Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Page 124
Athugasemdir við fjárskoðanaskýrslurnar 1906—1907.
I. Fjárskoðaníiskýrslurnar.
í reglugerð um útrýming fjárkláðans frá 28. des. 1903 var svo ákveðið, að
almenn útrýmingarböðun skyldi fram fara um land alt, og var hún framkvæmd í
Norður- og Austurömtunum alt til Hjeraðsvatna veturinn 1903—04, en í hinum hluta
landsins veturinn eftir (1904—05). Skýrsla um tölu alls hins baðaða fjenaðar á
þessum árum er prentuð í Landshagsskýrslunum 1905, bls. 188—197. í reglugerð-
inni var jafnframt ákveðið, að næstu tvo vetur eptir böðunina skyldu fara fram
skoðanir á öllum sauðfjenaði til þess að ganga úr skugga um, livort nokkur óþrif
fyndust. Um áramótin 1906—07 (í desember og janúarmán.) fór slik fjárskoðun
fram um alt land og um þá skoðun hljóðar slcýrsla sú, sem lijer birtist.
II. Fjártalan.
Skýrslur þessar um Qárskoðanir gefa þær nákvæmustu upplýsingar, sem
kostur er á, um tölu sauðfjenaðar lijer á landi. Alt sauðfje á landinu átti að skoða
af þar til kvöddum mönnum, einum eða fleirum í hverjum hreppi. í Grímsey fór
þó engin skoðun fram, A'egna þess að sauðfje þar kemur ekki saman við annað fje
og þvi engin hætta á Qárkláða þar. Þar hefur því eingöngu verið farið eptir
framtalinu.
Tala hins skoðaða fjár á öllu landinu við fjárskoðunina um áramótin 1906
—07 hefur verið 637716 kindur. Þessi tala er líklega dálítið lægri heldur en fjár-
talan hefur verið í raun og veru, því að sumstaðar liefur ekki náðst í alt fje, sem
til hefur verið, þegar fjárskoðunin fór fram. Þar sem getið hefur verið um tölu
slílcs fjár, er vantaði, hefur henní þó verið bætt í skýrslunni við tölu skoðaða fjár-
ins. Á einstaka bæ hefur líka fjárskoðun fyrirfarist vegna sóttkvíunar eða af öðr-
um ástæðum. En mikill getur skakkinn, sem af þessu stafar, tæplega verið.
Til þess að gera sjer ljósa grein fyrir, hversu mikil sauðfjáreignin er í
ýmsum hlutum landsins er ekki nóg að líta á sjálfa fjártöluna, því að sýslurnar eru
svo misstórar og mismannmargar. Það verður að bera fjártöluna saman við eitt-
hvað, sem helst eru líkindi til að hún miðist við. Algengast er að bera tölu bú-
penings saman við mannfjölda, flatarmál og jarðardýrleika og svo var gert í sum-
um eldri akýrslunum um búnaðarástandið, er Bókmentafjelagið gaf út. Flatarmálið
verður þó harla óáreiðanlegur mælikvarði, einkum þar sem um sauðfjáreign er að
ræða, er að miklu leyti byggist á sumarbeit í afrjettum. Nokkru betri mundi jarð-