Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Page 17
Fáránlegur
fréttaflutningur
Deila Bobs Geldof og BBC varð að
diplómatískri deilu á laugardaginn
þegar Berhanu Kebede, sendiherra
Eþíópíu í Bret-
landi, krafðist
þess að BBC-
World Service
bæðist afsökun-
ar á fullyrðing-
um þess eðlis
að söfnunarfé
handa fórnar-
lömbum hung-
ursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985
hefði runnið í vasa uppreisnar-
manna. „Í hreinskilni er þetta fárán-
legur fréttaflutningur,“ sagði Kebede
um fréttina.
Framkvæmdastjóri World Serv-
ice, Peter Horrocks, sagði hann
myndi standa við fréttina, en sam-
kvæmt henni fóru 95 prósent söfn-
unarfjár til vopnakaupa.
Sjálfur hefur Bob Geldof, stofn-
andi Live Aid, og fleiri góðgerðar-
samtök krafist þess að BBC dragi
fréttina til baka og að fréttamaður-
inn Martin Plaut fái reisupassann.
FRÉTTIR 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 17
töku Jamie Paulin-Ramirez og sex
annarra á Írlandi í fyrri viku. Und-
anfarna mánuði hefur fjöldi banda-
rískra ríkisborgara verið handtekinn
vegna gruns um áform um hryðju-
verk og eru handtökur Jamie og sex-
menninganna þær síðustu af þeim
toga.
Leiða má líkur að því að banda-
rísk stjórnvöld þurfi ekki endilega
að leita langt yfir skammt og að í
Bandaríkjunum séu að skjóta rótum
hryðjuverkamenn í bakgarðinum.
Þar til nýlega var það skoð-
un banda rískra yfirvalda að slíkt
vandamál einskorðaðist einkum og
sér í lagi við Bretland, en undan-
farna átta mánuði hafa verið þrettán
mál sem varða þrjátíu bandaríska
ríkisborgara sem talið er að hafi haft
í hyggju að standa að hryðjuverka-
árásum eða hafa gengið í raðir sam-
taka um heilagt stríð í Pakistan eða
Sómalíu.
Gaddavír og öxi
Sjálfur er Lars Vilks við öllu búinn
því hann ku hafa komið fyrir gadda-
vír á neðri hæð heimilis síns, víggirt
allar dyr og hefur öxi innan seiling-
ar. Á vefsíðu The Times er haft eftir
honum að hann muni nota öxina ef
ástæða verður til.
„Ef einhver kemur get ég var-
ist í hálftíma. Ég mun ekki hika við
að nota öxina ef um verður að ræða
baráttu um líf og dauða,“ sagði Vilks,
en hann hefur einnig samið ljóð
um Jihad Jane, sem hann segir vera
kynferðislegt drama. Ljóðið hefst á
orðunum „Jihad Jane kemur þegar
húmar…“
LEIÐAR LJÓSHÆRÐAR HÚSMÆÐUR
Herskáa hliðin Colleen
snerist til herskás skilnings á
íslam og undirbjó morðtilræði.
Handtökur á Írlandi Írska lögreglan handtók fjóra einstaklinga sem grunaðir eru um
að leggja á ráðin um tilræði. Fleiri voru handteknir í Bandaríkjunum. MYNDIR AFP
Blóðugur sólar-
hringur í Mexíkó
Tuttugu og fjórir féllu í valinn í röð
fíkniefnatengdra árása í Mexíkó um
helgina á einum sólarhring. Þrettán
þeirra voru drepnir í Acapulco.
Tveir hálshöggnir karlmenn
fundust við götu sem er þéttskipuð
næturklúbbum í Acapulco, sem er
vinsæll ferðamannastaður, og einn
maður fannst skotinn til bana við
borgarjaðarinn.
Byssumenn drápu fimm lög-
reglumenn sem voru á eftirlitsferð í
Tuncingo, rétt fyrir utan Acapulco,
og á sama svæði fann lögreglan lík
fimm manna sem höfðu verið skotn-
ir til bana, auk þess sem tveir þeirra
höfðu verið hálshöggnir.
Þrátt fyrir að Acapulco njóti
vinsælda hjá ferðamönnum hefur
borgin ekki farið varhluta af styrjöld-
inni sem ríkt hefur á milli fíkniefna-
gengja.
Páfinn „fórnar lamb
samsæris“
Séra Federico Lombardi, talsmað-
ur Benedikts XVI páfa, hefur blásið
til harðrar gagnsóknar gegn fréttum
sem bendla páfann við yfirhylmingu
á kynferðislegu ofbeldi sem á að
hafa átt sér stað í München frá 1977
til 1981, en á þeim tíma var páfi erki-
biskup borgarinnar.
Í viðtali við útvarpsstöð Páfagarðs
gaf Lombardi í skyn að Benedikt
páfi væri fórnarlamb samsæris og
sagði að undanfarna daga hefði fólk
leitað ákaft að einhverju sem tengdi
páfa persónulega við ofbeldið. „Allir
hlutlausir sjá að þessar tilraunir hafa
mistekist,“ sagði Lombardi.
Páfagarður hefur undanfarna
daga verið í skugga ásakana um
kynferðislegt ofbeldi af hálfu presta
í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki
og Ítalíu.