Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 52
Það eru víst ófáir einstakl- ingar í þessari veröld sem eftir stífa drykkju í lok vinnuvikunnar stunda það að senda tölvupóst á fyrrverandi maka eða yfirmann sem fer í taugarnar á þeim. Síðan þegar vaknað er næsta morgun rennur upp fyrir mönnum, þeg- ar þeir lesa póstinn sem send- ur hefur verið, að kannski hefði þetta betur mátt kyrrt liggja. Hugmyndaríkur forritari hjá Google-fyrirtækinu hefur þróað kerfi sem getur kom í veg fyrir svona illa ígrundaðar póstsend- ingar eða allavegana fengið við- komandi til að endurskoða at- hafnir sem hann sér líklega eftir næsta dag. Kerfið, sem kallast Mail Gogg- les, er hægt að stilla þannig að það virki eingöngu síðla nætur og um helgar þegar mesta hætt- an er fyrir hendi. Þegar viðkomandi reynir síðan að senda póst á þessum tíma er lagt fyrir hann stutt stærðfræði- próf sem hann þarf að leysa inn- an ákveðins tímaramma. Ef hon- um tekst það ekki kemur Goggles í veg fyrir að pósturinn sé send- ur og þá verður viðkomandi ein- faldlega að sofa úr sér vímuna áður en lengra er haldið. Jan Perlow, höfundur Goggl- es, viðurkennir að hugmyndin að forritinu byggist á persónulegri reynslu. Goggles sé beint að þeim sem séu orðnir aðeins of þreyttir og tilfinningasamir til að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. „Ég sendi stundum skilaboð sem aldrei hefðu átt að sjá dags- ins ljós,” segir Perlow. „Eins og þegar ég sendi fyrrverandi kær- ustunni tölvupóst seint um nótt um að ættum að byrja saman aft- ur.” Kannski er Goggles tilvalið fyrir marga Íslendinga sem þurfa mikið að tjá sig eftir að heim er komið af barnum. palli@dv.is Google býður nú uppá þjónustu fyrir þá sem eiga erfitt með að hemja sig að senda ekki tölvu- póst eftir að hafa fengið sér of mikið neðan í því í lok vinnuvikunnar Engin færsla punkta Nintendo hefur gefið út að þótt nafni hinna svokölluðu „Wii Points“ hafi verið breytt í „Nintendo Points“ verði ekki hægt að flytja þá á milli véla. Sem sagt þú getur ekki notað Nintendo Points af Wii á DS og öfugt. Sem sagt ef þú kaupir þér Nintendo-punkta og notar þá til þess að kaupa þér DSWare þarftu að nota afganginn af punktunum til þess að kaupa DSWare. Leikjaframleiðandinn Namco Bandai hóf þátttöku sína á leikjaráðstefnunni í Tókýó sem nú stendur yfir með því að tilkynna um útgáfu Tekken 6. Mikið hefur verið beðið eftir sjöttu útgáfunni af þessum klassíska og einum vinsælasta bardagaleik allra tíma. Það sem vekur þó einna helst athygli er að leikurinn kemur bæði út á Xbox 360 og PS3. Hingað til hefur Tekken einungis verið á PlayStation og því um stórt skref fyrir Microsoft og Xbox að ræða. Það verður æ algengara að leikir sem hafa einungis verið á PS séu líka að koma út á Xbox. Devil May Cry er dæmi um PS-leiki sem færðu sig yfir. Það er hins vegar minna um að dæmið sé öfugt. Eða að Xbox- leikir komi út á PS3. Leikurinn verður kominn í hillur verslana næsta haust. Katsuhiro Harada, yfirumsjónarmaður Tekken, segir að það hafi verið erfitt verkefni að yfirfæra leikinn fyrir Xbox 360 þar sem hann var hannaður á PS3. „Þar ertu bæði með Blu-Ray og mun stærri harðan disk. Þannig að það væri lygi að segja að þetta hafi ekki verið verðugt verkefni.“ asgeir@dv.is Tekken 6 kemur næsTa hausT föSTuDaguR 10. oKTóBER 200852 Helgarblað DV Tækni uMSjóN: PÁLL SVaNSSoN palli@dv.is SoNy Skýtur á NiNteNDo john Koller, einn af markaðsstjórum Sony, hefur skotið föstum skotum að Nintendo varðandi nýju Nintendo DSi-vélina. Nintendo tilkynnti að þriðja kynslóð DS kæmi út í japan í nóvember og að hlutverk hennar væri að ná til enn fleiri en gamla vélin með því að bæta inn myndavél, tónlistarspil- un og alls kyns aukabúnaði. Koller segir hins vegar að vélin höfði einungis til barna og hefur ekki trú á því að hún nái til krakka eldri en 12 ára. asus mEð nýja fistölvu Asus kynnti nýja eee Pc-tölvu í vikunni, S101. tölvan er mun þynnri og léttari en fyrri útgáfur og töluvert meira lagt upp úr útliti vélarinnar. Hún er líka dýrari, kostar um 700 bandaríkja- dali en á móti er engu fórnað á kostnað smæðar eða þyngdar. Vélin skartar þremur uSB- inntökum, innbyggðum kortalesara, rJ-45 ethernet tengi, þráðlausu netkorti og Blátönn. Skjárinn er 10,2 tommur og nær mest 1024 x 768 upplausn. itunEs hEldur áfram vEstra Apple-fyrirtækið hótaði því fyrir stuttu að itunes-tónlistarþjón- ustan yrði lögð niður ef skerfur lagahöfunda af sölu hvers einstaks lags yrði aukinn úr níu sentum. Forsvarsmenn höfundar- réttarhafa höfðu farið fram á hækkun í fimmtán sent en tónlistarútgefendur á lækkun niður í fimm sent. á endanum var skipuð sérstök þriggja manna dómaranefnd af bandarískum stjórnvöldum sem nú hefur úrskurðað að hækkun verði í 9,1 sent fyrir lagahöfunda. Úrskurð- urinn gildir eingöngu fyrir tónlist sem sótt er gegnum bandarísku itunes-verslunina. GoGGles fyrir ölvaða oG tilfinninGasama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.