Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 34
föstudagur 31. október 200834 Helgarblað
Fuglaskítur á
neðri vörinni
sennilega eitt það vandæðalegasta
sem nokkurn tímann hefur gerst á
sviði gerðist í Massachusetts árið
2004. Þá var 80´s stjarnan Cyndi
Lauper að syngja og kastaði aftur
höfðinu til að taka vel á því í einni af
háu nótunum í laginu. Í sömu andrá
flaug fugl yfir sviðið og skeit upp í
hana. Cyndi dauðbrá en þurrkaði sér
með erminni og hélt áfram að syngja.
seinna neitaði hún því að slumman
hefði lent upp í henni og sagði að hún
hefði numið staðar á efri vör hennar.
Hún hefði ekki einu sinni fundið
bragðið. einmitt Cyndi.
Snákakúkur
á sviðinu
alice Cooper var alltaf þekktur
fyrir öfluga sviðsframkomu og
var iðulega með risasnák á sér á
tónleikum. eitt skipti á tónleikum
í L.a. skeit snákurinn yfir alice
allan og allt sviðið í leiðinni. „Ég
bjóst aldrei við átta hrúgum á
stærð við hægðir doberman-
hunds,“ lét alice seinna hafa eftir
sér. „búningurinn minn var allur
útataður. Lyktin var svo vond að
ég kúgaðist,“ hélt alice áfram en
Johnny rotten úr six Pistols var
meðal áhorfenda og hafði
gaman af.
Fastir í
sítrónu
u2 komst í hann krappan
á Popmart-túrnum árið
1997 í ósló. Í upphafi
tónleikanna átti sveitin
að koma út úr risastóru
hylki sem var eins og
sítróna í laginu. Það gekk
ekki betur en svo að
meðlimir sveitarinnar
festust inni í hylkinu í
dágóða stund. Það var
svo mikill þurrís inni í því
að gítarleikarinn edge
fann ekki pedalann sem
átti að opna það.
Belja á
svelli
Nýlega kom katy Perry fram
á MtV Latin american
awards í Mexíkó. Hún söng
smellinn sinn I kissed a girl
við mikinn fögnuð
viðstaddra. að laginu loknu
kastaði katy sér á risastóra
köku sem var þakin kremi.
Hún rann svo kylliflöt á
hausinn á sleipu sviðinu. eftir
að hafa reynt að komast á
lappir ótal sinnum og hrasað
jafnoft aftur skreið hún út af
sviðinu. fyrir utan allt fólkið
sem var á hátíðinni sáu tugir
milljóna þetta í sjónvarpi.
Dauð fiðrildi
Mick Jagger og félagar í rolling
stones héldu heljarinnar tónleika
1969 í Hyde Park. tónleikarnir voru
tileinkaðir föllnum félaga, brian
Jones, sem hafði látið lífið tveimur
dögum fyrir tónleikana. Mick
Jagger kom fram á sviðið, klæddur
hvítum jakkafötum og hóf að lesa
ljóðið adonais eftir Percy bysshe
shelley. til að heiðra minningu
vinar síns ætlaði sveitin að sleppa
þúsundum fiðrilda út í loftið og
átti þetta að vera mjög táknræn
stund fyrir rolling stones. Það sem
kapparnir vissu ekki var að megnið
af fiðrildunum var dautt er það átti
loks að sleppa þeim. aðeins nokkur
flugu burt. Mjög vandræðalegt.
Lenti í
sprengingu
James Hetfield, forsprakki sveitar-
innar Metallicu, lenti í heljarinnar
áfalli uppi á sviði á tónleikaferðalagi
1992. Hetfield misskildi leiðbeining-
ar tæknimanns og endaði með því
að standa á miðju sviðinu er risastór
sprenging átti sér stað. Hetfield
brenndist illa og endaði með annars
og þriðja stigs bruna á handleggn-
um. Hann var ófær um að spila á
gítar það sem eftir var tónleikaferða-
lagsins. Hetfield lét tattúvera á
handlegginn brennandi loga og
fjögur spil til að minna sig á
atburðinn.
Gleymdi
textanum
söngvarar eru alltaf að gleyma textanum
sínum og raggi bjarna líklega eitt besta
dæmið þar um. Þó eru fáir sem hafa lent í
því að verða kjaftstopp í miðju lagi fyrir
framan sjálfan forseta bandaríkjanna. Á
hátíðarsamkomu til heiðurs dolly Parton
fyrir nokkrum árum tók Jessica simpson
lagið 9-5 sem dolly gerði ódauðlegt á
sínum tíma. Í miðju laginu stoppaði
Jessica allt í einu, dauðroðnaði og hljóp af
sviðinu. tæplega hálfri öld áður hikstaði
söngdívan ella fitzgerald á laginu Mack
the knife en bjargaði því sem bjargað
varð með því að syngja hlæjandi: „oh,
hvernig er næsta erindi / í þessu lagi?“
Með Milli Van-
illi-„syndrómið“
ashlee simpson var staðin að því að
hreyfa varirnar við söng á bandi í
þættinum saturday Night Live árið
2004. Hún gleymdi sér á fleiri en einum
stað í laginu sem hún var að „syngja“
og var þá með hljóðnemann fjarri
munni, og túlann sjálfan lokaðan, þrátt
fyrir að úr hátölurunum bærist
raddhljómur ashlee. faðir hennar tók
upp hanskann fyrir dóttur sína eftir
þáttinn og sagði við fjölmiðla að
stúlkan hefði verið veik og röddin af
þeim sökum ekki upp á sitt besta.
Bassi í
hausinn
krist Novoselic, meðlimur
hinnar vinsælu Nirvana,
komst aldeilis í hann
krappan á myndbandahátíð
MtV árið 1992. rétt áður en
lagi þeirra Lithium lauk
ákvað Novoselic að kasta
bassanum sínum upp í loft.
bassinn kom svo niður og
lenti á hausnum á honum.
Novoselic skreið ringlaður af
sviðinu og hélt sig baksviðs á
meðan félagar hans úr
bandinu skemmtu sér við að
skemma sín eigin hljóðfæri.
StærStu
klúðrin á Sviði