Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR
Arion banki hefur stefnt Stefáni
Hilmari Hilmarssyni, fyrrverandi
fjármálastjóra Baugs og núverandi
fjármálastjóra hjá 365, vegna van-
greiddra skulda upp á tugi millj-
óna. Fyrirtaka var í málinu í hér-
aðsdómi á mánudag í síðustu viku,
en því hefur verið frestað. Annað
lánið sem bankinn stefnir Stefáni
fyrir er erlendur lánssamningur.
Að sögn Karls Georgs Sigur-
björnssonar, verjanda Stefáns
Hilmars, tengjast lánveitingarnar
ekki Baugi. Hann segir enn fremur
í samtali við DV að þær séu minni-
háttar. Málið kann að frestast þar
til Hæstiréttur úrskurðar um lög-
mæti erlendra lána sem bankar og
fjármögnunarfyrirtæki buðu, en
dómstólar í landinu hafa frestað
mörgum skuldamálum þangað
til niðurstaða Hæstaréttar verður
ljós. Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu í janúar að myntkörfu-
laun Lýsingar hefðu verið ólögleg á
sínum tíma.
Skuldir einstaklings
„Það er lína sem dómstólar eru að
taka, það eru svo mörg mál sem
ganga út á þessi erlendu lán að
menn vilja bara bíða eftir niður-
stöðu Hæstaréttar. Það eru tvö mál
á leið inn í Hæstarétt út af skuld-
bindingargildi þessara erlendu
lána, hvort heimilt hafi verið að
binda þau við daggengi erlendra
gjaldmiðla,“ segir Karl Georg.
Karl Georg segir að mál Stefáns
Hilmars og Arion banka snúist um
tvö lán. „Annað þeirra var erlend-
ur lánssamningur. Þetta eru skuld-
ir einstaklings og tengjast ekki
Baugi, þótt hann hafi verið í for-
svari þar á sínum tíma. Þetta eru
einhver verðbréfaviðskipti en ekki
af neinni stærðargráðu. Samning-
urinn er á milli 20 og 40 milljónir.“
Stefnir Baugi
Stefán Hilmar Hilmarsson kem-
ur við sögu í öðru máli sem rek-
ið er fyrir dómstólum um þessar
mundir. Hann hefur gert tuttugu
og fimm milljóna króna launa-
kröfu í þrotabú Baugs Group. Kraf-
an samanstendur af launum vegna
sex mánaða uppsagnarfrests, bíla-
hlunnindum og uppsöfnuðu or-
lofi. Stefán Hilmar sagði í samtali
við DV í desember að hann væri
einfaldlega að sækja vangreidd
laun sem hann hefði rétt á. „Mér
finnst leiðinlegt að þurfa að fara
dómstólaleiðina en ég hef fulla trú
á því að krafa mín nái í gegn. Fyr-
ir mig skiptir það auðvitað miklu
máli því það var erfitt að missa
launatekjur fyrirvaralaust og þessa
fjárhæð tínir maður ekki upp úr
götunni. Það hljóta eflaust flest-
ir að skilja. Það var mjög slæmt
að missa vinnuna og allt áfallið í
kringum það. Við fall fyrirtækisins
missti ég bæði vinnuna og vinnu-
félaga, starfsumhverfið og launin.
Áfallið var talsvert fyrir mig.“
Ekki náðist í Stefán Hilmar
Hilmarsson við vinnslu fréttarinn-
ar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Arion banki stefnir Stefáni Hilmari Hilmarssyni, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, vegna skuldar sem
nemur tugum milljóna króna. Skuldin er tilkomin vegna vangreiddra lána sem tekin voru í erlendri mynt.
Verjandi Stefáns segir skuldirnar ekki tengjast Baugi. Líklegt er að málinu verði frestað þar til Hæstiréttur
kveður upp úrskurð um lögmæti erlendra lána.
STEFNT VEGNA
TUGA MILLJÓNA
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Það eru svo mörg mál sem ganga
út á þessi erlendu lán
að menn vilja bara bíða
eftir niðurstöðu Hæsta-
réttar.
Stefnir í einu og stefnt í hinu
Skuldamál Stefáns Hilmars og Arion banka
frestast. Dómstólar bíða eftir niðurstöðu
Hæstaréttar um lögmæti erlendra lána.
Vopnaleit hjá
skíðafólki
Á sunnudag yfirgaf Ísland tæplega
hundrað manna hópur færeyskra
skíðamanna sem undanfarna daga
hafði notið tilverunnar í Hlíðarfjalli
við skíðaiðkun. Þeir komu hingað
í beinu flugi og við brottförina fór
fram vopnaleit hjá skíðafólkinu. Það
var lögreglan á Akureyri sem sá um
vopnaleitina en samkvæmt upplýs-
ingum þaðan var um reglubund-
ið eftirlit að ræða í tengslum við
millilandaflug og því ekki leitað að
vopnunum vegna grunsemda að þar
kynnu að leynast vopn af nokkru tagi.
Sigurður Ingi Lúðvíksson, sem býr
í borginni Pattaya í Taílandi, lenti í
alvarlegu mótorhjólaslysi í síðustu
viku. Hann liggur slasaður á Bang-
kok Pattaya Hospital en er nú talinn
úr lífshættu.
Sigurður Ingi var ásamt tveimur
félögum sínum á mótorhjólarúnti á
þjóðvegi skammt utan borgarinnar
þegar hann ákvað að beygja af veg-
inum inn á hliðarveg. Hann var á lít-
illi ferð og beið eftir bíl sem kom úr
gagnstæðri átt. Þegar bílinn var far-
inn framhjá ákvað Sigurður Ingi að
halda af stað en þá birtist pallbíll úr
gagnstæðri átt sem leynst hafði fyr-
ir aftan hinn bílinn. Hann náði að
sveigja frá en pallhorn bílsins skall á
honum með miklum þunga. Hornið
gerði gat á brjóstvegg með þeim af-
leiðingum að sex rifbein brotnuðu
og lungun féllu saman.
Bílstjóri pallbíllsins og vinir Sig-
urðar Inga tóku þá ákvörðun að
bíða ekki eftir aðstoð, líkt og oft er
boðað, heldur koma honum þegar í
stað á spítala. Þannig var ekið með
hann á pallinum og þegar á spítal-
ann var komið var þeim tjáð að Sig-
urður Ingi hefði líklega ekki lifað í
tíu mínútur til viðbótar hefði hann
ekki komist strax undir læknishend-
ur. Það varð honum til lífs að vinir
Sigurðar Inga ákváðu að fara með
hann strax því annars hefði hann
líklega ekki lifað slysið af. Hann
liggur nú á spítala og er á batavegi.
„Það munaði litlu að ég hefði farið
yfir móðuna miklu en sem betur fer
fóru þeir með mig á spítalann tím-
anlega. Læknirinn segir að ég hefði
ekki mátt koma 10 mínútum síðar
því þá hefði farið verr. Ég er núna
að ná mér en auðvitað er þetta erfið
lífsreynsla,“ segir Sigurður Ingi.
trausti@dv.is
Íslendingur alvarlega slasaður eftir mótorhjólaslys í Taílandi:
Mátti engu muna að verr færi
Úr hættu Samkvæmt heimildum
DV er Sigurður Ingi nú á batavegi
eftir alvarlegt mótorhjólaslys en
engu mátti muna að færi verr.