Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 10
föstudagur 31. október 200810 Fréttir Í bók sinni „Dreams from My Fath- er“ talar Barack Obama, forseta- frambjóðandi demókrata í Banda- ríkjunum, af mikilli ástúð um frænku sína, Zeituni Onyango. Í Boston býr einnig „Omar frændi“ en í endurminningum Baracks er hann sveipaður dulúð og sagt að hann hafi farið til Bandaríkjanna og aldrei komið aftur. Nú hefur komið í ljós að hann og systir hans hafa verið skammt undan og búa í suðurhluta Boston, reyndar ekki undir sama þaki. Barack Obama hefur upplif- að ameríska drauminn, sem hef- ur komið honum í örfárra skrefa fjarlægð frá Hvíta húsinu og valda- mesta starfi heims. Frænka hans og frændi hafa líka upplifað am- eríska drauminn, eða andhverfu hans öllu heldur. Upplifun Omars frænda af Bandaríkjunum er í mikilli mót- sögn við upplifun Baracks Obama. Omar lenti í klónum á vopnuðum ræningjum, sem börðu hann með rifflum þegar hann vann í búðar- holu í Dorchester-hverfinu í Bost- on. Síðar var hann borinn út úr eins svefnherbergis íbúð sinni vegna 2.324 bandaríkjadala skuldar. Zeituni frænka styður Obama Bandaríska pressan hefur í fleirgang fjallað um hina ótrú- legu vegferð Baracks Obama, en minna hefur verið vitað um afdrif og reynslu ættingja hans á banda- rískri grundu, sem aðeins hafa ver- ið upplýst að hluta. Skammt frá þeim stað þar sem Barack Obama braut blað í sögu Harvard, þegar hann var kjörinn forseti Harvard Law Review fyrstur blökkumanna, horfðust einhverjir af nánustu ættingjum hans í augu við hörkuna sem einkennt getur líf innflytjenda í Bandaríkjunum. Í bók Baracks Obama segir hann að „Omar frændi“ hafi horfið eftir að hann flutti til Boston á sjö- unda áratugnum, um aldarfjórð- ungi áður en Obama heimsótti fjölskyldu sína í Keníu í fyrsta sinn. Þrátt fyrir lítið ríkidæmi gaf Zeituni frænka tvö hundruð og sextíu dali í kosningasjóð Obamas fyrir skömmu. Hún er nú fimmtíu og sex ára að aldri og staðfesti að hún væri frænkan sem minnst er á í bók Obama, en vildi lítið tjá sig að öðru leyti. Hún sagðist biðja fyrir Obama, en gæti ekki talað um neitt frekar. „Eftir þann fjórða [kosn- ingadaginn], get ég talað við alla,“ sagði Zeituni Onyango. Staðfesting af hálfu hálfbróður Obama Þegar George Hussein Ony- ango, hálfbróður Obama í Naíróbí, var sýnd ljósmynd af Zeituni On- yango staðfesti hann að þar væri komin frænka hans og Obamas. Að sögn Georges flutti hún til Banda- ríkjanna fyrir átta árum og sendi stundum rafrænan póst. „Hún fór í leit að vinnu og ég geri ráð fyrir að hún hafi haldið að lífið yrði betra þar. Hún var blíð og umhyggjusöm,“ sagði George um frænku sína. Barack Obama vitnar í hálfsyst- ur sína í bók sinni, þegar hann fjall- ar um ferð sína á slóðir forfeðranna í Keníu. Þar segir hálfsystir Obam- as við hann að fólk „eins og Omar frændi í Boston“ flytji til vesturs. „Það lofar að snúa heim að námi loknu, það segir að það muni senda eftir fjölskyldunni þegar það hafi komið sér fyrir. Í byrjun skrifar það einu sinni í viku. Síðan einu sinni í mánuði. Síðan hætta bréfin með öllu að berast. Enginn sér það aft- ur,“ er haft eftir hálfsystur Baracks Obama í bókinni. Zeituni frænka og Omar frændi eru börn Hussein Onyango Obama, afa Baracks Obama, og þriðju konu hans, sem Obama kallar „ömmu“, því hún ól upp föður hans. Fað- ir Obamas, Barack eldri, var sonur Husseins Onyango Obama og ann- arrar eiginkonu hans, Akumu. Zeituni frænka og Omar frændi eru þar af leiðandi hálfsystkini föður Obama og eins konar hálffrændi og –frænka Baracks Obamas. Á meðan hann kannaði rætur sínar í Keníu í Afríku voru frændi hans og frænka á sinni eigin vegferð í heimalandi hans. Ekki er enn vitað hvort Barack Obama hafi verið í sambandi við afríska ættingja sína í Bandaríkjun- um, eða hvort hann hafi yfir höfuð vitneskju um veru þeirra á banda- rískri grundu. Í endurminningum sínum segir hann að flest af því fólki sem minnst er á í henni sé hluti af tilveru hans, í mismiklum mæli þó, „-háð starfi, börnum, landafræði, og örlögum.“ Nú tuttugu árum eftir að hann hitti fyrst Zeituni frænku og heyrði um Omar frænda í fyrsta skipti fær Bar- ack Obama, sem margir telja að verði næsti forseti Bandaríkjanna, tækifæri til annarra fjölskylduend- urfunda nær heimaslóðum. KOlbeinn þOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Rætur baracks Obama liggja öðrum þræði í Keníu í Afríku. Fyrir um tuttugu árum ferðaðist hann á slóð- ir forfeðra sinna og hitti í fyrsta skipti Zeituni, frænku sína, og heyrði af Omari frænda. Um þann atburð skrifaði Obama í endurminningum sínum „Dreams from My Father“. Nú hefur komið í ljós að frænka Obamas og frændi hafa verið skammt undan, en upplifað aðra hlið á ameríska draumnum en forsetafram- bjóðandinn. Í bók Baracks Obama segir hann að „Omar frændi“ hafi horfið eftir að hann flutti til Bost- on á sjöunda áratugnum, um aldarfjórðungi áður en Obama heimsótti fjölskyldu sína í Ken- íu í fyrsta sinn. Fátækt Frænd- Fólk í Boston Þrátt fyrir lítið ríkidæmi gaf Zeituni frænka tvö hundruð og sextíu dali í kosningasjóð Obamas fyrir skömmu. bill Clinton og barack Obama frændfólk obamas hefur ekki uppskorið ameríska drauminn líkt og hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.