Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 31. október 200836 Fréttir DV StríðSyfirlýSing Sem íSlendingar Skildu ekki Þegar ég var í MA-námi í ensku í Queens-háskóla í Bretlandi var okkur nemendunum sagt að við mættum prenta verkefni út ókeyp- is. Á hinn bóginn kom það fljótt í ljós að prentunarherbergið var alltaf læst. Samnemendur mín- ir skildu strax hvað var að gerast. Okkur var aldrei ætlað að prenta út, en í staðinn fyrir að segja það berum orðum var skilaboðunum komið áleiðis með þessum hætti. Fyrir mér var þetta hins vegar óskiljanlegt, hvers vegna sögðu þeir okkur ekki bara eins og var? Líklega kenndi þetta mér meira um hegðunarmynstur Breta en námið sjálft. Þar eru hlutir sjaldn- ast sagðir berum orðum. Bretar lesa á milli línanna þegar þeir tala saman svo að erfitt getur verið fyr- ir útlendinga að átta sig á því hvað er verið að segja í raun, jafnvel þó að þeir séu með meistaragráðu í ensku. Svo erfitt getur mönn- um reynst að skilja Breta að orða- bækur hafa verið gefnar út fyrir þá sem gott vald hafa á málinu til að útskýra hvað þeir raunverulega meina. Ein slík hefur notið vin- sælda í Hollandi og hefur bókin meira að segja sést á skrifstofum hæstaréttar Evrópusambandsins. Hollendingar þykja almennt hafa betri tök á ensku en nokkur önn- ur þjóð sem ekki hefur hana að móðurmáli. Eigi að síður koma upp samskiptavandræði á milli þjóðanna þar sem Hollendingar eru vanir að tala beint út og eiga stundum erfitt með að átta sig á Bretum. Með fullri virðingu, þá ertu fífl Í orðabók þessari kemur með- al annars að þegar Breti segir: „I hear what you say“ virðist í fyrstu að megi túlka það sem „Ég sam- þykki það sem þú ert að segja“. Í raun er Bretinn hins vegar að segja: „Ég er ósammála og nenni ekki að rífast við þig.“ Þegar Breti segir „with the greatest respect“ er því oft tekið sem virðingarvotti, en Bretar skilja þetta sín á milli sem móðgun. Orðabókin þýðir „with the greatest respect“ svona: „Þú hefur rangt fyrir þér og ert líklega fífl.“ Önnur dæmi eru að þegar Breti segir „by the way“ sé hann að komast að kjarna málsins, að „I‘ll bear it in mind“ þýðir „Ég mun ekki gera neitt í málinu“ og „Corr- ect me if I‘m wrong“ þýðir „Ég hef rétt fyrir mér, ekki andmæla“. Þessi misskilningur getur virk- að á báða bóga. Þannig hljómar Hollendingur eða Norðurlanda- búi, sem segir hlutina beint út, oft dónalega í eyrum Breta. Þeir eru svo vanir að lesa á milli línanna að þeir eiga það til að bæta hlutum inn í eyðurnar sem eiga ekki endi- lega að vera þar. Við ætlum ekki að borga Þannig má vera að núverandi deila Breta og Íslendinga sé í raun á málfræðilegum misskilningi byggð. Deilan byrjaði eftir símtal Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra Ís- lendinga, við Alistair Darling, fjár- málaráðherra Breta. Þar spurði Alistair meðal annars: „So the ent- itlements the people have which I think is about 16 thousand pounds, they will be paid that?“ Árni svarar: „Well, I hope that will be the case. I can not visibly state that or guarantee that now but we are certainly working to solve this issue.“ Í þessu tilfelli telur Árni sig vera að svara heiðarlega. Þegar hann segir að málið sé í vinnslu, þá er það það sem hann á við. Í eyrum Alista- irs hljómar þetta hins vegar líklega sem fyrirsláttur og höfnun. Þýðingin gæti þá verið svona í eyrum Alistairs: Spurning: „Ætliði að borga?“ Svar: „Við setjum þetta fyrir einhverja nefnd sem jarðar málið og vonandi verðið þið búnir að gleyma þessu þá.“ Þið luguð að okkur? Það er ljóst að Alistair telur hér að um höfnun sé að ræða, því hann spyr: „Do I understand that you gu- arantee the deposits of Icelandic depositors?“ Alistair er hér orðinn reiður, hann spyr hvort það geti verið að Íslendingar ætli í raun að bjarga sjálfum sér en ekki öðrum og ásakar Árna um að brjóta EES- samninginn. Í framhaldinu kem- ur hann með beina hótun: „This would be extremely damaging to Iceland in the future.“ Árni hins vegar virðist halda að Alistair sé að tala almennt og svar- ar ekki hótuninni: „Yes, we real- ise that and we will be trying as we possibly can to make this not a problem.“ Alistair víkur síðan aftur að óheiðarleika Íslendinga: „...but I have to say that when I met your colleagues and these others, basic- ally, what we were told turns out not to have been right.“ Þýðing: „Þið luguð sem sagt að okkur?“ Alistair segir síðan: „That is a terrible position to be in.“ Líklega er Alistair hér aftur að hóta slæm- um afleiðingum. Árni hins vegar heldur að Alistair sé að votta hon- um samúð sína og segir: „Yes, we are in a terrible position here...“ Lokaviðvörun Alistair gefur lokaviðvör- un: „You have to under- stand that the reputation of your country is going to be terrible.“ Árni svarar: „Yes, we do understand that. We will try our outmost to avoid that. We need to secure the domestic situat- ion before I can give you any guarantees for anything else.“ Árni heldur að hann sjálfur sé að segja að Íslending- ar reyni að koma í veg fyrir að mann- orð þeirra skaðist, en í eyrum Alistairs hljóm- ar það eins og hann ætli ekkert að aðhafast í málinu, Ísland sé það eina sem skipti hann máli. Árni heldur ef til vill að mál- ið sé leyst í bili, en Alistair telur á hinn bóginn að hann sjálfur hafi verið að reyna að afstýra stríði sem nú sé orðið óhjákvæmilegt. Íslendingar fái nú ná- kvæmlega það sem þeir eiga skilið, búið er að vara þá við. Alistair taldi sig hafa verið ómyrkan í máli, með- an Árni fékk líklega það álit á Bretanum að hann hafi verið afar kurteis. Það er því ekki að undra að yfirlýsingar Breta hafi komið íslensk- um ráðamönnum í opna skjöldu. Árni sagði eins og var „við þurfum fyrst að bjarga ástandinu heima og reddum þessu síðan um leið og við getum“ en fyrir Alistair hljóm- aði það eins og: „Við lugum að ykkur og hirtum peningana ykk- ar sem við ætlum aldrei að skila aftur.“ Ef til vill er þetta þá einhver afdrifaríkasti misskilningur Ís- landssögunnar. Valur Gunnarsson Alistair Darling gaf út stríðsyfirlýsingu í samtali við Árna Mathiesen fjármálaráðherra sem Íslending- urinn skildi ekki. Samtalsmátar Breta og Íslendinga eru mjög mismunandi eins og Valur Gunnarsson þekkir af eigin reynslu. Alistair Darling fjármálaráðherra breta talar annað tungumál en íslenski fjármálaráðherrann. Árni Mathiesen skildi ekki breskar hótanir vegna menningarmuns. „Alistair taldi sig hafa verið ómyrk- an í máli, meðan Árni fékk líklega það álit á Bretanum að hann hafi verið afar kurteis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.