Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 35
föstudagur 31. október 2008 35Helgarblað flesta dreymir um að vera rokkstjörnur og standa á sviði fyrir framan þúsundir manna. fá að upplifa glamúrinn og frægðina beint í æð. glamúrinn getur þó snögg- lega snúist í höndunum á fólki og endað í vandræðalegustu augnablikum lífs þess. dV tók saman lista þar sem rokkstjörnunrar tapa kúlinu og gott betur en það Ozzy og dýrin ein umtalaðasta uppákoma tónlistarsögunnar er þegar snillingurinn ozzy osbourne beit höfuðið af leðurblöku á tónleikum í bandaríkjunum árið 1982. tónleikagestur henti leðurblökunni upp á svið til ozzys, hann hélt að um leikfang væri að ræða og áður en viðstaddir vissu af hafði ozzy bitið hausinn af skepnunni. eins og nærri má geta var ozzy á kafi í eiturlyfjum á þessum tíma. tvennum sögum fer af því hvort greyið leðurblakan hafi verið lifandi þegar ozzy beit höfuðið af skömminni, ef svo má segja. annað eftirminnilegt atvik sem tengist ozzy er þegar hann lét þar til gert apparat henda innyflum úr dýrum út í áhorfendaskarann á tónleikaferð sinni diary of a Madman. Á einum tónleikunum vildi svo óheppilega til að eitt stykkið fór aðeins styttra en ætlunin var og lenti ofan á hausnum á ozzy. Þegar söngvarar syngja ekki sjálfir Popp-dúettinn Milli Vanilli var sá heitasti undir lok níunda áratugarins. flétturnar og þröngu gammosíurnar gerðu stúlkurnar alveg brjálaðar þangað til á einum tónleikum er strákarnir tóku lagið girl You know it‘s true. spólan byrjaði að hiksta „girl, girl, girl, girl“. upp komst þá að kapparnir sungu aldrei nema með upptöku. fléttufögru félagarnir vissu ekkert í hvorn fótinn þeir ættu að stíga og voru ekki lengi að láta sig hverfa af sviðinu. seinna kom í ljós að Milli Vanilli var ein mesta platsveit fyrr og síðar. gaurarnir höfðu ekki einu sinni sungið lögin í upptökuverinu. Milli Vanilli vann til grammy-verðlauna fyrir lög á borð við girl, You know It‘s true og blame It on the rain. Þeir voru seinna sviptir verðlaununum og hefur varla heyrst frá þeim síðan. fyrir nokkrum árum vildu vinirnir sýna sig og sanna á VH1-sjónvarpsstöðinni og tóku öll lögin sem gerðu þá fræga á sínum tíma. Við skulum bara segja að það hafi ekki gengið neitt rosalega vel. Sleikjó í augað david bowie hafði eflaust aldrei ekki gert sér í hugarlund hvað myndi hrekja hann burt af sviði. Á tónleikum í ósló árið 2004 ákvað æstur aðdándi að kasta upp á svið hvítu priki af sleikjó. eins saklaust og það hljómar fór prikið beint í augað á bowie með þeim afleiðingum að hann var frá í heilar 20 mínútur. augað sem varð fyrir barðinu á prikinu var sama auga og hann skaddaðist á í slagsmálum þegar hann var lítill strákur. augað er eftir óhappið varanlega skaðað. Tæklaður og tannbrotinn bassaleikarinn í green day, Mike dirnt, kom heldur betur illa út úr eftirminnilegum og öfgakennd- um leðjuslag hljómsveitarinnar við áhorfendur á Woodstock 1994. Hjómsveitin hóf slaginn sem endaði á því að sviðið varð fullt af aurugum áhorfendum. öryggisverðir sem unnu hörðum höndum við að koma áhorfend- um af sviðinu gerðu engan greinarmun á fólki og tóku dirnt föstum tökum. Við það missti hann nokkrar tennur. afdrifarík skemmtun. Barinn af Winehouse James gostelow, áhorfandi á tónleikum amy Winehouse, fékk aldeilis að finna fyrir skapinu á henni en hún gerði sér lítið fyrir og barði hann á glastonbury-hátíðinni í ár. gostelow, sem var einn af fremstu mönnum á tónleikunum, heldur því fram að hann hafi fengið höggið fyrir alger mistök. eins og hann segir orðrétt: „Ég sá hatt koma fljúgandi sem lenti í hárinu á Winehouse. Hún leit strax á mig, ég horfði upp og þá kom olnboginn.“ gostelow segir þetta bara upplifun þess að vera á glastonbury. Pissaði á sig söngkonan fergie í hljómsveitinni black eyed Peas lenti heldur betur í vandræðalegri uppákomu á tónleikum í san diego. fergie sem er ávallt fremur kynþokkafull á sviði og glennir sig í allar áttir þurfti að halda löppunum á sér saman þegar líða tók á seinni hluta tónleikanna þar sem söngkonan hafði hreinlega pissað á sig í miðju lagi. Myndir af atvikinu fóru eins og eldur í sinu um netið og reyndi fjölmiðlafull- trúi fergie að halda því fram að þetta væri eingöngu svitablettur en ekki hland. daginn eftir viðurkenndi fergie þá að í miðju rokkinu og hoppinu hefði blaðran einfaldlega farið í gang og pissið byrjað að leka. smart það. Kókaínklessa Neils Young Hin goðsagnakennda hljómsveit the band hélt lokatónleika sína árið 1976 og fékk af því tilefni nokkra góða gesti á svið með sér, meðal annars bob dylan, eric Clapton, Neil Young og Neil diamond. Þetta var sannkölluð tónlistarveisla og lifir enn hátt í minningu þeirra sem á tónleikana mættu. Þegar Neil Young steig á svið vildi ekki betur til en svo að söngvarinn var með stóra klessu af kókaíni undir nösinni sem fór ekki framhjá neinum. Martin scorsese og robbie robertson gerðu mynd um tónleikana og neyddust til að klippa myndina þannig til að ekki sæist í kókaínklessuna góðu. Trommusettið sprakk gömlu góðu rokkararnir í the Who hafa ávallt farið ótroðnar leiðir í rokkinu en eitt af eftirminnilegustu uppátækjum sveitarinnar á trommuleikarinn keith Moon. Moon ætlaði að slá þvílíkt í gegn í sjónvarpssal árið 1967 með kröftugum og rokkuðum sprengingum á sviðinu. sprenging- arnar urðu þó töluvert kröftugri en trommuleikarinn átti von á sem leiddi til þess að trommusettið hans sprakk í loft upp. StærStu klúðrin á Sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.