Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 6
6 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 ÞETTA Eru m.A. niðurstöður könnunar sem Lögmannablaðið gerði um miðjan september s.l. meðal félaga Lögmannafélags Íslands. Alls 932 lögmenn fengu könnunina senda með rafrænum hætti og var svarhlutfallið 57%.1 Könnun Lögmannablaðsins er hliðstæð könnun sem gerð var árið 2007 en þess má geta að þá fengu 641 lögmaður hana senda og svarhlutfallið þá var 64%.2 Hlutfallslega fleiri sjálfstætt starfandi lögmenn svöruðu könnuninni, eða 70%, en samkvæmt félagatali Lögmannafélagsins eru 66% lögmanna á stofum sjálfstætt starfandi. Í félagatali eru 34% félagsmanna fulltrúar lögmanna en 30% svarenda í könnun. Þess má svo geta að konur eru 31% lögmanna samkvæmt félagatali en eru 35% svarenda í könnuninni. Lesendur eru því beðnir um að hafa í huga við lestur niðurstaðna könnunarinnar að um litla skekkju gæti verið að ræða. Þess má svo geta að tryggt var að svörin væru órekjanleg. helmingur lögmanna undir fertugu Á undanförnum sex árum hefur lögmönnum fjölgað um 31%. Af þeim sem svöruðu könnuninni eru 32% með innan við fimm ára starfsreynslu á móti 26% árið 2007. Alls 77% svarenda eru undir fimmtugu, þar af eru 48% lögmanna á aldrinum 25-39 ára og 29% á aldrinum 40-49 ára. félagsmenn 50-59 ára eru 15% og 8% eru 60 ára eða eldri. Af þeim sem tóku þátt í könnuninni voru 42% kvenna undir fertugu og 58% karla. Á aldursbilinu 40-49 ára voru konur 32% og karlar 68%, á aldursbilinu 50- 59 ára voru konur 28% og karlar 72%. Einungis 4% kvenna voru yfir sextugu og 96% karla. 62% kvenna sem tóku þátt í könnuninni voru undir fertugu á móti helmingi kvenna árið 2007. 43% karla í könnuninni var undir fertugu á móti þriðjungi karla árið 2007. einyrkjar á undanhaldi Alls var könnunin send á 666 lögmenn á lögmannsstofum og fengust svör frá 381 þeirra eða 57%. fleiri sjálfstætt starfandi lögmenn svöruðu könnuninni en fulltrúar. Samkvæmt könnuninni eru einungis 11% lögmanna á lögmannsstofum einyrkjar en árið 2007 voru þeir 20% og greinileg merki eru um að lögmönnum fjölgar á stærri stofunum. greinilegt er að fleiri lögmenn starfa nú á stærri lögmannsstofum en áður. Af 290 lögmönnum sem starfa á lögmannsstofum þar sem rekstrarfyrirkomulagið er sameiginlegur rekstur eða sameiginlegt skrifstofuhald (regnhlíf) eru 216 á stofum með fimm eða fleiri lögmönnum, eða 57% í stað 42% árið 2007. 29% lögmanna eru á lögmannsstofum með tíu eða fleiri lögmönnum í stað 23% árið 2007 og KönnUn löGMAnnABlAðsins hin unga lögmannastétt einyrkjum í lögmannastétt fækkar og fleiri lögmenn starfa nú á stærri lögmannsstofum auk þess sem fulltrúum fjölgar. tæplega helmingur innanhússlögmanna starfar hjá fjármálastofnunum og fleiri karlar eru framkvæmdastjórar eða forstöðumenn en konur. konur hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum vinna lengri vinnutíma en konur á lögmannsstofum og helmingur lögmanna eru undir fertugu. 1 Félagafjöldi lmFÍ er kominn yfir 1000 en könnunin var ekki send á þá lögmenn sem eru með réttindi sín virk en eru hættir störfum. 2 lögmannablaðið 1/2007 (lögmenn á lögmannsstofum) og 3/2007 (innanhúslögmenn).

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.