Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 64
n Íslensk tónlist hefur fallið vel í
kramið hjá Japönum undanfarin
ár og hefur plötuútgáfan 12 tónar
á Skólavörðustíg verið ein þeirra
sem átt hefur í miklum samskipt-
um við Japan að undanförnu.
Í byrjun árs hafði hin japanska
Rambling Records-útgáfa í Tókýó
samband við forsvarsmenn 12
tóna þar sem þeir óskuðu eftir því
að gefa út sérstakan 12 tóna af-
mælisdisk á árinu. Svo varð úr og
kemur diskur þessi út 3. desem-
ber næstkomandi í Japan. Á
disknum er að finna tónlist með
ekki ómerkari listamönnum en
Skúla Sverrissyni,
Eivöru Páls-
dóttur, Ragn-
heiði Gröndal
og tónlistar-
drottning-
unni Ingi-
björgu
Þorbergs sem á
eflaust eftir að
heilla Jap-
ani upp úr
skónum.
Sem betur fer má
byggja á brunarústum!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Takmarkið var alltaf að Mundi
myndi eignast nýtt heimili fyrir jól,“
segir Hrafn Jökulsson um húsbygg-
ingu nágranna síns Guðmundar
Þorsteinssonar á Finnbogastöðum
en hann missti allt sitt þegar íbúð-
arhúsið á Finnbogastöðum fuðraði
upp í stórbruna 16. júní. Enn rauk úr
rústunum þegar Guðmundur og ná-
grannar hans sóru þess dýran eið að
nýtt hús skyldi rísa á sama stað fyrir
jól og allt bendir til þess að sú áform
muni ganga eftir og það á undan
áætlun.
Á síðustu dögum hafa veggir húss-
ins verið reistir og yfir þá er komið
þak. „Þetta kanadíska einingahús kom
siglandi til landsins um það leyti sem
kreppan mikla skall á,“ segir Hrafn og
bætir því við að síðan þá hafi vaskur
hópur sveitunga Munda auk sérfræð-
inga í húsabyggingum frá Reykjavík
og Hólmavík tekið þátt í uppbygging-
unni af lífi og sál.
„Kranamaðurinn Ágúst Guðjóns-
son frá Hólmavík reyndi að komast
hingað í tvígang frá Hólmavík, fyrst á
bíl og síðan á snjósleða. Hann þurfti
að snúa við, fór til Reykjavíkur og tók
flug hingað. Þannig að til að komast
frá Hólmavík í Árneshrepp ferðaðist
hann hátt í þúsund kílómetra.“
Á meðan byggingarframkvæmdir
liggja að mestu niðri á höfuðborgar-
svæðinu fellur Strandamönnum ekki
verk úr hendi og Hrafn segir að líklega
sé þetta eina húsið á landinu sem sé í
smíðum þessa dagana. Strandamenn
láta þar fyrir utan kreppuna ekki raska
ró sinni. Búið er að slátra og sulta og
sjórinn er fullur af fiski þannig að í
sveitinni mætir fólkið kreppuvetrin-
um eins og hverjum öðrum vetri.
JapanIr vIlJa
íslenskt
Eitt meginmarkmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla nr. 10/2008 er að vinna gegn launamisrétti og annarri
mismunun á grundvelli kynferðis á vinnumarkaði. Í lögunum segir
m.a:
Mismunun á grundvelli kyns er bönnuð.
Það gildir að sjálfsögðu einnig um uppsagnir.
Atvinnurekendur og stéttarfélög eiga að vinna markvisst að því að
jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Sérstaklega á að leggja áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar
– og áhrifastöðum.
Konur og karlar hjá sama atvinnurekanda eiga að fá jöfn laun og
sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Starfsfólk má alltaf skýra frá launakjörum sínum.
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum sem
körlum.
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga
á hlutfall kynjanna að vera sem jafnast og ekki minna en 40%
þegar fulltrúar eru fleiri en þrír. Sama gildir um stjórnir opinberra
hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
Jafnréttisstofa
Stöndum vörð um jafnrétti kynjanna
Að gefnu tilefni
Strandamenn láta ekki deigan síga:
Blása á kreppuna
n Logi Geirsson segir belgíska liðið
sem Ísland tók af lífi í Laugardals-
höll á miðvikudag það slakasta sem
hann hafi mætt. Logi lýsir leikn-
um þannig að hann hafi verið álíka
skemmtilegur á að horfa og „máln-
ing að þorna“. Ívar Benediktsson,
íþróttablaðamaður á Morgunblað-
inu, skrifar um leikinn í blaði gær-
dagsins þar sem hann segir Loga
aðeins hafa verið skuggann af sjálf-
um sér. „Veistu
hver John
Stockton
er??? Nei hélt
ekki,“ svarar
Logi glettinn
og vísar þar
til þeirra fjöl-
mörgu stoðsend-
inga sem hann
gaf í leikn-
um.
skýtur á
MoggaMann
n „Ég ætla að kveðja moggablogg-
ið um helgina eftir tæplega tveggja
ára vist þar. Ég kveð með söknuði að
sumu leyti en þar er margt skemmti-
legt fólk. Nú ætla ég snúa mér að því
að blogga á dv.is,“ segir ofurblogg-
arinn Guðríður Haraldsdóttir
sem hefur verið á meðal vinsælustu
bloggara Moggans. Gurrí, sem þekkt
er fyrir lífsreynslusögur sínar í Vik-
unni, boðar lokafærslu sína á mbl.is
um helgina og að þar verði að finna
sprengiefni. Hún segir að skrif henn-
ar á dv.is muni verða enn svæsnari
þar sem kynlíf og ofbeldi komi fyrir í
meiri mæli, að minnsta kosti í lands-
frægum Bold-færsl-
um hennar. Rétt
er þó að taka
fram að blogg-
arinn hefur ekki
orðið uppvís að
siðferðisbresti
á bloggi sínu og
færslur hennar
munu hér eftir
sem fyrr verða
innan siðsem-
ismarka.
Hrafn Jökulsson stend-
ur í húsbyggingu ásamt
sveitungum sínum í
skítakulda og gefur
kreppunni langt nef.
gurrí kveður
MoggaBlogg