Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 46
föstudagur 31. október 200846 Á ferðinni Á ferðinni Staðreyndir um taíland Höfuðborg: bangkok stærð: 513.115 ferkílómetrar fólksfjöldi: 63 milljónir tungumál: thai trú: 95% búddistar, 5% annað gjaldmiðill: baht umsjón: Ásgeir jónsson asgeir@dv.is Klifrað Í ParaDÍS Vinkonurnar Sólveig Pétursdóttir og Bryndís Sævarsdóttir eru nú á níu mánaða ferðalagi um hálfan heiminn. Þessa dagana eru þær staddar á lítilli strönd sem kallast Ton Sai og er þekkt fyrir öflugt klifursvæði, hvítar strendur og skógi vaxna kletta. Stelp- urnar blogga inn á dv.is og reglulega munu birtast eftir þær pistlar hér á ferðasíðunni. Eftir 18 tíma rútuferð frá Bangkok til Krabi – þess ber að geta að við tökum alltaf næturrútur til að spara peninga í gistingu – húkkuðum við okkur far niður að næstu bryggju. Næsti áfangastaður var lítil strönd kölluð Ton Sai. Hún er hvað frægust fyrir öflugt klifursvæði og gjarnan kölluð „Backpackers paradise“. Eina leiðin til að komast þangað er með litlum „long tail“-báti en það var nú ekki leiðinleg bátsferð því við sigld- um meðfram háum skógi vöxnum klettum í bland við hvítar strendur. Leonardo DeCaprio-myndin „The Beach“ var einmitt tekin upp á eyju sem er hér í næsta nágrenni. Ódýrt að lifa Meðalaldur ferðalangra á Ton Sai er um 25 ár. Flestir eru með þunna buddu og svæðið einkennist af því. Við gistum í litlum bungalow með viftu, kaldri sturtu og klósetti og borguðum 600 kr fyrir nóttina. Það var bara rafmagn frá 18.00 til 04.00 en það truflaði okkur ekkert. Eftir tveggja daga dvöl komumst við að því að það eru engir hraðbank- ar á Ton Sai. Við neyddumst því til þess að klöngrast í gegnum skógi vaxna kletta yfir á næstu strönd. Það er nú líka hægt að taka bát en íslenska krónan leyfir engan lúxus. Klifrað á frægasta klifursvæði taílands Við fórum til Ton Sai til að klifra á frægasta klifursvæði Taílands. Við höfðum heyrt að þetta væri falleg- ur staður en vá, þetta er algjör para- dís. Það eru mörg hundruð boltað- ar klifurleiðir og eitthvað við allra hæfi. Hingað koma bæði byrjendur sem og atvinnumenn. Kvöldið sem við komum kynntumst við strax mikið af skemmtilegu fólki en það var engin sveitt teknópartístemn- ing hér eins og á Koh Phangang. Daginn eftir slógumst við svo í för með nýbökuðum vinum okkar sem sýndu okkur svæðið. Kanadíski hippinn Nú höfum við rekist á þá ófáa hippana sem „hanga“ hérna í Suð- austur-Asíu en það er einn sem er okkur minnisstæðastur. Það er nýj- asti vinur okkar, Dane, 21 árs, frá Kanada. Hann hefur verið á flakki í um eitt ár en engu venjulegu flakki. Hann er búin að húkka sér far í gegnum Kína, Víetnam, Laos og Taíland. Ekki nóg með það heldur hefur hann aldrei borgað fyrir gist- ingu. Hann ýmist sefur á götunni eða sníkir sér gistingu hjá fólki sem verður á vegi hans. Ekkert heima- nám um helgar Íslensk stelpa var um daginn að passa börn hér í noregi og stökkbrá þegar kom í ljós að þau þurftu ekkert að læra heima um helgar. Vinnu á að framkvæma á vinnutíma, meðan það á að vera frí um helgar. ef til vill hefðu Íslendingar gott af því að skoða þessa hugmyndafræði nánar. alveg frá því maður byrjar í skóla sex ára gamall hefur maður það alltaf á tilfinningunni að maður eigi í raun að vera að gera eitthvað annað. enda hefur það margoft sýnt sig að Íslendingar eru manna lengst í vinnunni, en eru mikið að dóla sér og skreppa meðan á vinnutíma stendur. Í skandinavíu er vinnutími styttri en mun skýrar afmarkaður. Það er reyndar annar munur á norska skólakerfinu og því íslenska. menn í noregi reyna að líta hlutina jákvæðari augum. Það eru fimm megineinkunnir veittar. Hæsta einkunn er „sérstaklega gott“ og sú næsthæsta er „mjög gott“. Það að rétt ná er kallað „gott“. að falla er hins vegar „nokkuð gott“. Þegar menn rétt skrifa nafnið sitt og reyna ekki einu sinni, er tekið sterklegar til orða. Þá er sagt að það sem þeir hafi gert sé „lítið gott“. Þessi vingjarnleiki sem endurspegl- ast í einkunnakerfinu nær til hæstu hæða stjórnsýslunnar. jens stoltenberg forsætisráðherra er með sína eigin facebook. Þar má meðal annars sjá að ráðherra er mikill áhugamaður um aðþrengdar eiginkonur (sjónvarpsþættina) og horfir gjarnan á þá eftir að eiginkonan fer að sofa. meira ógnvekjandi er að hitt uppáhalds- sjónvarpsefnið hans er þættirnir um mafíuforingjann tony soprano. kannski fara þau einnig meira að minna á hin íslensku? Valur Gunnarsson skrifar um noreg SnorKlað innan um fiSKana Í bátsferð umhverfis koh Phangang-eyjuna var meðal annars farið að snorkla. Klifrað með myndaVélina á BaKinu sólveig á frægasta klifursvæði taílands, ávallt með myndavélina til taks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.