Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 26
26 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 Á léttUM nótUM golfsumarið 2013: sumarið sem fer í sögubækurnar Á ýmsu heFur gengið í golfiðkun lögmanna þetta sumarið og hafa flestir kylfingar sem dvelja sunnan heiða verið vatnssósa með sultardropa í nefi og kalbletti á fingrum í rigningarsudda, jafnvindalogni, útsynningi, hafgolu og jafnvel innlögn með bleytuslettingi til smekkbætis. Væntanlega fer sumarið í sögubækurnar fyrir vikið. keppni við tannlækna Líkt og lög eru farin að gera ráð fyrir þá lyftu lögmenn bikarnum á loft að lokinni keppni við tannlæknastéttina þann 2. júlí síðastliðinn. Að þessu sinni var keppt á Þorláksvelli við Þorlákshöfn og má segja að lognið hafi verið að flýta sér heldur mikið eins og við er að búast á þessum slóðum. keppni við lækna Samtals 40 kylfingar voru mættir á urriðavöll þann 30. júní til að leika holukeppni. Eftir slæma útreið lögmanna á síðasta ári, dugði læknum jafntefli til þess að halda bikarnum. Þrátt fyrir góða stemningu í liði júrista og, slíku óvant, blíðskaparveður varð uppskeran læknum þóknanleg. niðurstaðan varð jafntefli og munu læknar því geyma bikarinn í eitt ár til viðbótar. meistaramót lögmanna ­ fullreynt í fjórða Það gekk erfiðlega að halda eina risamót ársins vegna skorts á góðviðri eða of mikils framboðs af vonskuveðri - allt eftir því við hvern er talað. mótsstjórn þurfti að fresta mótinu í þrígang og fór svo loksins að mótið var haldið þann 18. september á Hvaleyrarvelli hjá golfklúbbnum Keili þar sem 21 keppandi mætti til leiks. veðurguðirnir blessuðu kylfinga þennan dag og buðu upp á frábært golfveður með haustívafi. Að venju var leikinn höggleikur með og án forgjafar og var það sigurvegari í forgjafarleiknum sem krýndur var lögmannameistari. úrslit mótsins urðu sem hér segir: Veðrið lék við lögmenn og lækna á urriðavelli en sama verður ekki sagt um önnur mót sumarsins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.