Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 10
föstudagur 31. október 200810 Fréttir Í bók sinni „Dreams from My Fath- er“ talar Barack Obama, forseta- frambjóðandi demókrata í Banda- ríkjunum, af mikilli ástúð um frænku sína, Zeituni Onyango. Í Boston býr einnig „Omar frændi“ en í endurminningum Baracks er hann sveipaður dulúð og sagt að hann hafi farið til Bandaríkjanna og aldrei komið aftur. Nú hefur komið í ljós að hann og systir hans hafa verið skammt undan og búa í suðurhluta Boston, reyndar ekki undir sama þaki. Barack Obama hefur upplif- að ameríska drauminn, sem hef- ur komið honum í örfárra skrefa fjarlægð frá Hvíta húsinu og valda- mesta starfi heims. Frænka hans og frændi hafa líka upplifað am- eríska drauminn, eða andhverfu hans öllu heldur. Upplifun Omars frænda af Bandaríkjunum er í mikilli mót- sögn við upplifun Baracks Obama. Omar lenti í klónum á vopnuðum ræningjum, sem börðu hann með rifflum þegar hann vann í búðar- holu í Dorchester-hverfinu í Bost- on. Síðar var hann borinn út úr eins svefnherbergis íbúð sinni vegna 2.324 bandaríkjadala skuldar. Zeituni frænka styður Obama Bandaríska pressan hefur í fleirgang fjallað um hina ótrú- legu vegferð Baracks Obama, en minna hefur verið vitað um afdrif og reynslu ættingja hans á banda- rískri grundu, sem aðeins hafa ver- ið upplýst að hluta. Skammt frá þeim stað þar sem Barack Obama braut blað í sögu Harvard, þegar hann var kjörinn forseti Harvard Law Review fyrstur blökkumanna, horfðust einhverjir af nánustu ættingjum hans í augu við hörkuna sem einkennt getur líf innflytjenda í Bandaríkjunum. Í bók Baracks Obama segir hann að „Omar frændi“ hafi horfið eftir að hann flutti til Boston á sjö- unda áratugnum, um aldarfjórð- ungi áður en Obama heimsótti fjölskyldu sína í Keníu í fyrsta sinn. Þrátt fyrir lítið ríkidæmi gaf Zeituni frænka tvö hundruð og sextíu dali í kosningasjóð Obamas fyrir skömmu. Hún er nú fimmtíu og sex ára að aldri og staðfesti að hún væri frænkan sem minnst er á í bók Obama, en vildi lítið tjá sig að öðru leyti. Hún sagðist biðja fyrir Obama, en gæti ekki talað um neitt frekar. „Eftir þann fjórða [kosn- ingadaginn], get ég talað við alla,“ sagði Zeituni Onyango. Staðfesting af hálfu hálfbróður Obama Þegar George Hussein Ony- ango, hálfbróður Obama í Naíróbí, var sýnd ljósmynd af Zeituni On- yango staðfesti hann að þar væri komin frænka hans og Obamas. Að sögn Georges flutti hún til Banda- ríkjanna fyrir átta árum og sendi stundum rafrænan póst. „Hún fór í leit að vinnu og ég geri ráð fyrir að hún hafi haldið að lífið yrði betra þar. Hún var blíð og umhyggjusöm,“ sagði George um frænku sína. Barack Obama vitnar í hálfsyst- ur sína í bók sinni, þegar hann fjall- ar um ferð sína á slóðir forfeðranna í Keníu. Þar segir hálfsystir Obam- as við hann að fólk „eins og Omar frændi í Boston“ flytji til vesturs. „Það lofar að snúa heim að námi loknu, það segir að það muni senda eftir fjölskyldunni þegar það hafi komið sér fyrir. Í byrjun skrifar það einu sinni í viku. Síðan einu sinni í mánuði. Síðan hætta bréfin með öllu að berast. Enginn sér það aft- ur,“ er haft eftir hálfsystur Baracks Obama í bókinni. Zeituni frænka og Omar frændi eru börn Hussein Onyango Obama, afa Baracks Obama, og þriðju konu hans, sem Obama kallar „ömmu“, því hún ól upp föður hans. Fað- ir Obamas, Barack eldri, var sonur Husseins Onyango Obama og ann- arrar eiginkonu hans, Akumu. Zeituni frænka og Omar frændi eru þar af leiðandi hálfsystkini föður Obama og eins konar hálffrændi og –frænka Baracks Obamas. Á meðan hann kannaði rætur sínar í Keníu í Afríku voru frændi hans og frænka á sinni eigin vegferð í heimalandi hans. Ekki er enn vitað hvort Barack Obama hafi verið í sambandi við afríska ættingja sína í Bandaríkjun- um, eða hvort hann hafi yfir höfuð vitneskju um veru þeirra á banda- rískri grundu. Í endurminningum sínum segir hann að flest af því fólki sem minnst er á í henni sé hluti af tilveru hans, í mismiklum mæli þó, „-háð starfi, börnum, landafræði, og örlögum.“ Nú tuttugu árum eftir að hann hitti fyrst Zeituni frænku og heyrði um Omar frænda í fyrsta skipti fær Bar- ack Obama, sem margir telja að verði næsti forseti Bandaríkjanna, tækifæri til annarra fjölskylduend- urfunda nær heimaslóðum. KOlbeinn þOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Rætur baracks Obama liggja öðrum þræði í Keníu í Afríku. Fyrir um tuttugu árum ferðaðist hann á slóð- ir forfeðra sinna og hitti í fyrsta skipti Zeituni, frænku sína, og heyrði af Omari frænda. Um þann atburð skrifaði Obama í endurminningum sínum „Dreams from My Father“. Nú hefur komið í ljós að frænka Obamas og frændi hafa verið skammt undan, en upplifað aðra hlið á ameríska draumnum en forsetafram- bjóðandinn. Í bók Baracks Obama segir hann að „Omar frændi“ hafi horfið eftir að hann flutti til Bost- on á sjöunda áratugnum, um aldarfjórðungi áður en Obama heimsótti fjölskyldu sína í Ken- íu í fyrsta sinn. Fátækt Frænd- Fólk í Boston Þrátt fyrir lítið ríkidæmi gaf Zeituni frænka tvö hundruð og sextíu dali í kosningasjóð Obamas fyrir skömmu. bill Clinton og barack Obama frændfólk obamas hefur ekki uppskorið ameríska drauminn líkt og hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.