Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 31. október 20084 Fréttir
Sandkorn
n Staða frjálsu fjölmiðlanna í
samkeppni við Ríkisútvarpið
er grafalvarleg eins og sést af
uppsögum allra starfsmanna
Skjás eins. Sigríður Margrét
Oddsdóttir, framkvæmda-
stjóri Skjás-
ins, hefur
í gegnum
tíðina verið
óþreytandi
að benda á
þá mismun-
un sem felst
í að RÚV
sé í nið-
urgreiddri samkeppni við
einkareknar stöðvar. Nú blasir
uppgjöf við þeim sem eru að
berjast við ríkið.
n Afarkostum Ara er erfitt að
svara. Því fengu starfsmenn
fjölmiðlarisans 365 að kynnast
í gær þegar Ari Edwald forstjóri
sendi öllu starfsfólki fyrirtæk-
isins póst þar sem hann kynnti
sársauka-
fullar nið-
urskurðar-
aðgerðir í
kreppunni.
Til þess að
takmarka
eftir fremsta
megni fjölda
uppsagna
á að lækka
laun á línuna. Hjá 365 lækka
þeir mest í launum sem eru
með yfir 500 þúsund á mánuði
en þeim er gert að taka á sig 10
prósenta lækkun. Ari, sem er
lögfræðingur að mennt, gætti
þess að stilla þessum kosti upp
samkvæmt settum reglum og
benti á að þeir sem ekki vildu
sætta sig við lækkunina myndu
að sjálfsögðu halda gömlu
laununum út uppsagnarfrest-
inn.
n Synir Íslands úr hinum ólík-
legustu áttum streyma nú til
landsins til þess að bjarga því
sem bjargað verður. Vatnskóng-
urinn Jón Ólafsson er kominn
aftur og
útrásarvík-
ingurinn
Hannes
Smárason
hefur látið
þau boð
út ganga
að hann
sé tilbúinn
í björg-
unaraðgerðirnar. Þá hefur
hinn dæmdi krúnukúgari Ian
Strachan lýst áhuga sínum á
því að snúa aftur til Íslands eftir
að hann lýkur afplánun í Bret-
landi. Tyrkinn Halim Al, sem
Íslendingar hötuðust á sínum
tíma við og höfðu að háði og
spotti, hugsar einnig hlýlega til
okkar en ætlar sér ekki að snúa
aftur. Hann segist í viðtali við
Séð og heyrt einfaldlega ekki
vera nógu ríkur til að hjálpa
okkur en vonar að þjóðin jafni
sig fljótt.
n Skagamenn hafa eins og aðrir
fengið að kenna á efnahags-
hruninu og þar er lóðum skilað
inn rétt eins og annars staðar.
Bæjarfélagið
stendur nú
frammi fyrir
því að þurfa
að endur-
greiða lóðar-
kaupendum
um það bil
200 millj-
ónir vegna
skila en í
heilu hverfi sem bærinn hafði
gert klárt til uppbyggingar hafa
allir nema tveir skilað lóðum
sínum. Þar standa því tilbúnar
götur og ljósastaurar en upp-
byggingin mun greinilega láta á
sér standa. Svipaðar fréttir hafa
áður borist frá Kópavogsbæ en
þar mun þó endurgreiðsluupp-
hæðin vera mun hærri.
Fuglshjarta í fílabeinsturni
Skáldið Skrifar
ið gleymum því aldrei að Geir
Haarde sagði: Guð blessi Ísland.
Ég man í hvaða stól ég sat þegar
Geir lét frómu orðin falla. Ég man
meira að segja hvernig ég sat. Ég man hvern-
ig helgislepjan lak af skjánum og froðusnakk-
ið fyllti stofuna.
Þessi sami Geir Haarde á vin sem er kall-
aður Dabbi litli bankamaður og saman eru
þeir í óvinsælustu klíku Íslands. Geir er að
vísu að reyna að gleyma því að hann sagði oft-
sinnis við þjóðina að ekkert væri athugavert
við það að hann hitti Björgólf Thor Björgólfs-
son. Hann sagðist hitta Björgólf í hvert skipti
sem Björgólfur ætti þess kost að taka hlé frá
útrásinni. Geir var víst alltaf að leita ráða hjá
þessum vini sínum. Núna biður Geir þenn-
an sama Björgólf um að koma heim með alla
peningana sem hann fór með í útrásina.
Seint verð ég sakaður um smjaður. Kannski
vill einhver bæta úr því í framhaldi af orðum
þeim sem hér birtast. En svona ykkur að segja
vil ég ekki að við ráðumst að þeim mönnum
sem höfðu það eitt markmið að verða ríkir og
ekki eigum við að ráðast á þá sem seldu okkur
ódýrar vörur, gerðu okkur einhvers virði, gáfu
okkur kost á þátttöku í góðærinu og gróðan-
um.
Við eigum að ráðast á þá sem stjórnuðu
sukkinu.
Jóhannes í Bónus er sama hetjan í dag og
hann var áður en Dabbi litli bankamaður
byrjaði að riðlast á undirstöðum hagkerfis-
ins. Stýrivaxtaspekúlantar í útlöndum hræð-
ast ekki Jóhannes og Jón Ásgeir, þeir hræð-
ast ekki Björgólf og félaga, þeir hræðast ekki
græningjadeild Landsbankans, útrétta kaup-
réttarsamningahönd eða starfslokasamninga-
nefnd. Útlenskir pælarar hræðast þjófasátt ís-
lenskra stjórnmálamanna. Þeir hræðast þegar
Pétur Blöndal, einn af pótintátum frjálshyggj-
unnar, talar um að styrkja þurfi velferðarkerf-
ið, þeir hræðast hlandaula með launaáskrift og
þeir hræðast það að hugsauðir einsog Dabbi
litli bankamaður og aðrir óvitar, fái að níðast á
hagkerfinu.
Traust manna í útlöndum munum við fá
þegar okkur hefur tekist að losa okkur við
fuglshjartað sem titrar í fílabeinsturni Seðla-
bankans.
Geir Haarde er bókstaflega svo blindur
og svo máttvana í aðdáun sinni að hann lof-
ar aumingjalegustu vinnubrögð sögunnar og
hann mærir Dabba litla bankamann, ekki bara
í laumi, heldur á opinberum vettvangi.
Okkar stjórn er algjört hrak,
þar enginn verður fengur
ef Dabbi hefur hreðjatak
á Haarde öllu lengur.
V
Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Við eigum að ráðast á þá sem stjórnuðu sukkinu.“
„Ég myndi vilja að menn fengju
strax 70 til 80 prósent af launum
sínum og að menn haldi þeim
tekjum í mun lengri tíma en nú er.
Auðvitað þarf að vera eitthvað þak
á upphæðinni sem hægt er að fá
í atvinnuleysisbætur en það þarf
að endurskoða þetta kerfi í heild
sinni,“ segir Aðalsteinn Baldursson,
formaður Verkalýðsfélags Húsavík-
ur og nágrennis.
Hann hefur áhyggjur af því að
fjölmargir muni lenda í miklum
vandræðum vegna þess hve lág-
ar atvinnuleysisbæturnar eru. Um
fjögur þúsund manns eru nú án
atvinnu á Íslandi eða eru að vinna
uppsagnarfrest. Það er mesta at-
vinnuleysi í október í heil ellefu
ár. Að minnsta kosti tólf hundruð
manns hefur verið sagt upp störf-
um í hópuppsögnum það sem af er
október og má enn búast við því að
Vinnumálastofnun fái tilkynningar
um uppsagnir fyrir helgi. Hópupp-
sagnir í október fyrir lokadag mán-
aðarins voru næstum jafnmargar
og níu fyrstu mánuði ársins sam-
anlagt.
Margir munu lenda
í vandræðum
Samkvæmt heimasíðu Alþýðu-
sambands Íslands eru tekjutengd-
ar atvinnuleysisbætur, miðað við
100 prósent bótarétt, að hámarki
220.729 krónur á mánuði eða 10.186
krónur á dag. Grunnatvinnuleysis-
bætur, miðað við 100 prósent bóta-
rétt eru 136.023 krónur á mánuði,
eða 6.277 krónur á dag. Grunn-
bætur eru greiddar fyrstu 10 virku
dagana. Tekjutengdar atvinnuleys-
isbætur taka þá við í allt að þrjá
mánuði en eftir það eru grunn-
atvinnuleysisbætur greiddar á ný.
Aðalsteinn er ekki ánægður
með þetta fyrirkomulag. „Það segir
sig sjálft að það lifir enginn á rúm-
lega 130 þúsund krónum á mánuði.
Við viljum að ríkið setji þegar í stað
aukið fjármagn í þennan geira. Það
liggur ljóst fyrir að þau hundruð og
þúsundir sem misst vinnuna, og
munu missa vinnuna, munu lenda
í miklum vandræðum. Þeir munu
fara enn verr út úr þessu vegna þess
hve atvinnuleysisbæturnar eru lé-
legar,“ segir Aðalsteinn.
Vill stórauka þjónustu
Aðalsteinn hefur ákveðnar
skoðanir á því hvernig atvinnuleys-
isbótum verði háttað. „Ég myndi
vilja afnema það fyrirkomulag að
fyrstu tíu dagana verði einhverjar
grunnbætur. Ég vil strax sjá 70 til
80 prósent af launum og að menn
haldi þeim tekjum í sjö til átta mán-
uði að lágmarki. Við viljum líka að
ríkisstjórnin setji aukið fjármagn
í vinnumarkaðsmál og auki þjón-
ustu við atvinnulausa. Við hér í
Þingeyjarsýslum erum með mjög
stórt svæði, allt frá Vaðlaheiði til
Raufarhafnar. Það er manneskja
í hálfu starfi við að taka við um-
sóknum og þjónusta fólk sem
missir atvinnuna. Þessa þjón-
ustu þarf að stórauka um allt land
og við munum leggja þetta til við
félagsmálaráðherra og vera í sam-
bandi við Vinnumálastofn-
un,“ segir hann.
251 króna á
barn
Aðalsteinn
vill umfram allt
að atvinnu-
leysisbætur
verði hækkað-
ar. Hann segir
það í góðu lagi
þó þær verði
hærri en lág-
markslaun. „Lág-
markslaunin í dag
eru um 137 þúsund
krónur á mánuði.
Það er sem betur fer
þannig að þeir sem
hafa
vinnu eru oft með vaktaálag, ein-
hver fríðindi eða hafa möguleika
á næturvinnu. Þessir aðilar vinna
sér inn orlofsuppbót og desember-
uppbót og slíkt. Það felst hins
vegar mikið óöryggi í því
að vera atvinnulaus,“
segir hann. Hann
vill einnig að kom-
ið verði til móts við
barnafólk í aukn-
um mæli. „Þeir
sem eiga börn
eru með þyngri
heimilisrekst-
ur en þeir sem
eru barnlausir,“
segir hann en í
dag nemur greiðsla
með hverju
barni 251 krónu
á dag.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, vill að tafarlaust verði
ráðist í gagngerar endurbætur á reglum um atvinnuleysisbætur. Hann segir að eng-
inn geti lifað á rúmlega 130 þúsund krónum á mánuði og segir að ríkið þurfi að stór-
efla þjónustu við atvinnuleitendur. Tólf hundruð manns hefur verið sagt upp í hóp-
uppsögnum í október.
EKKI HÆGT
AÐ LIFA Á BÓTUNUM
„Ég myndi vilja af-
nema það fyrirkomu-
lag að fyrstu tíu dag-
ana verði einhverjar
grunnbætur. Ég vil
strax sjá 70 til 80 pró-
sent af launum og
að menn haldi þeim
tekjum í sjö til átta
mánuði að lágmarki.“
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Vill tafarlausar endurbætur
aðalsteinn baldursson,
formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur, vill endurskoða
reglur um atvinnuleysisbætur.
Uppsagnir hafa komið hvað harðast
niður á iðnaðarmönnum stórefla þarf
þjónustu við atvinnuleitendur að mati
aðalsteins baldurssonar.