Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 31. október 200816 Helgarblað Einblíndi á útrás Árið 2000 sameinuðust FBA og Íslandsbanki í skugga mikillar valdabaráttu um bankann en Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, brást hinn versti við þegar Orca-hópur- inn svokallaði náði undirtökunum í FBA. Fjórmenningarnir Eyjólfur Sveinsson, Jón Ólafsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Jón Ásgeir Jó- hannesson mynduðu þennan hóp sem var mikill þyrnir í augum Dav- íðs og í skjóli þeirra varð Bjarni bankastjóri Íslandsbanka. Sagan segir að Bjarni hafi gert ýmislegt fyr- ir fjórmenningana í staðinn og hann gekk meðal annars oft erinda Orca- hópsins í Íslandsbanka. Eftir sameininguna var Bjarni skyndilega orðinn bankastjóri í stærsta banka landsins og sam- kvæmt heimildum DV einblíndi Bjarni á þeim tíma á fjárfestinga- hugsunina sem og útrás bankans erlendis. Það mun til dæmis hafa verið mikið áfall fyrir hann þeg- ar KB banki keypti FIH-bankann í Danmörku, sem síðar var lagður að veði hjá Seðlabanka Íslands, en Ís- landsbanki hafði tekið þátt í kapp- hlaupinu um danska bankann. Bjarni sneri sér þá til Noregs og sá um kaup á KredittBanken og BN- banka þar í landi. Fékk sjö milljarða Nokkrum árum síðar varð Ís- landsbanki að viðskiptabankan- um Glitni. Þar gegndi Bjarni stöðu bankastjóra til ársins 2007 þegar Lárus Welding tók við starfinu og fékk heilar þrjú hundruð milljón- ir króna fyrir það eitt að hefja þar störf. Sjálfur leysti Bjarni þá út sjö milljarða í hlutafé úr bankanum auk þess sem hann fékk nærri hálfan milljarð þegar hann hætti störfum. „Hann seldi allt og sýndi þar með að þessi kafli væri endanlega búinn,“ segir einn viðmælenda DV um starfslok Bjarna. Annar segir að ástæðan fyrir því að Bjarni hætti störfum, þrátt fyrir að hafa margfald- að bankann í sinni tíð, hafi verið sú að honum hugnuðust ekki breyttar áherslur í rekstri Glitnis. Það er að bankinn sækti enn frekar á erlend mið og sigldi þar með í kjölfar Kaup- þings sem hafði tútnað gríðarlega út við landvinninga sína. „Hann er mjög varkár fjárfestir,“ sagði einn viðmælenda DV. Áttaði sig á kreppunni „Hann er rosalega fljótur að greina kjarnann frá hisminu,“ sagði einn viðmælanda DV um viðskipta- hæfileika Bjarna en því til stuðnings má nefna að Bjarni sagði fyrir ári að stórefla þyrfti Fjármálaeftirlitið hér á landi. Í apríl síðastliðnum var hann í viðtali við norska blaðið Dag- ens Næringsliv þar sem hann varaði við stærð íslensku bankanna. Enn fremur sagði hann að óróleikinn í fjármálalífi Íslendinga myndi halda áfram. Vandamálið á Íslandi væri hraður vöxtur íslenska bankakerfis- ins, en gjaldeyrisvarasjóður Seðla- bankans hefði ekki fylgt þeim vexti. „Fjármálageirinn þarf að endur- skipuleggja sig en Íslendingar koma sterkari en áður út úr þeirri endur- skipulagningu,“ sagði Bjarni í apríl en yfirskrift greinarinnar var: Raun- hæfara að búa í Noregi en Reykja- vík. Orkumikill Bjarni „Hann er gríðarlega orkumikill maður,“ sagði einn viðmælandinn við DV um Bjarna en eins og þekkt er hleypur hann maraþon á milli þess sem hann fjárfestir víða um heiminn. Þá heklar hann einnig og segir það róa taugarnar. Bjarni situr ekki auðum höndum í Noregi því hann hefur gengið til liðs við bandaríska fjárfestingarsjóð- inn Paine & Partners þar sem hann starfar við að leita góðra fjárfest- inga í Norður-Evrópu. Að launum fær hann ýmist að taka þátt í verk- efnum sem honum þykja áhugaverð eða þóknun fyrir að finna áhuga- verð tækifæri. Hjá sjóðnum starfa tuttugu og tveir fjárfestar. Bjarni hefur þó ekki alfarið snúið baki við íslensku viðskiptalífi því hann á tölvufyrirtæki á æskuslóðum sínum, Akranesi, auk fleiri fyrirtækja. 500 millur í REI Orkuboltinn Bjarni Ármanns- son hugsaði sér gott til glóðarinn- ar þegar hugmyndir komu upp um að sameina Geysi Green Energy og útrásarsvið Orkuveitunnar og gera þekkingu Íslendinga á framleiðslu umhverfisvænnar orku að upp- sprettu gríðarlegra auðæva. Bjarni varð því einn af aðalleikurunum í REI-málinu svokallaða sem átti heldur betur eftir að draga dilk á eft- ir sér. REI-málið hófst í september á síðasta ári þegar tilkynnt var form- lega á blaðamannafundi að Bjarni yrði stjórnarformaður Reykjavik En- ergy Invest, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, en hann tók við af Birni Ársæli Péturssyni sem síðar réð sig til starfa hjá Landsbankanum í Hong Kong. Á sama blaðamannafundi kom fram að félagið hygðist safna um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhita- verkefna. Bjarni hafði ekki setið lengi sem stjórnarformaður þegar stjórnmála- menn fóru að gagnrýna samninga um kaup á hlut hans í REI en Bjarni keypti fyrir fimm hundruð milljón- ir króna á genginu 1,278. Til marks um hversu góð kaup þetta voru fengu fjórir aðrir starfsmenn REI að kaupa fyrir tíu milljónir hver á geng- inu 2,77 og því ljóst að Bjarni hafði á nokkrum dögum meira en tvöfald- að fjárfestingu sína. Bjarni komst þó að því að kaupin voru „too good to be true“,eins og það er orðað. „Bjarni minnir oft á pól- itíkus frekar en banka- stjóra. Hann hefur gaman af að plotta og skiptir um bandamenn án þess að blikna. Þannig á hann það til að skilja aðra eftir í súpunni til að sleppa sjálfur.“ Fullur af orku bjarni þykir sameina í einum manni tvo mjög ólík áhugamál. Maraþonhlaup sem krefjast mikillar orku og það að hekla sem róar hann niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.