Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Síða 3
FRÉTTIR 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 3 SVIPLEG SJÁLFSVÍG Svipti sig lífi eftir einelti Lárus Stefán Þráinsson svipti sig lífi sumarið 2008, þá 21 árs gam- all. Móðir hans, Ingibjörg Helga Baldursdóttir, fullyrðir að ein- elti í skóla hafi orðið til þess að sonur hennar framdi sjálfsvíg þar sem hann hafi ekki náð sér upp úr þunglyndinu sem af því hlaust. Umsjónarkennari Lárusar Stefáns staðfesti einnig skelfi- lega afleiðingar langvarandi eineltis í hans garð sem varði í þrjú ár án þess að lausn hafi fundist, önnur en sú að Lárus Stefán skipti um skóla. Ingibjörg Helga hefur nú til- einkað líf sitt baráttunni gegn einelti. Hún segir frá þeirri hrikalegu upplifun að missa son sinn og þeim baráttuanda sem hún hefur unnið upp úr sorginni í átakanlegu viðtali við Vikuna. Börn og ungl- ingar verða líka þunglynd Sjálfsvíg er alvarlegasta afleiðing þunglyndis og eru dauðahugsan- ir oft fylgifiskur mikilla umbrota á unglingsárunum. Kannanir hafa sýnt að um þriðjungur unglinga hefur hugsað slíkar hugsanir ein- hvern tíma. Niðurstöður fjölda rannsókna á sjálfsvígshegðun unglinga sýna að tæp 10 prósent hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Það getur verið allt frá meinlausum rispum á úlnlið yfir í lífshættu- legar sjálfsvígstilraunir. Verða börn þunglynd? Fagfólk hélt lengi vel  að börn yrðu ekki þunglynd. Nú er sér- fræðingum orðið ljóst að slík einkenni ber að taka alvarlega, þunglyndi barna er staðreynd og er mikilvægt að grípa fljótt inn í. Rannsóknir hafa sýnt að 0,9 pró- sent barna á forskólaaldri þjást af þunglyndi; sú tala hækkar upp í 1,9 prósent fram að unglings- aldri, en þá verður stökk upp í 4,7 prósent. Fjölmargar annsóknir sýna að  þunglyndi færist neðar í ald- ursstigann. Talið er að fleiri börn verði þunglynd nú en hjá gengn- um kynslóðum. Ef þunglyndið greinist ekki leiðir það til óþarfra þjáninga og viðvarandi röskunar á lífsgleði. Þegar verst lætur getur þunglyndið stefnt lífi ungmennis í óefni, jafnvel sjálfsvígshættu. Hvað er til ráða? Mikilvægt er að forráðamenn og uppalendur þrói með ungmenn- um trú á sjálf sig og virðingu fyr- ir öðrum. Þá er mikilvægt að for- eldrar séu jákvæðar fyrirmyndir og viðhaldi hlýju sambandi við börn sín. Að forða börnum og ungling- um frá áfengis- og vímuefna- neyslu er einnig mikilvægur for- varnarþáttur þar sem áhersla er lögð á góð tengsl við jafningja og uppbyggjandi vinasambönd. Í meðferð barna og unglinga sem hafa verið í sjálfsvígshættu skiptir sköpum að fylgja þeim þétt eftir í fyrstu með samtöl- um og öðrum stuðningi. Hætta á tilraun til sjálfsvígs getur verið lengi til staðar þó að gripið hafi verið inn í líf viðkomandi  með stuðningi. sveit sem geti komið inn í skólana og fylgt eftir eineltismálum til enda. Þetta gæti líka ýtt þeim skólum, sem ekki hafa verið að standa sig, af stað,“ segir Kolbrún. Brotalamir í kerfinu Þorsteinn bendir á að flestar eineltis- áætlanir skólanna séu til þess fallnar að koma í veg fyrir einelti. Hann telur að skólarnir geri allir sitt besta. „Skól- arnir eru með forvarnir í þá veru að forða því að eineltistilvik verði of al- varleg. Að brugðist sé við áður en málið sé orðið svo alvarlegt að illa verði við ráðið. Ef það er vísir að ein- elti fer ákveðið ferli í gang en ég tel einelti ekki mjög algengt í skólunum, stundum er þetta stríðni og áreitni sem þarf að taka á áður en það verð- ur að einelti. Auðvitað má alltaf gera betur og við verðum að vera vakandi fyrir því að reyna alltaf að gera betur. Því miður koma upp eineltismál víða en eftir því sem ég þekki best til er unnið öflugt starf í skólunum,“ segir Þorsteinn. Kolbrún telur að síðustu ár hafi samfélagið orðið betur meðvitað um alvarleika eineltis. Henni finnst þó enn skorta á samskipti foreldra og skóla. „Okkur vantar eftirfylgni með fjölskyldum þar sem vanlíð- an ungmenna er þekkt. Síðustu ár hefur þetta lagast en í þeim málum sem ég hef komið að hafa foreldr- ar kvartað yfir því að hafa ekki feng- ið nægjanlega aðstoð. Á móti held ég að það sé of algengt að forráða- menn láti skólann ekki vita af erfið- leikum eða áföllum ungmenna, til að mynda við skilnað foreldra eða and- lát skyldmennis. Þegar ekki er upp- lýst um svoleiðis nær skólinn síður að hlúa að barninu en þögn í svona sambandi getur verið mjög hættu- leg,“ segir Kolbrún. n Depurð og leiði mestallan daginn, nánast á hverjum degi, að eigin mati eða annarra n Skapstyggð eða pirringur n Áhuga- og ánægjuleysi í flestum daglegum athöfnum. Fólk hættir að sinna áhugamálum sem áður þóttu skemmtileg, dregur sig út úr félagslega n Breytingar á holdafari eða matarlyst n Þreyta eða orkuleysi nánast daglega n Breyting á svefni, of lítill eða of mikill svefn n Tregða til að hreyfa sig eða óróleiki n Að finnast maður vera einskis virði n Óraunhæf sektarkennd og/eða svartsýni, vonleysi n Minni einbeiting eða erfiðleikar við að taka ákvarðanir, nánast daglega n Endurteknar sjálfsvígs- eða dauðahugsanir Heimild: umhuga.is Einkenni þunglyndis: Fráföll ungmenna Á skömmum tíma hafa tvö ungmenni, tólf og sextán ára, svipt sig lífi í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.