögulegt væri“. Stúlkurnar áttu í
einu og öllu að fara að fyrirmælum
Watsons.
Tex Watson skaut óheppinn bíl-
stjóra sem átti leið framhjá húsinu
þegar fjórmenningarnir nálguðust
það. Watson skipaði síðan Kasabi-
an að standa vörð, en hin fóru inn í
gegnum glugga.
Brotið byssuskefti
Húsið sem varð fyrir valinu hjá
Charles Manson var heimili leik-
stjórans Romans Polanski og eig-
inkonu hans, Sharon Tate, en Pol-
anski var í Lundúnum að vinna við
kvikmynd þetta örlagaríka kvöld.
Hjá Sharon var í heimsókn Vojci-
ech Frykowski, vinur Polanskis,
sem hann hafði beðið að líta til með
eiginkonu sinni sem var gengin átta
og hálfan mánuð með barn þeirra.
Frykowski svaf á sófa í stofunni og
vaknaði við lágvært hvísl. Fryk-
owsky spurði hver væri á ferðinni og
í hvaða erindagjörðum.
Tex sparkaði í höfuðið á honum
og sagði: „Ég er Djöfullinn, og er hér
til að framkvæma verk Djöfulsins.“
Að fyrirmælum Tex hafði Atkins
leitað annarra í húsinu og fund-
ið, með aðstoð Krenwinkles, þrjár
aðrar manneskjur; Sharon Tate, Jay
Sebring og Abigail Folger, ástkonu
Frykowskis.
Watson batt Tate og Sebring sam-
an á hálsinum með reipi sem hann
hafði með sér, og sveiflaði enda
reipisins yfir loftbita í stofunni. Þeg-
ar Sebring kvartaði yfir meðferðinni
á Tate skaut Watson hann. Á meðan
Folger var fylgt inn í svefnherbergi
til að ná í veski hennar, stakk Wat-
son Sebring sjö sinnum með hnífi.
Á meðan þetta gekk á hafði Fryk-
owski tekist að losa sig og reyndi
að yfirbuga Atkins sem stakk hann
í legginn með hnífi. Watson lagði
Atkins lið og sló Frykowski mörgum
sinnum í höfuðið með skammbyssu,
svo harkalega að skefti skammbyss-
unnar brotnaði. Síðan stakk Wat-
son Frykowski mörgum sinnum og
skaut hann tvisvar.
„Móðir... móðir...“
Þegar hér var komið sögu kom
Kasabian hlaupandi vegna þeirra
„hryllilegu hljóða“ sem bárust úr
húsinu. Í vonlausri tilraun til að
binda enda á slátrunina sagði hún
Atkins að einhver væri að koma.
Inni í húsinu hafði Abigail Folger
náð að komast undan Krenwikle, út
um svefnherbergisdyrnar að sund-
lauginni. Hún komst ekki langt því
bæði Krenwinkle og Watson veitt-
ust að henni og stungu hana tuttugu
og átta sinnum.
Frykowski, sem enn tórði, staul-
aðist yfir flötina en var brátt yfirbug-
aður af Watson sem af miklum ofsa
stakk hann ítrekað. Þegar upp var
staðið hafði Frykowski verið stung-
inn fimmtíu og einu sinni.
Inni réðst Atkins eða Watson,
eða bæði, gegn Sharon Tate sem
var stungin sextán sinnum. Tate bað
þess eins að mega lifa nógu lengi til
að eignast barnið sem hún bar und-
ir belti og grét: „Móðir... móðir...“ allt
þar til yfir lauk.
Fjölskyldumeðlimir Mansons
höfðu fengið fyrirmæli um „að
skilja eftir eitthvert teikn... eitthvað
nornalegt“. Atkins tók því hand-
klæði og skrifaði með blóði Tate á
útidyrahurð hússins „Svín“.
Annað kvöld, önnur morð
Næsta kvöld fóru fjórmenning-
arnir, og tveir að auki, aftur á stjá að
fyrirmælum Charles Manson. Man-
son var ekki ánægður með óðagot
fyrra kvöldsins og ákvað því að slást
í för og sýna hvernig ætti að standa
að svona verkum.
Eftir að hafa ekið um einhverja
stund fyrirskipaði Manson að ekið
yrði til heimilis Lenos LaBianca,
framkvæmdastjóra stórmarkaðs, og
Rosemary, konu hans. Hjónin voru
bæði drepin með krómslegnum
byssusting og, að fyrirmælum Man-
sons, sá Watson um að allir meðlim-
irnir tækju þátt í drápunum. Þegar
Watkins hafði fullkomnað ódæðið
skar hann orðið „Stríð“ á kviðinn á
Leno LaBianca.
Charles Manson var dæmdur til
dauða fyrir morðin á Sharon Tate,
vinum hennar og LaBianca-hjón-
unum, þrátt fyrir að hafa ekki fram-
kvæmt þau sjálfur. Dauðadóminum
var síðar breytt í lífstíðarfangelsi.
Tex Watson var dæmdur til
dauða, en líkt og hjá Manson var
dóminum breytt í lífstíðarfangelsi.
Patricia Krenwinkle og Susan Atkins
eru báðar á bak við lás og slá og hef-
ur ítrekað verið neitað um reynslu-
lausn. Linda Kasabian var aðalvitni
saksóknara og býr í Bandaríkjunum
núna.
Charles Manson sendi
áhangendur sína út til
voðaverka..
Helgarblað
Vantar þig fjármálaráðgjöf?
Þarftu að ná áttum í peningamálunum?
lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna
lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir
lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti
lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni
lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld
Hringdu núna!
Það er auðveldara að taka á vandanum strax!
GH Ráðgjöf
Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020
Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl
Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel