Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 30
föstudagur 31. október 200830 Helgarblað DV
„Þetta er hugmynd sem hefur
búið með okkur síðustu tuttugu og
fimm árin,“ segir Margrét Harðar-
dóttir, annar hönnuður barnafata-
línunnar Sólskinsbarns, þegar hún
er spurð hvernig hugmyndin hafi
orðið til. Móðir Margrétar, Brynd-
ís Gísladóttir, hafði unnið í ullar-
iðnaðinum til margra ára og höfðu
þær mæðgur oftar en ekki látið sig
dreyma um að stofna eigið fyrir-
tæki saman þar sem þær myndu
hanna, sauma og prjóna. Fyr-
ir rúmu ári var prjónaverksmiðj-
unni sem Bryndís starfaði hjá lok-
að og var hún því stödd á miklum
tímamótum. Mæðgurnar nýttu sér
tímamótin vel og létu drauminn
rætast. „Við vorum bara allt í einu
tilbúnar,“ segir Margrét sem sjálf
er viðurkenndur bókari og því um
skemmtilega tilbreytingu að ræða í
hennar tilfelli.
Alíslenskar flíkur
Mæðgurnar sérhæfa sig í að
hanna peysur og húfur fyrir börn,
allt frá nýfæddum til sex ára, og
framleiða. „Við hönnum, sníðum
og saumum á stofugólfinu heima
en látum svo prjóna fyrir okkur hjá
Glófa á Hvolsvelli.“
Í maí á síðasta ári fengu mæðg-
urnar þróunarstyrk frá Atvinnu-
málastofnun og var sá styrkur þeim
mikil hvatning. Fyrstu vörurnar
komu í verslanir í júní sama ár og
til að setja punktinn yfir i-ið kom-
ust þær að á hinni eftirsóttu hand-
verkssýningu HANDVERK OG
HÖNNUN í október 2007 en sýn-
ingin var haldin í Ráðhúsinu.
„Á sýningunni fengum við væg-
ast sagt frábær viðbrögð sem gaf
okkur byr undir báða vængi.“ Mar-
grét viðurkennir þó að þær séu
mjög varkárar og ætli sér hægt af
stað. „Við vinnum báðar nánast
fulla vinnu með þessu. Við stefn-
um ekki á neinn útflutning, eins og
staðan er núna, og ætlum að fara
varlega. Þetta hentar okkur vel eins
og þetta er. Margrét segir að sam-
starfið hafi gengið frábærlega hjá
þeim mæðgunum. „Þetta er búið að
vera eitt stórkostlegt ævintýri. Eftir
að við tókum þessa ákvörðun hefur
allt komið upp í hendurnar á okkur.
Eins og að umhverfið hafi bara ver-
ið að bíða eftir því að við styngjum
saumavélinni í samband.“
Látið draumana rætast
Hönnun þeirra mæðgna fæst í
verslununum Þumalínu og KRAUM
og í versluninni Marínu á Akureyri
en einnig má panta vörurnar fal-
legu á heimasíðu þeirra www.sol-
skinsbarn.is. Einnig verður hægt að
skoða hönnun þeirra mæðgna um
næstu helgi á sýningunni HAND-
VERK OG HÖNNUN sem fram fer
í Ráðhúsinu dagana 31. október til
3. nóvember. „Við bjóðum alla vel-
komna sem vilja koma og skoða
nýju línuna okkar.“ Að lokum vill
Margrét hvetja aðrar konur sem
ganga með einhvers konar hug-
myndir í maganum að láta drauma
sína rætast. „Málið er bara að byrja
smátt og setja sér skýr markmið.
Það er allt hægt.“
kolbrun@dv.is
Konan
HAndverk og Hönnun
stór sýning og kynning á íslensku handverki, listiðnaði og
hönnun fer fram í ráðhúsi reykjavíkur dagana 31. október
til 3. nóvember næstkomandi.
Í ráðhúsinu verður mjög fjölbreytt úrval af handverki,
listiðnaði og hönnun. Þar munu listamennirnir sjálfir kynna
vörur sínar. Það sem verður til sýnis og sölu eru munir úr
leðri og roði, skartgripir, glermunir, nytjahlutir úr leir, fjöl-
breyttar textílvörur, hlutir úr hornum og beinum og ýmsir
trémunir. aðgangur á sýninguna er ókeypis.umsjón: koLbrÚn pÁLÍna heLgadóttIr kolbrun@dv.is
Mæðgurnar Mar-
grét Harðardóttir
og Bryndís gísla-
dóttir áttu sér
draum, draum um
að hanna föt, sauma
og prjóna. Þær létu
drauminn rætast
fyrir ári og eiga nú
heiðurinn af fal-
legu barnafata-
merki sem kallað er
Sólskinsbarn.
StórkoStlegt
ævintýri
Samrýndar mæðgur
mæðgurnar margrét
harðardóttir og bryndís
gísladóttir segja
samstarfið ganga afar vel.
Nú er Vetur konungur farinn að segja
til sín með snjó, slyddu og kulda. En það
er því miður fleira en leiðinlegt veður sem
fylgir vetrinum því ár hvert gengur inflú-
ensa yfir norðurhvel jarðar. Inflúensan er
veirusjúkdómur og er um tvo til þrjá mán-
uði að ganga yfir.
Á heimasíðunni doktor.is má lesa allt
um smitleiðir sem og meðgöngutíma veir-
unnar en veiran berst manna á milli með
hósta og hnerra sem dropa- og loftborið
smit og einnig með höndum sem snerti-
smit. Einstaklingur með inflúensu getur
smitað sólahring áður en einkenna verður
vart. Börn geta verið smitandi allt að viku
eftir að einkenna verður vart.
Einkenni inflúensunnar gera snögglega
vart við sig með háum hita, skjálfta, höf-
uðverk, þurrum hósta, hálssærindum og
nefrennsli. Veikindin ganga yfir á nokkr-
um dögum og að viku liðinni ættu flestir
að vera einkennalausir. Besta meðalið við
inflúensunni er góð hvíld og mikill vökvi
þó svo að sumir þurfi vissulega að leita til
læknis og fá viðeigandi lyf. Árleg bólusetn-
ing er möguleiki sem flestir ættu að nýta
sér þar sem hún gefur 60 til 90% vörn gegn
flensunni hjá fólki undir 65 ára.
Bólusetning Besta vörnin
Hvað borðar þú í morg-
unmat?
„Ég borða oftast AB-mjólk
og banana í morgunmat
eða soya smoothie ef ég hef
tíma.“
Hver er uppáhaldsdrykk-
urinn þinn?
„Ég drekk mikið diet kók en
er að reyna að hætta því.
Annars finnst mér fjörmjólk
rosalega góð.“
Hvar líður þér best?
„Mér líður best í vatni. Hvort
sem það er í sundlauginni,
heita pottinum eða í sjón-
um.“
Hvaða bók er á náttborð-
inu þínu?
„Way of the peaceful warrior
eftir Dan Millman.“
Hvernig heldur þú þér í
formi?
„Ég æfi 10 sinnum í viku. Það
heldur mér í ágætisformi
eins og er.“
Hvaða snyrtivörur notar
þú dagsdaglega?
„Ég nota Face mist frá Make
up store á morgnana, svo set
ég á mig púður, maskara og
gloss.“
Hvar kaupir þú helst föt?
„Ég er rosalega heit fyrir All
Saints í Kringlunni. Annars
kaupi ég oftast föt erlendis
enda ferðast ég mjög mikið.“
Hvað gerir þú þegar þú
vilt dekra við sjálfa þig?
„Ég og Ragna Ingólfs
badmintonkona förum allt-
af saman í spaið í Laugum
á sunnudögum saman. Við
dekrum svolítið við okkur
og liggjum í heita pottinum
og gufunni í vel langan tíma.
Það er ótrúlega góð afslöpp-
un og undirbýr mig rosalega
vel fyrir vikuna.“
Hvert er þitt helsta
fegurðarráð?
„Drekka nóg af vatni og
brosa nógu mikið. Það gerir
rosalega mikið fyrir húðina
og heilsuna að drekka vatn.
Svo er bros að sjálfsögðu
besti skartgripurinn.“
Hver er þín fyrirmynd?
„Mamma mín. Hún er svo
falleg. Að innan sem utan.“
rAgnHeiður rAgnArS-
dóttir SundkonA.
Líður best í vatni
K
on
a v
iku
nn
ar
„Þetta er hugmynd sem hefur búið
með okkur síðustu tuttugu og fimm
árin,“ segir margrét sem nýlega lét
draum sinn rætast ásamt móður sinni.
glæsileg hönnun
hönnun þeirra
margrétar og
bryndísar hefur
vakið verðskuldaða
athygli.