Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Page 13
FRÉTTIR 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 13
Tómlæti Seðlabanka Íslands árið 2008 getur bent til þess að stýra hafi átt falli íslensku bankanna og
láta erlenda lánardrottna taka skellinn. Það tókst ekki og yfirtaka Glitnis fór úr böndunum, olli keðju-
verkun og hámarkstjóni. Sérfræðingur Merril Lynch-fjárfestingarbankans sagði nánast fyrir um fall
bankanna í skýrslu 24. júní 2008 en uppskar mikla gagnrýni íslenskra stjórnvalda á þeim tíma.
Richard Thomas, sérfræðingur hjá
greiningardeild fjárfestingarbank-
ans Merrill Lynch, sagði fyrir um
gjaldþrot íslensku bankanna og
þjóðnýtingu þeirra liðlega tveimur
mánuðum fyrir bankahrunið.
Ummæli hans og skýrsla seint í
júlí 2008 vöktu hörð viðbrögð. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir, þá
starfandi forsætisráðherra, sagði til
að mynda í sjónvarpsviðtali í kjöl-
farið að ummæli Thomas væru
marklaus. „Mér finnst þetta maka-
laus ummæli hjá svona virtum fjár-
festingarbanka og það hvarflaði
að mér um tíma hvaða annarlegu
sjónarmið búa þarna að baki því
þetta á ekki við nein rök að styðjast.
Ég spyr líka sem menntamálaráð-
herra hvort þessi maður þurfi ekki
á endurmenntun að halda,“ sagði
Þorgerður í fréttum Sjónvarpsins
þennan dag.
Hagnaður fram á síðasta dag
Yfirtakan á Glitni og bankahrunið
bendir hins vegar til þess að eng-
in annarleg sjónarmið hafi búið
að baki heldur hafi mat Richards
Thomas verið raunsætt. Hann
spáði nánast fyrir um atburðarás-
ina og gat sér þess til að stjórn-
völd fylgdu ákveðinni áætlun um
gjaldþrot og þjóðnýtingu. Starfs-
hópur um fjármálalegan stöðug-
leika hafði á þessum tíma upplýs-
ingar undir höndum um alvarlega
stöðu bankanna og hótanir breskra
eftirlitsaðila vegna Icesave reikn-
inganna þar í landi. Þegar réttað
var yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrr-
verandi ráðuneytisstjóra fjármála-
ráðuneytisins, 15. desember síð-
astliðinn kom fram að fært hefði
verið til bókar eftir honum að ef
þær upplýsingar sem starfshópur-
inn fjallaði um yrðu á almanna vit-
orði yrði það banabiti bankanna.
Í frásögn Styrmis Gunnarsson-
ar í bókinni Umsátrið höfðu eftir-
farandi boð komið frá breska fjár-
málaeftirlitinu þegar í lok júlí 2008:
„Efnahagsástandið á Íslandi er að
okkar mati verra en þið viljið halda
fram og í því felst að áhættan fyrir
breska innstæðueigendur í Lands-
bankanum er meiri. Við teljum
ekki að Seðlabanki Íslands geti ver-
ið lánveitandi til þrautavara eða að
hann geti fjármagnað innstæðu-
kerfið íslenzka.“
Eignamat bankanna
til rannsóknar
Lítið hefur verið fjallað um þátt
stjórnvalda og eftirlitstofnana í því
að halda alvarlegum innherjaupp-
lýsingum um bankana leyndum
fyrir tugþúsundum hluthafa í þeim.
Karl Axelsson hæstaréttarlög-
maður hafði þó bent á þetta at-
riði í málflutningi sínum til varnar
Baldri Guðlaugssyni. Hann vísaði
til laga um verðbréfaviðskipti, en
þar eru ákvæði um innherjavið-
skipti og upplýsingaskyldu. Hann
vakti athygli á lögboðinni upplýs-
ingaskyldu og sagði að í þeim laga-
ákvæðum fælist að innherjaupp-
lýsingar um félög, sem skráð eru á
verðbréfamarkaði, væru „ ...upp-
lýsingar sem skylt er að gera opin-
berar fyrir almenningi. Teljast upp-
lýsingarnar til innherjaupplýsinga
þangað til þær hafa verið birtar“.
Rík skylda er með öðrum orðum
til þess að birta upplýsingar opin-
berlega og tímanlega þannig að al-
menningur hafi virkan og jafnan
aðgang að þeim.
Samkvæmt upplýsingum emb-
ættis sérstaks saksóknara eru enn
til rannsóknar hjá erlendum að-
ilum gögn sem hald var lagt á hjá
endurskoðunarfyrirtækjunum,
PWC og KPMG í byrjun októb-
er í fyrra. Vildi sérstakur saksókn-
ari skoða sérstaklega hvers vegna
bankar, sem hrundu skyndilega,
sýndu góða eignastöðu og hagnað
fram á síðasta dag. Þær upplýsing-
ar voru reglulega birtar á markaði
þótt leynd hafi augljóslega hvílt yfir
yfirvofandi lausafjárþröng bank-
anna sem gat fellt þá rétt eins og
mikil eignarýrnun.
Hvað sagði Thomas?
Greinargerð Richards Thomas hjá
Merrill Lynch snerist um að mark-
aðurinn teldi áhættuna á Íslandi
orðna verulega og að staðan benti
til þess að gjaldþrot bankanna væri
framundan.
Hafa mætti í huga þá þumal-
fingurreglu að ef skuldatrygging-
arálag fjármálafyrirtækis hærra
en 1000 punktar vænti markaður-
inn gjaldþrota. Í skýrslu sinni mat
Thomas það svo að helmingslíkur
væru á gjaldþroti Glitnis og Kaup-
þings en nokkru lægri hjá Lands-
bankanum.
Thomas benti á að Englands-
banki og Seðlabanki Bandaríkj-
anna hefðu gripið til aðgerða til
að bjarga sínum bönkum. Hvers
vegna ætti staðan að vera öðruvísi
hjá íslensku bönkunum? Thomas
taldi nauðsynlegt að íslensk stjórn-
völd skilgreindu og gerðu grein fyr-
ir mögulegum aðgerðum sínum.
En vel væri einnig hugsanlegt að
stjórnvöld hefðu hreinlega hugsað
sér að keyra einn banka eða fleiri í
gjaldþrot og þjóðnýta þá aftur svo
skömmu eftir einkavæðingu.
Ljóst er að markaðurinn, þar á
meðal Merrill Lynch, tók eftir að-
gerðaleysi Seðlabanka Íslands sem
gat bent til þess að þegar á þessum
tíma hafi verið uppi viðbragðsáætl-
un sem fól í sér gjaldþrot og / eða
þjóðnýtingu eins eða fleiri banka.
Thomas benti meira að segja á að
sú aðgerð hefði einnig kosti þar
sem gjaldþrot flytti mesta skellinn
frá íslenskum skattgreiðendum fyr-
ir til erlendra lánardrottna.
Á það var bent í bók Ólafs Arn-
arsonar að stjórnendur Glitn-
is hefðu neyðst til að leita á náðir
Seðlabankans vegna þess að Seðla-
bankinn hafði sjálfur þurrkað upp
lánalínu Glitnis hjá þýskum banka.
Augljóst mátti vera haustið 2008 að
byðist banka að skipta við seðla-
banka í stað Glitnis yrði stokkið á
slíkt. Enda eru heimildir fyrir því að
þýski bankinn hafi vísað viðskipta-
vini sínum á Seðlabanka Íslands
eftir að hann sölsaði undir sig lán-
alínuna.
Úthugsuð aðgerð
Vitað er nú að stjórnvöld áttu í
fórum sínum nánast frágengið
frumvarp að neyðarlögum sem
áðurgreindur samstarfshópur
um fjármálastöðugleika hafði
komið að ásamt viðskiptaráðu-
neytinu . Því bendir allt til þess
að Glitnishelgina í lok septemb-
er 2008 hafi Davíð Oddsson, þá-
verandi seðlabankastjóri, unnið
samkvæmt áætlun um stýrða yf-
irtöku ríkisins á Glitni eða gjald-
þrot. Leiða má líkum að því að
ráðagerðir hafi verið uppi um að
stýra falli Glitnis þannig að unnt
yrði að forða hinum bönkunum
tveimur frá falli, Kaupþingi og
Landsbankanum.
Þetta tókst ekki meðal annars
vegna harðra viðbragða og aðgerða
af hálfu Breta, sem frystu eignir ís-
lensku bankanna í Bretlandi til að
tryggja eigin hagsmuni.
Davíð Oddsson útskýrði að-
gerðirnar síðar í frægu Kastljós-
viðtali 7. október. Erlendar skuldir
óreiðumanna yrðu ekki greiddar,
skuldatryggingaálag myndi lækka
og aðstæður batna hratt.
Lítið sem ekkert af þessu gekk
eftir þar sem fallið fór úr böndun-
um og tjónið náði hámarki með
falli allra þriggja bankanna.
Afdrifarík þótti í þessu sam-
bandi sú ráðstöfun Davíðs að
lækka verð Glitnis um 88 prósent í
einu lagi um leið og ríkið yfirtók 75
prósent bankans. Þetta olli keðju-
verkun og dómínóáhrifum á öllum
markaðnum.
STÝRÐI DAVÍÐ
FALLI BANKANNA?
Að stefna bönk-unum í gjald-
þrot og endurskipu-
leggja þá síðar hefur
einnig þann kost að
sársaukinn flyst frá
íslenskum skattgreið-
endum yfir til erlenda
lánsfjármarkaðarins.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Aðdragandi hrunsins „Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda,“
sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá starfandi forsætisráðherra. Með henni á myndinni er Geir H. Haarde fyrrverandi
forsætisráðherra.
n „Mundi Ísland vilja eyðileggja lánshæfi sitt
og láta allar áhyggjur af orðspori sínu sem vind
um eyru þjóta? Við erum ekki viss um það og
við erum vitanlega ekki að mæla með því að
þetta verði gert.
En þegar svo gríðarlegar skuldir skapa slíka sjálfheldu verður því ekki trúað
að stjórnvöld hafi ekki gaumgæft allar aðstæður sem upp gætu komið, einnig
gjaldþrot og endurskipulagningu bankanna, jafnvel þótt þau hefðu samstundis
varpað slíkum kosti frá sér.
Að stefna bönkunum í gjaldþrot og endurskipuleggja þá síðar hefur einnig þann
kost að sársaukinn flyst frá íslenskum skattgreiðendum yfir til erlenda lánsfjár-
markaðarins. Með hliðsjón af því, að íslensk stjórnvöld þurfa dag hvern að lifa
með skattgreiðendum en hafa aðeins endrum og sinnum litið inn á alþjóðamark-
aðina á síðari árum, má vera augljóst, að frá bæjardyrum íslenskra stjórnvalda og
innanríkisstefnunnar er mun fýsilegra að flytja þennan sársauka yfir á erlenda
lánardrottna (alþjóðamarkaði).“
Úr skýrslu Roberts Thomas hjá Merrill Lynch um mögulegt gjaldþrot og greiðslustöðv-
un íslenskra banka 24. júlí 2008.
Flytja sársaukann út
Ritstjóri Morgunblaðsins Davíð
Oddsson, þáverandi seðlabanka-
stjóri, réð því sem hann vildi við fall
bankanna. Ekki er loku fyrir það skotið
að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi
staðið frammi fyrir gerðum hlut þegar
Glitnismálið komst í hendur hennar.