Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 14
föstudagur 31. október 200814 Fréttir Í grein á vef Reuters segir Erik Kirschbaum frá þeirri viðhorfsbreyt- ingu til Bandaríkjanna sem hann seg- ist upplifa þar í landi. Erik Kirschbaum er bandarískur ríkisborgari en hefur búið í þýskumælandi hluta Evrópu í tuttugu og sex ár og verið fréttaritari fyrir Reuters í sextán ár. „Berlín er sennilega besti staður í heimi til að verða vitni að breytingum á tilfinningum í garð Bandaríkjanna,“ segir Kirschbaum í grein sinni. Kirschbaum segir að þegar hann flutti til Berlínar árið 1993 hafi verið erfitt að ímynda sér borg sem var vin- veittari Bandaríkjunum, en nú blási vindar úr annarri átt og ástarævintýr- ið hafi runnið sitt skeið á enda. „Hrifning á öllu sem bandarískt er heyrir nánast sögunni til,“ segir Erik Kirschbaum og bætir við að einhver breyting geti orðið að forsetakosning- um loknum 4. nóvember, „en hlutirn- ir verða aldrei eins, sama hvor vinn- ur.“ Bandarískur hreimur, bandarísk nöfn Líkt og víða um lönd hefur ímynd Bandaríkjanna beðið hnekki með- al Þjóðverja. Í könnun sem gerð var í júní kom í ljós að þrjátíu og eitt pró- sent Þjóðverja hafði jákvæða mynd af Bandaríkjunum og hafði hlutfallið lækkað úr sjötíu og átta prósentum árið 2000. „Að vera Bandaríkjamaður í Berlín var einu sinni sérstakt. Það er liðin tíð,“ segir Kirschbaum. Berlín var á sínum tíma bjargað og hún vernduð af Bandaríkjamönnum og aðdáun íbúanna á þeim var tak- markalítil. „Götur voru nefndar eftir banda- rískum herforingjum, skólar eftir bandarískum leiðtogum og torg eftir bandarískum borgum, auk þess sem bandarískir plötusnúðar sem töluðu bjagaða þýsku voru útvarpsstjörn- ur,“ rifjar Kirschbaum upp. Hann seg- ir að eldri borgarbúar hafi fengið sér- stakt blik í augun þegar þeir minntust loftbrúarinnar á fimmta áratugnum, skriðdreka við eftirlitsstöðina Check- point Charlie og ódauðlegra orða Johns F. Kennedy árið 1963 í Berlín: „Ich bin ein Berliner“, „Ég er Berlín- arbúi“. Kvaddir með stæl Erik Kirschbaum segir að einn minnisstæðasti atburður sem hann fjallaði um sem fréttaritari hafi ver- ið þegar Steglitz-hverfið í Berlín hélt sérstaka kveðjuathöfn, 1994, fyrir sex þúsund bandaríska hermenn sem höfðu gætt Þjóðverja fyrir níutíu þús- und sovéskum hermönnum handan Berlínarmúrsins. Kirschbaum segir að hann hafi átt von á nokkur þúsund Þjóðverj- um, í besta falli, sem sæju ástæðu til að kveðja hermennina. Raunin varð önnur því yfir 250.000 Þjóðverjar fylltu strætin þennan sumarmorgun og heiðruðu hermennina. „Þessir hermenn höfðu það orð- spor að þeir væru hörðustu hermenn- irnir í her Bandaríkjanna, en ég sá tár renna niður kinnar þeirra þegar þeir gengu hjá, í vandræðum með að halda steinrunnum svipbrigðum sínum.“ Leggja Bandaríkjamönnum lið Tilfinningar í garð Bandaríkjanna voru jákvæðar á síðasta áratug síð- ustu aldar. Þjóðverjar viðurkenndu þátt Georges Bush eldri í sameiningu þýsku ríkjanna og Bill Clinton fékk við- tökur sem hæfðu rokkstjörnu í hvert sinn sem hann sótti Þýskaland heim. Þjóðverjar létu meira að segja af andstöðu sinni við að taka þátt í hern- aðaraðgerðum annarra ríkja og sendu hermenn sína til Afganistan til að taka þar þátt í hernaði undir forystu Banda- ríkjanna. „En hvað gerðist? Eitt var, að sjálf- sögðu, ósætti vegna innrásar í Írak. Fyrir þann tíma hafði forseti Banda- ríkjanna ávallt verið velkominn til Berlínar. En í maí 2002 þurfti George W. Bush tíu þúsund þýska lögreglu- menn til að verja sig fyrir tíu þús- und andstæðingum stríðsins,“ seg- ir Kirschbaum. Bush dvaldi aðeins örfáar mínútur á Berlínarflugvelli á leið inn og út úr landinu þegar hann kom til að hitta kanslara Þýskalands í afskekktu þorpi í hundrað kílómetra fjarlægð frá Berlín. „Það var erfitt að trúa því að Banda- ríkjaforseti virtist reyna að forðast borgina sem átti Bandaríkjunum tilvist sína að þakka,“ segir Erik Kirschbaum. KoLBeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Ástarævintýrið Á enda Samskipti Vestur-Þjóðverja og Bandaríkjamanna hafa frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar einkennst af gagnkvæmri vináttu og viðurkenningu af hálfu flestra Þjóðverja að þeir eigi tilvist sína Bandaríkjunum að þakka. Nú virðast vera blikur á lofti um breytt viðhorf Þjóðverja til Bandaríkjanna. Checkpoint Charlie er nú minnisvarði um þátt bandaríkjanna í tilvist berlínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.